Forsætisráðherra: „Menntun er lykillinn að árangri“

Forsætisráðherra sendi fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur samúðarkveðju í stefnuræðu sinni. Hann talaði fyrir því að Íslandi stæði nú frammi fyrir tækifærum til að markað veginn til framtíðar með velgengni að leiðarljósi.

7DM_4241_raw_1621.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefnu­ræðu sinn í kvöld að rík­is­stjórn hans muni beita sér fyrir því að efla menntun og sam­keppn­is­hæfni Íslands til að búa í hag­inn fyrir ungu kyn­slóð­ina til fram­tíðar lit­ið. Þetta kom fram í stefnu­ræðu Bjarna á Alþingi í kvöld. „Til að ná þessum árangri og bæta sam­keppn­is­hæfni Íslands þurfum við að bæta mennt­un. Menntun er lyk­ill­inn að fram­tíð­inni. Hún gerir okkur kleift að skapa það hug­vit sem útflutn­ingur okkar bygg­ist á. Menntun gerir börnin okkar betur fær að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni en setur jafn­framt þá pressu á okkur að bjóða ungu kyn­slóð­inni sam­keppn­is­hæf lífs­kjör í alþjóða­væddum heimi. Menntun gerir okkur líka betur í stakk búin að takast á við tækni­breyt­ing­ar. Ný bylt­ing í atvinnu­háttum er framundan en við vitum ekki hvaða áhrif hún mun hafa á ein­stakar atvinnu­grein­ar. Eitt dæmi er sjálfa­kandi bíl­ar. Við vitum ekki hvort þeir muni leiða til fjölg­unar eða fækk­unar bíla. Menntun hjálpar okkur að takast á við hið óvænta og óþekkta þótt óljóst sé hvernig hún verði að lokum nýtt. Rík­is­stjórnin mun því beita sér fyrir því að öll skóla­stig verði efld. Það er fram­sýn­i,“ sagði Bjarni meðal ann­ar­s. 

Auka þarf verð­mæti

Hann sagði Ísland standa frammi fyrir miklum áskor­un­um, þar sem Ísland þurfi að tvö­falda útflutn­ings­verð­mæti á næstu fimmtán árum. „Við verðum að halda áfram og standa okkur í sam­keppni þjóð­anna. Við þurfum að tvö­falda verð­mæti útflutn­ings á næstu 15 árum. Hvernig gerum við það? Vara­samt er að treysta á að okkur tak­ist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjáv­ar­fangs eða málma.  Nær er að leggja áherslu á aukna verð­mæta­sköpun úr því sem við höfum úr að spila.   Og við verðum að byggja á hug­viti til að fram­leiða vörur og þjón­ustu í alþjóð­legri sam­keppni. Þar liggja sókn­ar­færi okkar til auk­ins útflutn­ings til fram­tíð­ar. Nýsköpun og þróun eru lyk­il­orð­in. Rík­is­stjórnin hyggst styðja mynd­ar­lega við rann­sóknir og þróun og hlut­verk sam­keppn­is­sjóða verður víkkað út til rann­sókna á sviði skap­andi greina.“

Auglýsing

Mesta ógnin

Bjarni nefndi sér­stak­lega hlýnun jarðar sem mestu ógn sem mann­kynið stæði frammi fyr­ir. Íslandi myndi leggja sitt af mörk­um. „Ein stærsta ógn sam­tím­ans er hlýnun jarðar af völdum gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Við þurfum að axla ábyrgð í sam­fé­lagi þjóð­anna. Svo aftur sé vitnað í Tómas: „En mörgum finnst hún dýr þessi hót­eld­völ, / þó deilt sé um hvort hót­elið sjálft muni græða. / En við, sem ferð­um­st, eigum ei ann­ars völ. / Það er ekki um fleiri gisti­staði að ræða.“ Í aðgerð­ar­á­ætlun í tengslum við Par­ís­ar­sam­komu­lagið hyggst rík­is­stjórnin setja græna hvata og hvetja til skóg­rækt­ar, land­græðslu og orku­skipta í sam­göng­um. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er kveðið á um að ekki verði efnt til nýrra íviln­andi fjár­fest­ing­ar­samn­inga vegna meng­andi stór­iðju,“ sagði Bjarni í ræðu sinn­i. 

Í lok ræð­unnar sagði hann að mark­miðið væri byggja Ísland upp sem fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lag, þar sem allir skoð­anir væru virt­ar. Hann árétt­aði að rík­is­stjórnin ætl­aði sér að auð­velda inn­flytj­endum að koma sér fyrir í íslensku sam­fé­lagi og leggja sitt af mörk­um. „Sam­fé­lag þar sem mann­rétt­indi, jöfn tæki­færi, fjöl­breytni, frelsi og ábyrgð ásamt virð­ingu fyrir ólíkum lífs­skoð­unum mynda sterkan grunn,“ sagði Bjarni.

Hann kom á fram­færi sam­úð­ar­kveðjum til fjöl­skyldu Birnu Brjáns­dótt­ur, sem fannst látin á dög­unum eftir hafa verið saknað í viku­tíma. Hann hrós­aði lög­reglu og björg­un­ar­sveit­um, og þjóð­inni fyrir sam­stöðu og styrk á erf­iðum tím­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None