Fyrirtæki í Bandaríkjunum mótmæla harðlega banni Trumps

Tæknifyrirtæki, bankar og einstök ríki Bandaríkjanna eru æf yfir komubanni á fólk frá sjö ríkjum sem öll eru með múslima í meirihluta.

Donald Trump
Auglýsing

Banda­rískur efna­hagur á allt undir fjöl­breyti­leika og alþjóð­legu teng­ing­um. Þetta hefur glögg­lega sést und­an­farna daga eftir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fyrir skip­aði komu­bann á alla borg­ara frá sjö ríkjum heims­ins, Sýr­landi, Sómal­íu, Súd­an, Líb­íu, Írak, Íran og Jemen. Í öllum ríkj­unum er múslima­trú í meiri­hluta.

Mót­mæli og mál­sóknir

Ákvörð­unin hefur valdið gríð­ar­legum titr­ingi í Banda­ríkj­unum og á heims­vísu sömu­leið­is. Mót­mælt hefur verið á öllum stærstu flug­völlum Banda­ríkj­anna en fjöl­menn­ustu mót­mælin hafa verið á JFK flug­vell­inum í New York. 

Þar hafa auk þess lög­menn frá lög­manns­stofum í borg­inni unnið frítt að því að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir skaða vegna banns­ins ekki kom­ist inn í Banda­rík­in. 

Auglýsing

Þau fyr­ir­tæki sem hafa látið einna mest í sér heyra eru stærstu fyr­ir­tæki lands­ins, Goog­le, Microsoft, Amazon og Face­book ekki síst. Amazon og Microsoft hafa ákveðið að fara í mál við Don­ald Trump og styðja þannig ákvörðun heima­rík­is­ins fyr­ir­tækj­anna, Was­hington, í þeim efnum en það var fyrsta ríkið til að höfða mál vegna banns­ins og var það gert fyrir alrík­is­dóm­stóli í Seattle. Mál­sókn rík­is­ins og fyr­ir­tækj­anna byggir á því að bannið feli í sér brot gegn stjórn­ar­skrár­vörðum rétti fólks­ins sem sé mis­munað á grund­velli þjóð­ernis með ólög­legum hætti. Farið er fram á að úrskurður liggi fyrir innan fjórtán daga. 

Gengu út

Starfs­menn Goog­le, um tvö þús­und tals­ins, gerðu hlé á störfum sínum í gær og mót­mæltu bann­inu með tákn­rænum hætti, en Sundar Pichai, for­stjóri Goog­le, sagði bannið ná til um 200 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins. Hann mót­mælti því harð­lega en sagði að fyr­ir­tækið myndi styðja starfs­menn með öllum ráð­um. Fyr­ir­tækið hefur jafn­framt lagt um fjórar millj­ónir Banda­ríkja­dala, tæp­lega 500 millj­ónir króna, í sjóð sem mun aðstoða þá sem verða fyrir áhrifum af bann­in­u. 



Við­brögðin hafa verið svipuð hjá tugum ann­arra fyr­ir­tækja sem eru með starfs­menn frá þessum lönd­um. Microsoft setti strax saman lög­fræði­teymi sem vinnur fyrir fólk­ið, og ver hags­muni þess. Svip­aða sögu er að segja af Amazon, Gold­man Sachs, Bank of Amer­ica, JP Morgan og fleiri alþjóð­legum fyr­ir­tækjum í Banda­ríkj­un­um. Lloyd Blank­fein, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Gold­man Sachs, sendi starfs­mönnum pistil á hljóð­skrá á sunnu­dag­inn þar sem hann sagði bannið ekki í takt við gildi bank­ans og það ylli honum áhyggj­u­m. 

Mót­mælt við háskóla vítt og breitt

Bannið hefur mikil áhrif á starfs­fólk háskóla og nem­end­ur. Sam­kvæmt Quartz þá kemur bannið verst við meist­ara­nema en um 12.260 slíkir eru við nám í Banda­ríkj­unum frá lönd­unum sjö. Nem­endur í BA námi eru um 2.300 tals­ins og nem­endur sem eru á svo­nefndur OPT-Visa, sem þeir fá að lok­inni útskrift og veitir rétt til að dvelja í land­inu í eitt ár, eru 1.940 tals­ins.

Sam­tals hefur bannið áhrif á um 90 þús­und ein­stak­linga sem höfðu leyfði til að dvelj­ast í Banda­ríkj­un­um, fyrir utan síðan alla hina sem búa ekki í Banda­ríkj­un­um. Í umfjöllun Was­hington Post í gær kemur fram að stærsti hóp­ur­inn komi frá Íran eða um 42 þús­und manns. Bannið náði einnig til flótta­manna frá Sýr­land sem lokað var á. Meg­in­skýr­ing Trump að baki þess­ari ákvörðun hefur verið sú að þetta þurfi að gera af örygg­is­á­stæð­um, en þær eru meira en lítið umdeil­an­leg­ar. Þvert á móti hafa sumir sagt, þar á meðal John McCain, þing­maður Repúblikana, að bannið geti aukið á óör­yggi og skapað meiri hættu á hryðju­verk­um.

Trump segir bannið hafa reynst vel og neita með öllu að afnema það, en þó er það ekki jafn strangt nú og það var í fyrstu. Þeir sem hafa svo­nefnt grænt kort hafa heim­ild til þess að koma til lands­ins, en þannig var það ekki í fyrst­u. 

Trump rak í gær starf­andi dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Sally Yates, eftir að hún hafði efast um lög­mæti ákvörð­unar Trumps um að banna komu fólks frá lönd­unum sjö til lands­ins. Dana Boente hefur tekið við starf­inu tíma­bund­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None