Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur ráðið Ólaf E. Jóhannsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur þegar hafið störf.
I frétt frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að Ólafir komi úr úr atvinnulífinu til starfa í ráðuneytinu en undanfarin ár hefur hann verið forstöðumaður sölu- og samskiptasviðs hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International. Áður hefur hann starfað sem verkefnisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur á sviði umsýslu- og almannatengsla og sinnti þar m.a. samskiptum við sveitarfélög.
„Bakgrunnur Ólafs er jafnframt úr fjölmiðlum og almannatengslum og hefur hann rekið eigin starfsemi á því sviði fyrir ýmis fyrirtæki og samtök. Einnig starfaði hann sem fréttamaður hjá RÚV Sjónvarpi, Stöð 2 og Morgunblaðinu. Hann stundaði nám við lagadeild HÍ og á að baki margvísleg störf að félagsmálum,“ segir enn fremur í fréttinni.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, tilkynnti í gær að hún hefði ráðið Laufeyju Rún Ketilsdóttir sem aðstoðarmann sinn. Laufey er lögfræðingur, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna og hefur starfað á Morgunblaðinu frá árinu 2014.