Alls segjast 81,3 prósent landsmanna vera ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Ánægja með störf forseta landsins hefur aldrei mælst svo mikil í könnunum fyrirtækisins frá því að það hóf að mæla ánægju með störf hans í mars 2011. Einungis 3,8 prósent segjast vera óánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar.
Stuðningsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru óánægðari með störf Guðna Th. en stuðningsmenn annarra flokka.
MMR mældi síðast ánægju með störf forseta í byrjun september. Þá mældist ánægja með Guðna Th. 68,6 prósent, sem var mesta ánægja sem mælst hafði á þeim tíma. Síðan hefur bæst verulega í þann hóp sem er ánægður með störf sitjandi forseta. Guðni Th. tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.
Könnun MMR var framkvæmd dagana 3. til 10. janúar 2016 og var heildarfjöldi svarenda 954 einstaklingar, 18 ára og eldri.