Forsætisráðherra: „Menntun er lykillinn að árangri“

Forsætisráðherra sendi fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur samúðarkveðju í stefnuræðu sinni. Hann talaði fyrir því að Íslandi stæði nú frammi fyrir tækifærum til að markað veginn til framtíðar með velgengni að leiðarljósi.

7DM_4241_raw_1621.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefnu­ræðu sinn í kvöld að rík­is­stjórn hans muni beita sér fyrir því að efla menntun og sam­keppn­is­hæfni Íslands til að búa í hag­inn fyrir ungu kyn­slóð­ina til fram­tíðar lit­ið. Þetta kom fram í stefnu­ræðu Bjarna á Alþingi í kvöld. „Til að ná þessum árangri og bæta sam­keppn­is­hæfni Íslands þurfum við að bæta mennt­un. Menntun er lyk­ill­inn að fram­tíð­inni. Hún gerir okkur kleift að skapa það hug­vit sem útflutn­ingur okkar bygg­ist á. Menntun gerir börnin okkar betur fær að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni en setur jafn­framt þá pressu á okkur að bjóða ungu kyn­slóð­inni sam­keppn­is­hæf lífs­kjör í alþjóða­væddum heimi. Menntun gerir okkur líka betur í stakk búin að takast á við tækni­breyt­ing­ar. Ný bylt­ing í atvinnu­háttum er framundan en við vitum ekki hvaða áhrif hún mun hafa á ein­stakar atvinnu­grein­ar. Eitt dæmi er sjálfa­kandi bíl­ar. Við vitum ekki hvort þeir muni leiða til fjölg­unar eða fækk­unar bíla. Menntun hjálpar okkur að takast á við hið óvænta og óþekkta þótt óljóst sé hvernig hún verði að lokum nýtt. Rík­is­stjórnin mun því beita sér fyrir því að öll skóla­stig verði efld. Það er fram­sýn­i,“ sagði Bjarni meðal ann­ar­s. 

Auka þarf verð­mæti

Hann sagði Ísland standa frammi fyrir miklum áskor­un­um, þar sem Ísland þurfi að tvö­falda útflutn­ings­verð­mæti á næstu fimmtán árum. „Við verðum að halda áfram og standa okkur í sam­keppni þjóð­anna. Við þurfum að tvö­falda verð­mæti útflutn­ings á næstu 15 árum. Hvernig gerum við það? Vara­samt er að treysta á að okkur tak­ist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjáv­ar­fangs eða málma.  Nær er að leggja áherslu á aukna verð­mæta­sköpun úr því sem við höfum úr að spila.   Og við verðum að byggja á hug­viti til að fram­leiða vörur og þjón­ustu í alþjóð­legri sam­keppni. Þar liggja sókn­ar­færi okkar til auk­ins útflutn­ings til fram­tíð­ar. Nýsköpun og þróun eru lyk­il­orð­in. Rík­is­stjórnin hyggst styðja mynd­ar­lega við rann­sóknir og þróun og hlut­verk sam­keppn­is­sjóða verður víkkað út til rann­sókna á sviði skap­andi greina.“

Auglýsing

Mesta ógnin

Bjarni nefndi sér­stak­lega hlýnun jarðar sem mestu ógn sem mann­kynið stæði frammi fyr­ir. Íslandi myndi leggja sitt af mörk­um. „Ein stærsta ógn sam­tím­ans er hlýnun jarðar af völdum gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Við þurfum að axla ábyrgð í sam­fé­lagi þjóð­anna. Svo aftur sé vitnað í Tómas: „En mörgum finnst hún dýr þessi hót­eld­völ, / þó deilt sé um hvort hót­elið sjálft muni græða. / En við, sem ferð­um­st, eigum ei ann­ars völ. / Það er ekki um fleiri gisti­staði að ræða.“ Í aðgerð­ar­á­ætlun í tengslum við Par­ís­ar­sam­komu­lagið hyggst rík­is­stjórnin setja græna hvata og hvetja til skóg­rækt­ar, land­græðslu og orku­skipta í sam­göng­um. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er kveðið á um að ekki verði efnt til nýrra íviln­andi fjár­fest­ing­ar­samn­inga vegna meng­andi stór­iðju,“ sagði Bjarni í ræðu sinn­i. 

Í lok ræð­unnar sagði hann að mark­miðið væri byggja Ísland upp sem fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lag, þar sem allir skoð­anir væru virt­ar. Hann árétt­aði að rík­is­stjórnin ætl­aði sér að auð­velda inn­flytj­endum að koma sér fyrir í íslensku sam­fé­lagi og leggja sitt af mörk­um. „Sam­fé­lag þar sem mann­rétt­indi, jöfn tæki­færi, fjöl­breytni, frelsi og ábyrgð ásamt virð­ingu fyrir ólíkum lífs­skoð­unum mynda sterkan grunn,“ sagði Bjarni.

Hann kom á fram­færi sam­úð­ar­kveðjum til fjöl­skyldu Birnu Brjáns­dótt­ur, sem fannst látin á dög­unum eftir hafa verið saknað í viku­tíma. Hann hrós­aði lög­reglu og björg­un­ar­sveit­um, og þjóð­inni fyrir sam­stöðu og styrk á erf­iðum tím­um.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None