Bændur í Bandaríkjunum ósáttir við TPP-lokun Trumps

Landbúnaður í Bandaríkjunum á mikið undir því að koma vörum á markað erlendis, ekki síst í Asíu, þar sem vöxtur hefur verið mikill. Með því að fara út úr TPP viðræðunum svonefndu er stöðu landbúnaðar í Bandaríkjunum ógnað.

Trump
Auglýsing

Hags­muna­sam­tök bænda í Banda­ríkj­unum eru ósátt við að Don­ald J. Trump hafi þegar ákveðið að draga Banda­ríkin út úr TPP-­samn­ing­ar­við­ræð­unum svo­nefndu, en mark­miðið með þeim er að styrkja verslun og við­skipti á risa­vöxnu svæði í heim­in­um, sem teygir sig til Amer­íku, Asíu og Ástr­al­íu. 

Ron Kirk, sem var yfir frí­versl­un­ar­samn­ingum Banda­ríkja­stjórnar á árunum 2009 til 2013, segir að ákvörðun Trumps sé mikið áfall fyrir land­búnað í Banda­ríkj­unum og að hún muni hafa afleið­ing­ar. Störf muni tap­ast og sam­keppn­is­skil­yrði mat­væla­fyr­ir­tækja í land­inu versna. „Ég skil ekki hver er hugs­unin að baki þess­ari ákvörð­un,“ segir í Kirk í við­tali við CNBC

Stærstu land­bún­að­ar­ríki Banda­ríkj­anna eru meðal ann­ars Ind­íana, Ohio og Nebr­aska.Samn­ing­ur­inn hefur ekki ennþá verið klár­aður en hefur verið í vinnslu árum sam­an. Bloomberg greindi frá því í gær að stjórn­völd í Kína væru ánægð með ákvörðun Banda­ríkj­anna þar sem sam­keppn­is­staða Kína gæti styrkst. 

Auglýsing

Miklir hags­munir eru undir í þessum samn­ingum enda svæðið mjög vax­andi. Meira en þriðj­ungur íbúa jarðar búa innan land­anna sem eiga aðild að samn­ing­un­um. Ásamt Banda­ríkj­unum hafa Ástr­al­ía, Bru­nei, Kana­da, Chile, Jap­an, Malasía, Mexíkó, Nýja Sjá­land, Perú, Singapúr og Víetna­m. 

Kína á ekki aðild að samn­ing­unum en í ljósi þess að Banda­ríkin ætla sér ekki að halda áfram í við­ræð­unum þá gætu Kín­verjar séð sér leik á borði, og styrkt stöðu sína á mark­aði enn frek­ar. Það sama má segja um Kanada en stjórn­völd þar hafa sagt að ástæðu­laust sé að hætta við­ræð­unum þrátt fyrir að Banda­ríkin ætli sér ekki áfram­hald­andi þátt­töku.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None