#orkumál#stjórnmál#auðlindamál

Byrjað að undirbúa stofnun stöðugleikasjóð

Bjarni Benediktsson er búinn að skipa þrjá einstaklinga í sérfræðinganefnd sem á að undirbúa löggjöf um stofnun stöðugleikasjóðs. Hann segist finna fyrir miklum þverpólitískum stuðningi við málið.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra er búinn að skipa sér­fræð­inga­nefnd sem á að und­ir­búa lög­gjöf um stofnun stöð­ug­leika­sjóðs sem heldur utan um arð af orku­auð­lindum rík­is­ins. Þetta kom fram í ræðu hans á Við­skipta­þingi Við­skipta­ráðs Íslands nú síð­deg­is. 

Grunn­hugs­unin hér er sú að við komum á fót stöð­ug­leika­sjóð sem haldi utan um arð af orku­auð­lindum í eigu rík­is­sjóðs og tryggi kom­andi kyn­slóðum hlut­deild í ávinn­ingi af sam­eig­in­legum auð­lindum um leið og hann getur verið sveiflu­jafn­andi fyrir efna­hags­líf­ið,“ sagði Bjarni, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann ræðir sjóð af þessu tagi. Það gerði hann í fyrsta skipti á síð­asta kjör­tíma­bili, á árs­fundi Lands­virkj­un­ar. Þá er kveðið á um stofnun stöð­ug­leika­sjóðs í stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn­ar. 

Fyrsta skrefið í stofnun sjóðs­ins er skipun sér­fræð­inga­nefnd­ar­inn­ar, og hún kemur saman núna fyrir helgi að sögn Bjarna. Nefnd­ina munu skipa Ingi­mundur Frið­riks­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Kristín Har­alds­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, sér­fræð­ingur í auð­linda­rétti og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, og Erlendur Magn­ús­son fjár­fest­ir. 

Auglýsing

„Þessi sér­fræð­inga­hópur mun starfa mjög náið þverpóli­tískt, sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt, vegna þess að það er ekk­ert vit og það er eng­inn ávinn­ingur í því að koma á fót sjóði sem hugs­aður er til langrar fram­tíðar ef það er ekki þverpóli­tískur stuðn­ingur við það og það eru líkur til þess að honum verði breytt við næstu kosn­ingar og svo fram­veg­is. En góðu frétt­irnar eru þær að ég finn fyrir mjög góðum þverpóli­tískum stuðn­ingi við þessa hug­mynd sem að við erum að leggja grunn að núna og ætlum að hrinda í fram­kvæmd á kjör­tíma­bil­in­u,“ sagði Bjarn­i. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None