Borgarráð hafnaði því á fundi sínum í dag að ganga til viðræðna við bandaríska fjárfesta um sölu á Hellisheiðarvirkjun. Frá þessu greinir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Facebook-síðu sinni.
Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að einkahlutafélag hefði í tvígang gert tilboð í virkjunina. Orkuveitan hefur áður hafnað tilboðinu og borgarstjóri sagði að hvorki virkjunin né Orkuveitan væri til sölu.
Það var einkahlutafélagið MJDB sem bauð í virkjunina. Orkuveita Reykjavíkur hafnaði tilboði félagsins í síðasta mánuði og í kjölfarð var eigendum Orkuveitunnar tilboð í hluti þeirra í Orkuveitunni, en eigendurnir eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.
Auglýsing