Átta ríkustu menn heims eiga meira en helmingur jarðarbúa

Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.
Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.
Auglýsing

Átta rík­ustu ein­stak­lingar heims­ins eiga meiri pen­inga­leg verð­mæti en helm­ingur jarð­ar­búa sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu góð­gerð­ar­sam­tak­anna Oxfam, sem árlega greinir skipt­ingu auðs í heim­inum og kynnir nið­ur­stöður sínar á fundi World Economic Forum í Davos í Svis­s. 

Skýrslan miðar við eigna­stöð­una eins og hún var í lok árs 2015. Átta rík­ustu ein­stak­lingar heims­ins voru þá Bill Gates, stofn­andi Microsoft, Amnacio Ortega, stofn­andi Zara, War­ren Buf­fett, fjár­festir og for­stjóri Berks­hire Hat­haway, Car­los Slim, eig­andi fjar­skipt­ar­is­ans Grupo Car­so, Jeff Bezos, for­stjóri og stofn­andi Amazon, Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, Larry Elli­son, for­stjóri Oracle, og Mich­ael Bloomberg, stofn­andi og eig­andi Bloomberg. Sex af átta rík­ustu mönnum heims eru búsettir í Banda­ríkj­un­um, og þar af eru tveir nágrannar og búsettir við sama vatn­ið, Lake Was­hington á Seattle svæð­inu, þeir Bill Gates og Jeff Bezos. Eigna­staða þeirra tveggja hefur reyndar breyst mikið frá því árið 2015, og þá sér­stak­lega Bezos. Hann er nú met­inn á tæp­lega 70 millj­arða Banda­ríkja­dala en ekki 45 millj­arða eins og segir í skýrslu Oxfa­m. 

Eignir þess­ara átta ein­stak­linga eru sam­tals á við eignir 3,6 millj­arða manna á jörð­inni.

Auglýsing

Í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBC segir breski hag­fræð­ing­ur­inn Ger­ard Lyons að það gefi ekki alltaf rétt mynd af stöðu mála, að ein­blína á þennan mikla mun þegar kemur að ríki­dæmi ein­stak­linga. 

Til dæmis hafi mik­ill árangur náðst í bar­átt­unni við fátækt í heim­inum á und­an­förnum árum, og hafi sjaldan eða aldrei færri búið við sára fátækt í heim­inum eins og nú. 

Bill Gates og War­ren Buf­fett hafa báðir ákveðið að gefa meira en 95 pró­sent af eignum sínum til góð­gerð­ar­starfs.

Hins vegar sé það rétt að draga fram mikla mis­skipt­ingu auðs, þar sem það nýt­ist í umræðum um við­skipta­módel fyr­ir­tækja og hvort þau séu fyrst og fremst að nýt­ast æðstu stjórn­endum og hlut­höfum frekar en starfs­fólki. Þetta sé eitt­hvað sem þurfi sífellt að ræða um að meta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None