Umboðsmaður Alþingis skoðar upplýsingagjöf úr stjórnsýslunni

7DM_4446_raw_1652.JPG
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis telur ekki til­efni til að taka til athug­unar hvort Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi brotið gegn siða­reglum ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um eignir Íslend­inga í aflands­fé­lögum fyrr en raun bar vitni. Ástæðan er fyrst og fremst að Bjarni hefur við­ur­kennt að það hafi verið mis­tök af hans hálfu að birta ekki skýrsl­una mun fyrr en gert var. 

Umboðs­maður hefur engu að síður unnið að frum­kvæð­is­at­hugun á upp­lýs­inga­gjöf stjórn­sýsl­unn­ar, og ætlar að skila nið­ur­stöðum í síð­asta lagi í mars næst­kom­andi. Hann er að skoða með almennum hætti þær skyldur og heim­ildir sem sjtórn­völd hafa til að veita almenn­ingi, og þá fjöl­miðlum og kjörnum full­trúum fyrir hönd almenn­ings, aðgang að upp­lýs­ingum og gögn­um. Hann hefur óskað eftir ýmsum upp­lýs­ingum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu um til­tekin atriði vegna þess. 

Þetta kemur fram í tveimur bréfum Tryggva Gunn­ars­son­ar, umboðs­manns Alþing­is, ann­ars vegar til Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns VG, sem óskaði eftir því við umboðs­mann að hann skoð­aði mál­ið, og hins vegar til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Ætlar að taka út upp­lýs­inga­gjöf almennt

Umboðs­maður segir hins vegar einnig í bréf­inu að hann hafi á und­an­förnum árum stað­næmst við ýmis til­vik sem hann hafi rek­ist á í starfi sínu og í frá­sögnum fjöl­miðla þar sem tregðu hefur gætt af hálfu fyr­ir­svars­manna í stjórn­sýsl­unni, þar með talið ráð­herra, að veita upp­lýs­ingar um ein­stök mál eða gögn sem safnað hefur verið hjá þeim. „Einkum hefur þetta lotið að beiðnum fjöl­miðla um aðgang að slíkum gögnum og einnig eru dæmi um að kjörnir full­trúar bæði á Alþingi og í sveit­ar­stjórnum hafi átt í erf­ið­leikum með að fá slíkan aðgang.“ Hann segir að enn sé þörf á því að umboðs­maður Alþingis dragi fram hvaða skyldur hvíli á stjórn­völdum þegar kemur að upp­lýs­inga­gjöf, og að umboðs­maður lýsi við­horfi sínu til þess hvernig eigi að túlka ákæði laga og reglna sem fjalla um þessi mál. „Þá ekki síst með til­liti til þess fyr­ir­vars almanna­hags­muna sem stjórn­völd fara með og þátttöku almenn­ings í umræðu um þau  mál og stefnu­mörk­un.“ 

Umboðs­maður Alþingis hefur óskað eftir því að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið afhendi honum afrit af skip­un­ar­bréfi starfs­hóps­ins um eignir Íslend­inga í aflands­fé­lög­um, skila­bréfi hóps­ins eða öðrum gögnum sem segja til um hvenær skýrsl­unni var skilað til ráðu­neyt­is­ins og hún komin í birt­ing­ar­hæft form. Hann óskar jafn­framt eftir upp­lýs­ingum um það hvort skýrslan hafi verið kynnt í rík­is­stjórn, og þá hvenær. Hann óskar einnig eftir afritum af erindum fjöl­miðla vegna skýrsl­unnar og svörum við þeim erind­um. Að lokum óskar umboðs­maður eftir upp­lýs­ingum um það hvað réði því að skýrslan var birt þann 6. jan­úar síð­ast­lið­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None