Hópmálsókninni gegn Björgólfi Thor vísað frá en pissukeppnin heldur áfram

Hæstiréttur hefur vísað frá hópmálsókn fyrrum hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Helsti fjármögnunaraðili málsóknarinnar var félag í eigu Árna Harðarsonar, nánasta samstarfsmanns Róberts Wessmann.

BTB
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands vís­aði í gær frá hóp­mál­sókn á hend­ur ­Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, fyrrum aðal­eig­anda Lands­banka Íslands og rík­asta ­manns Íslands, frá.  Hóp­mál­sókn­in, sem höfðuð var af 235 aðilum sem áttu 5,27 pró­sent af útgefnum hluta­bréfum í Lands­bank­anum og þing­fest var í lok októ­ber í fyrra, snérist um að fá við­ur­kennda skaða­bóta­skyldu Björg­ólfs Thors vegna tjóns sem félags­menn urð­u ­fyrir vegna hluta­bréfa­eignar sinn­ar. Mál­sóknin er sú fyrsta sinnar teg­undar á Ísland­i er lýtur að dóms­málum sem tengj­ast banka­hrun­inu. Aldrei áður höfðu fyrrum hlut­hafar í íslenskum banka tekið sig saman og stefnt fyrrum aðal­eig­endana hans ­fyrir að hafa blekkt sig með sak­næmum hætti til að eiga í bank­an­um. Og krefjast skaða­bóta fyr­ir.

Björgólfur Thor neit­aði ávallt sök og nú hafa íslenskir ­dóm­stólar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að málið sé ekki tækt til fyr­ir­töku eins og það var fram­sett. Mál­sókn­ar­fé­lagið gæti þó haldið mál­inu áfram með nýrri stefnu sem gerð væri í sam­ræmi við leið­bein­ingar Hæsta­rétt­ar.

Í færslu á heima­síðu sinni sem birtist í gær sagði Björgólfur Thor eft­ir­far­andi um mál­ið: „Þessi ófræg­ing­ar­leið­ang­ur, undir stjórn Árna Harð­ar­sonar og Róberts Wess­man, hefur reynst þeim köppum lítil frægð­ar­för. Árni og Róbert hafa lík­lega þegar varið um 100 millj­ónum króna í þennan raka­lausa og rugl­ings­lega mála­rekst­ur. Þeir fengu hóp fyrrum hlut­hafa Lands­bank­ans til að leggja nafn sitt við feigð­ar­flan­ið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum mál­sókn­ar­fé­lags­ins. Þá ­fékk hóp­mál­sókn­ar­fé­lagið drjúgan tíma í fjöl­miðlum til að rekja í smá­at­riðum allan mála­til­búnað sinn, sem nú hefur fengið fall­ein­kunn hjá Hæsta­rétti.

Auglýsing

Ára­langar deilur Róberts og Árna við Björgólf Thor

En af hverju nefn­ir ­Björgólfur Thor þessa tvo menn sér­stak­lega? Tveimur dögum eftir að málið gegn hon­um var þing­fest í októ­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að félag í eigu Árna Harð­­ar­­son­­ar, stjórn­­­ar­­manns og lög­­­manns lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen, ætti um 60 pró­­sent þeirra hluta­bréfa ­sem væru að baki hóp­­mál­­sókn­inni. Árni á hluta­bréf­in, sem hann keypti af is­­lenskum líf­eyr­is­­sjóðum í vik­unni á und­an, í gegnum félag sem heitir Urriða­hæð ehf. ­Sam­tals greiddi Árni á milli 25 til 30 millj­­ónir króna fyr­ir­ hluta­bréf­in, ­sem eru verð­­laus nema að til hefði tek­ist að fá við­­ur­­kennt fyr­ir­ ­dóm­stól­u­m að Björgólfur Thor ætti að greiða fyrrum hlut­höfum Lands­­bank­ans skaða­bæt­­ur.

Til við­­bótar þurt­i ­Ur­rið­hæð að greiða sinn hluta máls­­kostn­að­­ar. Hann gat auð­veld­lega hlaupið á tugum millj­­óna króna ef málið hefði verið dóm­tek­ið. Því er ljóst að Árni lagð­i í umtals­verðan kostnað til að taka þátt í hóp­mál­sókn­inni og styrkja grund­völl henn­ar.

