Forsætisnefnd lækkar greiðslur til þingmanna

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Ferða­kostn­aður og starfs­kostn­aður þing­manna verður lækk­aður um ríf­lega 100 þús­und krón­ur, sem sam­svarar um 150 þús­und króna launa­lækkun fyrir skatt. Þetta var ákveðið á fundi for­sætis­nefndar Alþingis í morgun að til­lögu Unnar Brár Kon­ráðs­dótt­ur, for­seta Alþing­is. 

Ferða­kostn­aður lækkar um 54 þús. kr. sem jafna má til um 100 þús. kr. í launa­greiðslu, og starfs­kostn­aður lækkar um 50 þús. kr.; sam­an­lagt má jafna þess­ari lækkun við 150 þús. kr. fyrir skatt. Sam­kvæmt þessum breyt­ingum eiga því greiðslur til þing­mann­na, þ.e. þing­far­ar­kaup og fastar mán­að­ar­legar greiðsl­ur, að vera innan þeirrar launa­þró­un­ar  sem orðið hefur frá því að kjara­ráð hóf að úrskurða um þing­far­ar­kaup árið 2006,“ segir í til­kynn­ingu frá Unni Brá. 

For­menn stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi fóru þess á leit við for­sætis­nefnd í des­em­ber síð­ast­liðnum að hún end­ur­skoð­aði reglur um þing­far­ar­kostn­að, það er starfstengdar greiðslur til þing­manna, sem eru fastar mán­að­ar­legar greiðsl­ur. Þetta var gert í tengslum við gagn­rýni sem kom fram á mikla hækkun á kjörum þing­manna, sem kjara­ráð ákvað á kjör­dag í lok októ­ber síð­ast­liðn­um. 

Auglýsing

Sam­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs voru laun for­­­seta Íslands hækkuð í 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­ar­­­kaup alþing­is­­­manna fór í 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­töldu þing­far­­­ar­­­kaupi eru nú 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­arra ráð­herra að með­­­­­töldu þing­far­­­ar­­­kaupi 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­­lega 1,5 millj­­­ónir en laun for­­­seta voru tæpar 2,5 millj­­­ón­­­ir.

Laun þing­­manna hækk­­uðu hlut­­falls­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­sent. Krón­u­­tölu­hækkun launa þeirra var 338.254 krón­­ur. 

Á fundi for­sætis­nefndar Alþingis var einnig sam­þykkt að taka núver­andi lög um þing­far­ar­kaup og þing­far­ar­kostnað til end­ur­skoð­un­ar, þar sem leið­ar­ljósið verði ein­földun og gagn­sæ­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None