Væntanlegur forsetaframbjóðandi dæmdur í annað sinn

Alexei Navalny, stjórnarandstöðuleiðtogi í Rússlandi, var í gær dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi í annað sinn í sama máli. Navalny ætlar að bjóða sig fram til forseta árið 2018 sama hvað.

russia-politics-justice-navalny-verdict_16597820316_o.jpg
Auglýsing

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var í gær dæmdur sekur um fjárdrátt og dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi. 

Ef dómurinn stendur þýðir það að Navalny getur ekki boðið sig fram til forseta Rússlands árið 2018, eins og hann hafði áformað. Hann hefur hins vegar heitið því að áfrýja og halda áfram sama hvað gerist í réttarsalnum. Hann sagði greinilegt að dómurinn yfir honum væru skilaboð frá stjórnvöldum í Kreml um að hann, fólkið í kringum hann og þeir Rússar sem eru sammála honum séu talin of hættuleg til að hægt sé að hleypa honum í kosningabaráttuna. „Þessum dómi verður snúið. Ég er í fullum rétti samkvæmt stjórnarskránni að taka þátt í kosningum, og ég mun gera það. Ég mun halda áfram að vera fulltrúi hagsmuna fólks sem vill að Rússland verði venjulegt, heiðarlegt, ekki spillt ríki,“ sagði hann í réttarsalnum í gær. 

Réttarhöldin eru af mörgum talin tilraun til þess eins að þagga niður í Navalny og koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann er dæmdur í málinu. Navalny er sakaður um að hafa skipulagt stuld á miklu magni af timbri frá ríkisreknu fyrirtæki, KirovLes. Frá því að rannsókn á málinu hófst í lok árs 2011 var henni margoft hætt vegna skorts á sönnunargögnum, en svo tekið upp að nýju. Hann var fyrst sakfelldur árið 2013 í sama máli, og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eftir mikil mót­mæli var honum sleppt úr haldi innan við sól­ar­hring eftir að dómur var kveð­inn upp yfir hon­um. Honum var einnig leyft að bjóða sig fram til borg­ar­stjóra í Moskvu, á meðan áfrýjun á mál­inu var til með­ferðar fyrir dóm­stól­um. Hann tap­aði kosn­ing­un­um, eins og búist var við, en hlaut tæp­lega þrját­íu pró­sent atkvæða. Það telst stór­sigur fyrir stjórn­ar­and­stæð­ing. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll komst að þeirri nið­ur­stöðu að Navalny væri sekur en dóm­ur­inn yfir honum var skil­orðs­bund­inn. 

Auglýsing

Málið var tekið fyrir aftur eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við málsmeðferðina í fyrra. Lögmaður Navalny sagði við blaðamenn í gær að dómurinn í gær hefði ekki gert neitt til að svara gagnrýni mannréttindadómstólsins. Niðurstaðan hafi byggt á sömu sönnunargögnum og síðast og sami dómur kveðinn upp. Navalny birti dóminn frá því fyrir þremur árum síðan í gær í bútum á Twitter til að sýna fram á að niðurstaðan væri nákvæmlega sú sama, orð fyrir orð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None