Árni er ­nán­­asti sam­­starfs­­maður Róberts Wessm­ans, for­stjóra Alvogen. Þeir tveir hafa átt í miklum og opin­berum úti­stöðum við Björgólf Thor árum sam­an. Bæð­i Ró­bert og Árni störf­uðu áður­ ­sem stjórn­­endur hjá Act­­a­vis, á sama tíma og ­Björgólfur Thor var aðal­­eig­and­i ­fé­lags­ins.  Í ágúst 2008 lét Róbert af ­störfum hjá lyfja­­fyr­ir­tæk­inu, en hann hafði þá verið for­­stjóri þess í níu ár. Björgólfur Thor segir að Róbert hafi verið rek­inn en Róbert segir það vera rangt. Hann hafi ein­fald­­lega vilj­að hætta.

Ásök­uðu hvorn annan um að borga ekki skuldir sínar

Síðan að þetta átti sér­ ­stað hafa verið hnút­a­köst á milli­ ­mann­anna í fjöl­miðlum og fyrir dóm­stól­­um. ­Björgólfur Thor stefndi bæði Róbert­i og Árna fyrir að hafa á ólög­­mætan hátt ­dregið að sér fjórar millj­­ónir evra frá sér og nýtt í eigin þágu. Hann vill að þeir greiði sér skaða­bætur vegna þessa. Róbert og Árni hafa ítrekað hafn­að þessum ­mála­til­­bún­­aði, sagt stefn­una til­­efn­is­­lausa og að hún eigi sér­ enga stoð í raun­veru­­leik­an­­um.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra sem unnu að undirbúningi hópmálsóknarinnar.Á meðal ann­arra sem tóku þátt í mál­­sókn­inni, sem hafði verið í und­ir­bún­ingi frá árinu 2011, voru Karen Mil­­len, Krist­ján Lofts­­son í Hval, Bolli Héð­ins­­son hag­fræð­ing­­ur, Svana Helen Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­­maður Sam­­taka iðn­­að­­ar­ins, Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verk­fræð­inga, Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna íslenskra sveit­­ar­­fé­laga, líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn Stapi og Vil­hjálmur Bjarna­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Á meðal þeirra sem stóðu að und­ir­­bún­­ingnum var lög­­­mað­­ur­inn Ólafur Krist­ins­­son.

Í lok októ­ber sett­i ­Björgólfur Thor síðan færslu á heima­síðu sína þar sem hann sagði Róbert og Árna ekki hika við að leggja í tug­millj­­óna króna ­kostnað til að reyna að klekkja á sér. „Róbert hefur í digra sjóði að sækja, enda gætti hann þess vand­­lega að koma auð sínum und­an­ ­kröf­u­höf­um, í stað þess að gera upp­ millj­­arða skuldir sínar við íslensku ­bank­ana eftir hrun. Auð­vitað gera þeir ­sér engar vonir um bætur úr minni hend­i, enda eina mark­miðið að sverta mann­orð mitt.

Róbert svarði með yfir­lýs­ingu þar sem sagði að Björgólfur Thor ætti að „skamm­­ast sín“ vegna hans þáttar í efna­hags­hruni lands­ins. Þá sé það „hjá­kát­­legt og bein­línis vand­ræða­­legt“ þegar hann heldur því fram að aðrir hafi ekki borgað skuldir sínar til baka, í ljósi þess að hann hefur aðeins borgað „lítið brot“ sinna skulda til baka sjálf­­ur. Þetta kemur fram í harð­orðri yfir­­lýs­ingu frá Róberti.

Ein­stakt mál

Kjarn­inn hefur stefn­una í mál­inu á hendur Björgólfi Thor, sem er 50 blað­­síður að lengd, undir hönd­­um. Hana má les­a hér. Alls tóku 235 aðil­ar þátt í mál­­sókn­inni. Þeir eiga sam­tals 5,67 pró­­sent af heild­­ar­hlutafé í Lands­­bank­ans, sem féll haustið 2008.

Mál­­sókn­­ar­­fé­lag­ið krafð­ist þess að skaða­­bóta­­skylda Björg­­ólfs Thors á því tjóni sem aðilar að ­fé­lag­inu urðu fyr­ir­ þegar hluta­bréf í Lands­­bank­­anum urðu verð­­laus við ­fall hans 7. októ­ber 2008. Í stefn­unni kom fram að félags­­­menn byggi mál­­sókn­ina á því „að þeir hefðu ekki verið hlut­hafar í Lands­­banka Íslands hf. og þar með­ ekki orðið fyrir tjóni, ef ekki hafði komið til hinnar sak­­næmu og ólög­­mæt­u hátt­­semi stefnda [Björg­­ólfs T­hor­s]“.

