Páll Magnússon
Auglýsing

Próf­kjörs­bar­átta Páls Magn­ús­son­ar, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, kost­aði ríf­lega 3,4 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í upp­gjöri sem Páll hefur skilað Rík­is­end­ur­skoð­un, en hann er fimmt­ándi fram­bjóð­andi flokks­ins sem skilar slíku upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Fram­boð Páls var það dýrasta af þeim sem skilað hafa upp­lýs­ing­um, en næst á eftir honum voru Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem bæði vörðu um 2,9 millj­ónum króna í sín fram­boð. 

Páll lagði sjálfur fram tæp­lega 570 þús­und krónur í fram­boð­ið, og hann fékk fram­lög frá tíu ein­stak­lingum upp á 640 þús­und til við­bót­ar. Þá fékk hann fram­lög frá tólf fyr­ir­tækjum upp á 2.225.000 krón­ur. Hæsta fram­lagið kom frá Brekku­húsum ehf., 400 þús­und, en önnur fram­lög voru frá Dal­borg, End­ur­skoðun og ráð­gjöf, Fastus, Faxa, Fram­herja, Gunn­ari Leifs­syni ehf., ISAM, Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, Siglu, Skipa­lyft­unni og Vinnslu­stöð­inn­i. 

Auglýsing

Níu vörðu yfir millj­ón 

Níu fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vörðu yfir milljón í próf­kjörs­bar­átt­una í haust, sam­kvæmt upp­gjör­unum til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sem fyrr segir vörðu þau Páll, Áslaug Arna og Guð­laugur Þór mestu. Næstur þar á eftir kom Ásmundur Frið­riks­son, sem lenti í öðru sæti í próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­­ur­­kjör­­dæmi. Hann fékk fram­lög upp á tæp­­lega 2,7 millj­­ónir króna og fram­­boð hans kost­aði nán­­ast nákvæm­­lega það mik­ið. Hann fékk fjár­­fram­lög frá sex ein­stak­l­ingum upp á 265 þús­und krónur og svo 2,675 millj­­ónir frá 31 fyr­ir­tæki. 

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra og odd­viti Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­­ur­­kjör­­dæmi, var felld í próf­­kjör­inu þar og end­aði í fjórða sæti, sem hún þáði ekki. Hún varði tæpum tveimur millj­­ónum króna í fram­­boð sitt, fékk 585 þús­und sam­tals frá fimm ein­stak­l­ingum og 1,4 millj­­ónir frá þrettán fyr­ir­tækjum og lög­­að­il­u­m. 

Óli Björn Kára­­son lenti í þriðja sæti í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi. Fram­­boð hans kost­aði 1,5 millj­­ónir króna. 600 þús­und komu frá þremur fyr­ir­tækj­um, 30 þús­und frá tveimur ein­stak­l­ingum og stærstan hluta, 913 þús­und krón­­ur, komu frá honum sjálf­­um. 

Sig­ríður And­er­­sen lenti í fimmta sæti í sam­eig­in­­lega próf­­kjör­inu í Reykja­vík. Hennar fram­­boð kost­aði 1,55 millj­­ónir króna. Hún til­­­tekur ekki hversu margir ein­stak­l­ingar gáfu henni fram­lög, en þau námu 693 þús­und krón­­um. Fjögur fyr­ir­tæki gáfu henni sam­tals 850 þús­und krón­­ur, og hún sjálf lagði fram tæp­­lega 11 þús­und krón­­ur. 

Jón Gunn­­ar­s­­son lenti í öðru sæti í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og fram­­boð hans kost­aði 1,375 millj­­ónir króna. Eigin fram­lög hans námu 75 þús­und krón­um, hann fékk engin fram­lög frá ein­stak­l­ingum en 1,3 millj­­ónir króna frá sex fyr­ir­tækjum og lög­­að­il­u­m. 

Hildur Sverr­is­dóttir er fyrsti vara­­þing­­maður flokks­ins í Reykja­vík suð­­ur, en hún lenti í sjö­unda sæti í sam­eig­in­­lega próf­­kjör­inu í borg­inni. Fram­­boð hennar kost­aði 1,2 millj­­ónir króna en hún fékk um hund­rað þús­und krónum hærri fram­lög. Sjálf lagði hún fram 300 þús­und krónur og fékk 306 þús­und frá níu ein­stak­l­ing­­um. Hún fékk 700 þús­und frá fimm fyr­ir­tækj­u­m. 

Teitur Björn Ein­­ar­s­­son lenti í þriðja sæti í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, og fram­­boð hans kost­aði 984 þús­und krón­­ur. Tólf ein­stak­l­ingar gáfu honum 134 þús­und krónur og fjögur fyr­ir­tæki sam­tals 850 þús­und krón­­ur. 

Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dóttir lenti í öðru sæti í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, og hennar fram­­boð kost­aði 914 þús­und krón­­ur. Hún fékk 264 þús­und krónur frá 17 ein­stak­l­ingum og 650 þús­und krónur frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Bryn­­dís Har­alds­dóttir lenti í fimmta sæti í próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi en var færð upp í annað sæt­ið. Hún fékk fram­lög upp á 910 þús­und krónur og fram­­boð hennar kost­aði jafn­­­mik­ið. Hún lagði sjálf fram 130 þús­und krón­­ur, fékk 380 þús­und krónur frá fjórum ein­stak­l­ingum og 400 þús­und krónur frá þremur fyr­ir­tækj­u­m. 

Elín Hirst hlaut ekki braut­­ar­­gengi í próf­­kjör­inu í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi þrátt fyrir að hafa setið á þingi á síð­­asta kjör­­tíma­bili. Fram­­boð hennar kost­aði 979 þús­und krón­­ur, þar af lagði hún sjálf fram tæp­­lega 300 þús­und krón­­ur. Hún fékk fram­lag frá einum ein­stak­l­ingi upp á 50 þús­und krónur og 630 þús­und frá níu fyr­ir­tækjum og lög­­að­il­u­m. 

Vil­hjálmur Árna­­son lenti í þriðja sæti í Suð­­ur­­kjör­­dæmi og fram­­boð hans kost­aði 850 þús­und. Hann fékk 230 þús­und krónur frá þremur ein­stak­l­ingum og 620 þús­und krónur frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Karen Elísa­bet Hall­­dór­s­dóttir lenti í sjötta sæti í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi en fram­­boð hennar kost­aði 780 þús­und krón­­ur. Fram­lögin komu öll frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Tólf fram­bjóð­endur til við­bótar vörðu innan við 400 þús­und krónum í próf­kjörs­bar­átt­una og hafa skilað yfir­lýs­ingum þess efnis til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None