Páll Magnússon
Auglýsing

Próf­kjörs­bar­átta Páls Magn­ús­son­ar, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, kost­aði ríf­lega 3,4 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í upp­gjöri sem Páll hefur skilað Rík­is­end­ur­skoð­un, en hann er fimmt­ándi fram­bjóð­andi flokks­ins sem skilar slíku upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Fram­boð Páls var það dýrasta af þeim sem skilað hafa upp­lýs­ing­um, en næst á eftir honum voru Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem bæði vörðu um 2,9 millj­ónum króna í sín fram­boð. 

Páll lagði sjálfur fram tæp­lega 570 þús­und krónur í fram­boð­ið, og hann fékk fram­lög frá tíu ein­stak­lingum upp á 640 þús­und til við­bót­ar. Þá fékk hann fram­lög frá tólf fyr­ir­tækjum upp á 2.225.000 krón­ur. Hæsta fram­lagið kom frá Brekku­húsum ehf., 400 þús­und, en önnur fram­lög voru frá Dal­borg, End­ur­skoðun og ráð­gjöf, Fastus, Faxa, Fram­herja, Gunn­ari Leifs­syni ehf., ISAM, Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, Siglu, Skipa­lyft­unni og Vinnslu­stöð­inn­i. 

Auglýsing

Níu vörðu yfir millj­ón 

Níu fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vörðu yfir milljón í próf­kjörs­bar­átt­una í haust, sam­kvæmt upp­gjör­unum til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sem fyrr segir vörðu þau Páll, Áslaug Arna og Guð­laugur Þór mestu. Næstur þar á eftir kom Ásmundur Frið­riks­son, sem lenti í öðru sæti í próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­­ur­­kjör­­dæmi. Hann fékk fram­lög upp á tæp­­lega 2,7 millj­­ónir króna og fram­­boð hans kost­aði nán­­ast nákvæm­­lega það mik­ið. Hann fékk fjár­­fram­lög frá sex ein­stak­l­ingum upp á 265 þús­und krónur og svo 2,675 millj­­ónir frá 31 fyr­ir­tæki. 

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra og odd­viti Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­­ur­­kjör­­dæmi, var felld í próf­­kjör­inu þar og end­aði í fjórða sæti, sem hún þáði ekki. Hún varði tæpum tveimur millj­­ónum króna í fram­­boð sitt, fékk 585 þús­und sam­tals frá fimm ein­stak­l­ingum og 1,4 millj­­ónir frá þrettán fyr­ir­tækjum og lög­­að­il­u­m. 

Óli Björn Kára­­son lenti í þriðja sæti í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi. Fram­­boð hans kost­aði 1,5 millj­­ónir króna. 600 þús­und komu frá þremur fyr­ir­tækj­um, 30 þús­und frá tveimur ein­stak­l­ingum og stærstan hluta, 913 þús­und krón­­ur, komu frá honum sjálf­­um. 

Sig­ríður And­er­­sen lenti í fimmta sæti í sam­eig­in­­lega próf­­kjör­inu í Reykja­vík. Hennar fram­­boð kost­aði 1,55 millj­­ónir króna. Hún til­­­tekur ekki hversu margir ein­stak­l­ingar gáfu henni fram­lög, en þau námu 693 þús­und krón­­um. Fjögur fyr­ir­tæki gáfu henni sam­tals 850 þús­und krón­­ur, og hún sjálf lagði fram tæp­­lega 11 þús­und krón­­ur. 

Jón Gunn­­ar­s­­son lenti í öðru sæti í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og fram­­boð hans kost­aði 1,375 millj­­ónir króna. Eigin fram­lög hans námu 75 þús­und krón­um, hann fékk engin fram­lög frá ein­stak­l­ingum en 1,3 millj­­ónir króna frá sex fyr­ir­tækjum og lög­­að­il­u­m. 

Hildur Sverr­is­dóttir er fyrsti vara­­þing­­maður flokks­ins í Reykja­vík suð­­ur, en hún lenti í sjö­unda sæti í sam­eig­in­­lega próf­­kjör­inu í borg­inni. Fram­­boð hennar kost­aði 1,2 millj­­ónir króna en hún fékk um hund­rað þús­und krónum hærri fram­lög. Sjálf lagði hún fram 300 þús­und krónur og fékk 306 þús­und frá níu ein­stak­l­ing­­um. Hún fékk 700 þús­und frá fimm fyr­ir­tækj­u­m. 

Teitur Björn Ein­­ar­s­­son lenti í þriðja sæti í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, og fram­­boð hans kost­aði 984 þús­und krón­­ur. Tólf ein­stak­l­ingar gáfu honum 134 þús­und krónur og fjögur fyr­ir­tæki sam­tals 850 þús­und krón­­ur. 

Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dóttir lenti í öðru sæti í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, og hennar fram­­boð kost­aði 914 þús­und krón­­ur. Hún fékk 264 þús­und krónur frá 17 ein­stak­l­ingum og 650 þús­und krónur frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Bryn­­dís Har­alds­dóttir lenti í fimmta sæti í próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi en var færð upp í annað sæt­ið. Hún fékk fram­lög upp á 910 þús­und krónur og fram­­boð hennar kost­aði jafn­­­mik­ið. Hún lagði sjálf fram 130 þús­und krón­­ur, fékk 380 þús­und krónur frá fjórum ein­stak­l­ingum og 400 þús­und krónur frá þremur fyr­ir­tækj­u­m. 

Elín Hirst hlaut ekki braut­­ar­­gengi í próf­­kjör­inu í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi þrátt fyrir að hafa setið á þingi á síð­­asta kjör­­tíma­bili. Fram­­boð hennar kost­aði 979 þús­und krón­­ur, þar af lagði hún sjálf fram tæp­­lega 300 þús­und krón­­ur. Hún fékk fram­lag frá einum ein­stak­l­ingi upp á 50 þús­und krónur og 630 þús­und frá níu fyr­ir­tækjum og lög­­að­il­u­m. 

Vil­hjálmur Árna­­son lenti í þriðja sæti í Suð­­ur­­kjör­­dæmi og fram­­boð hans kost­aði 850 þús­und. Hann fékk 230 þús­und krónur frá þremur ein­stak­l­ingum og 620 þús­und krónur frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Karen Elísa­bet Hall­­dór­s­dóttir lenti í sjötta sæti í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi en fram­­boð hennar kost­aði 780 þús­und krón­­ur. Fram­lögin komu öll frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Tólf fram­bjóð­endur til við­bótar vörðu innan við 400 þús­und krónum í próf­kjörs­bar­átt­una og hafa skilað yfir­lýs­ingum þess efnis til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None