#dómsmál#viðskipti

Róbert Wessmann sýknaður af kröfu Björgólfs Thors

Róbert Wess­mann, við­skipta­fé­lagi hans Árni Harð­ar­son og félagið Salt Invest­ments voru í dag sýknuð af skaða­bóta­kröfu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar í Hæsta­rétti. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafði einnig fellt sýknu­dóm í mál­inu. Björgólfur hafði kraf­ist um tveggja millj­óna evra í skaða­bætur í mál­in­u. 

Björgólfur Thor stefndi bæði Róbert­i og Árna fyrir að hafa á ólög­­mætan hátt dregið að sér fjórar millj­­ónir evra frá sér og nýtt í eigin þágu. Hann vildi að þeir greiði sér skaða­bætur vegna þessa. Róbert og Árni hafa ítrekað hafnað þessum ­mála­til­­bún­­aði, sagt stefn­una til­­efn­is­­lausa og að hún eigi sér enga stoð í raun­veru­­leik­an­­um. Málið var þing­­fest í sum­­­arið 2015. 

Menn­irnir þrír hafa lengi eldað grátt silfur saman og átt í marg­vís­legur erjum árum saman. Í fyrra­vor var til að mynda hóp­mál­sókn á hendur Björgólfi Thor vísað frá dómi. Árni Harð­ar­son á um 60 pró­sent hluta­bréf­anna sem eru á bak­við rann­sókn­ina. 

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent
None