#orkumál#stjórnmál#auðlindamál

Byrjað að undirbúa stofnun stöðugleikasjóð

Bjarni Benediktsson er búinn að skipa þrjá einstaklinga í sérfræðinganefnd sem á að undirbúa löggjöf um stofnun stöðugleikasjóðs. Hann segist finna fyrir miklum þverpólitískum stuðningi við málið.

Mynd: Birgir Þór
Þórunn Elísabet Bogadóttir

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra er búinn að skipa sér­fræð­inga­nefnd sem á að und­ir­búa lög­gjöf um stofnun stöð­ug­leika­sjóðs sem heldur utan um arð af orku­auð­lindum rík­is­ins. Þetta kom fram í ræðu hans á Við­skipta­þingi Við­skipta­ráðs Íslands nú síð­deg­is. 

Grunn­hugs­unin hér er sú að við komum á fót stöð­ug­leika­sjóð sem haldi utan um arð af orku­auð­lindum í eigu rík­is­sjóðs og tryggi kom­andi kyn­slóðum hlut­deild í ávinn­ingi af sam­eig­in­legum auð­lindum um leið og hann getur verið sveiflu­jafn­andi fyrir efna­hags­líf­ið,“ sagði Bjarni, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann ræðir sjóð af þessu tagi. Það gerði hann í fyrsta skipti á síð­asta kjör­tíma­bili, á árs­fundi Lands­virkj­un­ar. Þá er kveðið á um stofnun stöð­ug­leika­sjóðs í stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn­ar. 

Fyrsta skrefið í stofnun sjóðs­ins er skipun sér­fræð­inga­nefnd­ar­inn­ar, og hún kemur saman núna fyrir helgi að sögn Bjarna. Nefnd­ina munu skipa Ingi­mundur Frið­riks­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, Kristín Har­alds­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, sér­fræð­ingur í auð­linda­rétti og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, og Erlendur Magn­ús­son fjár­fest­ir. 

Auglýsing

„Þessi sér­fræð­inga­hópur mun starfa mjög náið þverpóli­tískt, sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt, vegna þess að það er ekk­ert vit og það er eng­inn ávinn­ingur í því að koma á fót sjóði sem hugs­aður er til langrar fram­tíðar ef það er ekki þverpóli­tískur stuðn­ingur við það og það eru líkur til þess að honum verði breytt við næstu kosn­ingar og svo fram­veg­is. En góðu frétt­irnar eru þær að ég finn fyrir mjög góðum þverpóli­tískum stuðn­ingi við þessa hug­mynd sem að við erum að leggja grunn að núna og ætlum að hrinda í fram­kvæmd á kjör­tíma­bil­in­u,“ sagði Bjarn­i. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03