Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB á leiðinni

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin skoðar það mjög alvar­lega að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu  á kom­andi þingi um að fram skuli fara þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­hald við­ræðna Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Þetta segir Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við DV.

Logi segir hugs­an­legt að fram­lagn­ing slíkrar til­lögu sé til þess að knýja þing­menn stjórn­ar­flokk­anna til að sýna hug sinn gagn­vart mál­inu. „Þetta mál verður samt tekið á dag­skrá og örugg­lega með öðrum hætti en um er rætt í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er mál sem allir flokkar ættu auð­vitað að vera sam­mála um. Það voru allir flokkar búnir að lofa því meira og minna fyrir kosn­ingar að þjóðin ætti að fá að ráða þessu. Það er lang­heið­ar­leg­ast.“

Tveir af þeim þremur flokkum sem sitja nú í rík­is­stjórn – Við­reisn og Björt fram­tíð – eru fylgj­andi því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið og lögðu mikla áherslu á að kosið yrði um aðild­ar­við­ræð­urnar í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Við­reisn var raunar stofnuð upp úr óánægju innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins með þá ákvörðun rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sat í, að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka í febr­úar 2014. Evr­ópu­sinn­aðir sjálf­stæð­is­menn töldu Bjarna Bene­dikts­son, for­mann flokks­ins, hafa svikið kosn­inga­lof­orð með því að draga umsókn­ina til baka án þess að farið hefði fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort það ætti að gera það. Bjarni sagði sjálfur að það hefði verið „póli­tískur ómögu­leiki“ fyrir rík­is­stjórn­ina að halda umsókn­ar­ferl­inu áfram í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­ar­flokka hafi verið and­vígir aðild.

Auglýsing

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar eru Evr­ópu­málin afgreidd með þeim hætti að Alþingi muni taka afstöðu til þess hvort kosið verði eður ei um áfram­hald­andi við­ræð­ur. Þar segir enn fremur að „stjórn­ar­flokk­arnir [eru] sam­mála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjör­tíma­bils­ins. Stjórn­ar­flokk­arnir kunna að hafa ólíka afstöðu til máls­ins og virða það hver við ann­an.“

Það er því stað­fest í stjórn­ar­sátt­mála að allir flokk­arnir þrír eru sam­mála um að geyma atkvæða­greiðslu um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­við­ræður að Evr­ópu­sam­band­inu til loka kjör­tíma­bils­ins, jafn­vel þótt hún myndi verða lögð fram á fyrsta starfs­degi Alþingis þann 24. jan­ú­ar.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði í útvarps­þætt­inum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan að hann reikni ekki með að styðja þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu sem yrði lögð fram fyrr, því hann líti svo á að hann hafi skuld­bundið sig til að styðja rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfið og þá mála­miðlun sem náð var.

Nýja rík­is­stjórn­in, sem var mynduð fyrr í þessum mán­uði, fékk sína fyrstu ánægju­mæl­ingu í könnun sem Mask­ína birti í gær. Þar kom í ljós að um 25 pró­sent aðspurðra er ánægður með hana og ein­ungis um þriðji hver kjós­andi Bjartrar fram­tíðar er ánægð­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None