Forsætisnefnd lækkar greiðslur til þingmanna

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Ferðakostnaður og starfskostnaður þingmanna verður lækkaður um ríflega 100 þúsund krónur, sem samsvarar um 150 þúsund króna launalækkun fyrir skatt. Þetta var ákveðið á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun að tillögu Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis. 

Ferðakostnaður lækkar um 54 þús. kr. sem jafna má til um 100 þús. kr. í launagreiðslu, og starfskostnaður lækkar um 50 þús. kr.; samanlagt má jafna þessari lækkun við 150 þús. kr. fyrir skatt. Samkvæmt þessum breytingum eiga því greiðslur til þingmannna, þ.e. þingfararkaup og fastar mánaðarlegar greiðslur, að vera innan þeirrar launaþróunar  sem orðið hefur frá því að kjararáð hóf að úrskurða um þingfararkaup árið 2006,“ segir í tilkynningu frá Unni Brá. 

Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi fóru þess á leit við forsætisnefnd í desember síðastliðnum að hún endurskoðaði reglur um þingfararkostnað, það er starfstengdar greiðslur til þingmanna, sem eru fastar mánaðarlegar greiðslur. Þetta var gert í tengslum við gagnrýni sem kom fram á mikla hækkun á kjörum þingmanna, sem kjararáð ákvað á kjördag í lok október síðastliðnum. 

Auglýsing

Sam­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs voru laun for­­seta Íslands hækkuð í 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­ar­­kaup alþing­is­­manna fór í 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­sæt­is­ráð­herra að með­­­töldu þing­far­­ar­­kaupi eru nú 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­arra ráð­herra að með­­­töldu þing­far­­ar­­kaupi 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­lega 1,5 millj­­ónir en laun for­­seta voru tæpar 2,5 millj­­ón­­ir.

Laun þing­manna hækk­uðu hlut­falls­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­sent. Krónu­tölu­hækkun launa þeirra var 338.254 krón­ur. 

Á fundi forsætisnefndar Alþingis var einnig samþykkt að taka núverandi lög um þingfararkaup og þingfararkostnað til endurskoðunar, þar sem leiðarljósið verði einföldun og gagnsæi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None