Umboðsmaður Alþingis skoðar upplýsingagjöf úr stjórnsýslunni

7DM_4446_raw_1652.JPG
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis telur ekki til­efni til að taka til athug­unar hvort Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi brotið gegn siða­reglum ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um eignir Íslend­inga í aflands­fé­lögum fyrr en raun bar vitni. Ástæðan er fyrst og fremst að Bjarni hefur við­ur­kennt að það hafi verið mis­tök af hans hálfu að birta ekki skýrsl­una mun fyrr en gert var. 

Umboðs­maður hefur engu að síður unnið að frum­kvæð­is­at­hugun á upp­lýs­inga­gjöf stjórn­sýsl­unn­ar, og ætlar að skila nið­ur­stöðum í síð­asta lagi í mars næst­kom­andi. Hann er að skoða með almennum hætti þær skyldur og heim­ildir sem sjtórn­völd hafa til að veita almenn­ingi, og þá fjöl­miðlum og kjörnum full­trúum fyrir hönd almenn­ings, aðgang að upp­lýs­ingum og gögn­um. Hann hefur óskað eftir ýmsum upp­lýs­ingum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu um til­tekin atriði vegna þess. 

Þetta kemur fram í tveimur bréfum Tryggva Gunn­ars­son­ar, umboðs­manns Alþing­is, ann­ars vegar til Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns VG, sem óskaði eftir því við umboðs­mann að hann skoð­aði mál­ið, og hins vegar til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Ætlar að taka út upp­lýs­inga­gjöf almennt

Umboðs­maður segir hins vegar einnig í bréf­inu að hann hafi á und­an­förnum árum stað­næmst við ýmis til­vik sem hann hafi rek­ist á í starfi sínu og í frá­sögnum fjöl­miðla þar sem tregðu hefur gætt af hálfu fyr­ir­svars­manna í stjórn­sýsl­unni, þar með talið ráð­herra, að veita upp­lýs­ingar um ein­stök mál eða gögn sem safnað hefur verið hjá þeim. „Einkum hefur þetta lotið að beiðnum fjöl­miðla um aðgang að slíkum gögnum og einnig eru dæmi um að kjörnir full­trúar bæði á Alþingi og í sveit­ar­stjórnum hafi átt í erf­ið­leikum með að fá slíkan aðgang.“ Hann segir að enn sé þörf á því að umboðs­maður Alþingis dragi fram hvaða skyldur hvíli á stjórn­völdum þegar kemur að upp­lýs­inga­gjöf, og að umboðs­maður lýsi við­horfi sínu til þess hvernig eigi að túlka ákæði laga og reglna sem fjalla um þessi mál. „Þá ekki síst með til­liti til þess fyr­ir­vars almanna­hags­muna sem stjórn­völd fara með og þátttöku almenn­ings í umræðu um þau  mál og stefnu­mörk­un.“ 

Umboðs­maður Alþingis hefur óskað eftir því að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið afhendi honum afrit af skip­un­ar­bréfi starfs­hóps­ins um eignir Íslend­inga í aflands­fé­lög­um, skila­bréfi hóps­ins eða öðrum gögnum sem segja til um hvenær skýrsl­unni var skilað til ráðu­neyt­is­ins og hún komin í birt­ing­ar­hæft form. Hann óskar jafn­framt eftir upp­lýs­ingum um það hvort skýrslan hafi verið kynnt í rík­is­stjórn, og þá hvenær. Hann óskar einnig eftir afritum af erindum fjöl­miðla vegna skýrsl­unnar og svörum við þeim erind­um. Að lokum óskar umboðs­maður eftir upp­lýs­ingum um það hvað réði því að skýrslan var birt þann 6. jan­úar síð­ast­lið­inn. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None