Það sem mál­­sókn­­ar­­fé­lag­ið taldi að Björgólfur Thor hafi ­gert, og hafi ollið þeim skaða, er þrennt. Í fyrsta lagi hafi ekki ver­ið veittar upp­­lýs­ingar um lán­veit­ingar Lands­­banka Ís­lands til Björg­­ólfs T­hors og tengdra aðila í árs­­reikn­ingum bank­ans fyr­ir­ ­rekstr­­ar­árið 2005 og í öllum upp­­­gjörum eftir það fram að hrun­i. 

Í öðru lagi hafi Björgólfur Thor van­­rækt á tíma­bil­inu 30. júní 2006 til 7. októ­ber 2008, að „upp­­lýsa opin­ber­­lega um að Sam­­son eign­­ar­halds­­­fé­lag ehf. [Í aðal­eigu Björg­­ólfs Thors og föður hans] færi með yfir­­ráð yfir Lands­­banka Ís­lands hf., og teld­ist því móð­­ur­­fé­lag bank­ans“. 

Í þriðja lagi taldi félagið að Björgólfur Thor hafi van­­rækt að „­sjá til þess að ­Sam­­son eign­­ar­halds­­­fé­lag ehf. gerði öðrum hlut­höf­um Lands­­banka Íslands hf. ­yf­­ir­­tökutil­­boð hinn 30. júní 2006, eða síð­­­ar, í sam­ræmi við ákvæði laga um verð­bréfa­við­­skipt­i“.

Björgólf­ur T­hor fór fram á að mál­inu yrði vísað frá og hér­aðs­dómur Reykja­víkur tók undir það í mars 2016. Hæsti­réttur stað­festi þann úrskurð í gær.

Pissu­keppn­inni ekki lokið

Þótt dóms­mál­inu sé lokið þá er pissu­keppn­inni milli Björg­ólfs Thors og Róberts og Árna þó ekki á enda runn­in. Greint var frá því í Við­­skipta­Mogg­­anum í jan­úar síð­ast­liðnum að ­Björgólfur Thor og við­­skipta­­fé­lagar hans hjá Novator séu að skella sér í sam­heita­lyfja­brans­ann á ný. 

Þeir hafa þegar stofnað fyr­ir­tækið Xantis Pharma, ­sem er með höf­uð­­stöðvar í Zug í Sviss. Það er sama borg og hýsti höf­uð­­stöðv­­ar Act­­a­vis, sam­heita­lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins sem Björgólfur Thor réð yfir forðum daga, hér áður fyrr. Act­­a­vis hefur síðan gengið í gegnum fjöl­margar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­­an. Um mitt ár í fyrra var hlutur Novator í All­ergan kom­inn undir eitt pró­­sent, en gengi bréfa í félag­inu hefur fimm­fald­­ast á tæpum fjórum ár­­um. 

Björgólfur Thor er aftur orð­inn á meðal rík­­­ustu manna heims­, sam­­kvæmt lista For­bes, en auð­æfi hans eru metin á 1,6 millj­­arða Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur 208 millj­­örðum króna. Björgólfur Thor er núm­er 1.121 á lista For­bes yfir rík­­asta fólk heims­ins. Hann fór hæst í 249. sæti árið 2007. Eignir Björg­­ólfs Thors eru meðal ann­­ars í fjar­­skipta­­fé­lög­unum Play í Pól­landi og WOM í Chile, auk þess að eiga eign­­ar­hluti í félög­unum Xantis Pharma og All­erg­an líkt og áður sagði.

Björgólfur Thor var á barmi gjald­­þrots eftir hrun fjár­­­mála­­kerf­is­ins, og í per­­són­u­­legum ábyrgðum fyrir tug­millj­­arða­skuld­um, en tókst að semja við kröf­u­hafa sína, halda eign­­ar­hlutum í stórum fyr­ir­tækj­um, meðal ann­­ars Act­­a­vis, sem síðan hefur sam­ein­­ast öðrum félögum og stækk­­að, og þannig ná vopnum sínum á nýjan leik.

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None