Þrír stjórnarmenn og nokkrir lykilstarfsmenn Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags utan um eftirstanfandi eignir slitabús Glitnis, hafa þegar tryggt sér á bilinu 875 til 1.525 milljónir króna í bónusgreiðslur. Þann 19. janúar innti Glitnir af hendi um 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda sem varð til þess að virkja umfangsmikið bónuskerfi sem var samþykkt á hluthafafundi félagsins í fyrravor. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag.
Þar segir einnig að fyrrverandi meðlimir slitastjórnar Glitnis, þau Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, hafi nýverið fengið 640 milljóna króna eingreiðslu gegn því að skaðleysissjóður upp á 68 milljónir evra var lagður niður. Örfáir eftirstandandi stjórnendur félagsins eiga rétt á háum bónusgreiðslum samkvæmt bónuskerfinu.