Nýr samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skipaður

7DM_0432_raw_2104.JPG
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur end­ur­skipað í sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingua var sér­stak­lega horft til þess að auka vægi umhverf­is- og neyt­enda­sjón­ar­miða í hópn­um. 

Full­trúum hefur verið fjölgað úr tólf í þrett­án. Umhverf­is­ráð­herra til­nefndir einn full­trúa og Félag atvinnu­rek­enda einn, til við­bótar þeim sem þegar voru skip­aðir sam­kvæmt til­nefn­ingu. Þá hefur skipan þriggja full­trúa af fimm sem fyrri ráð­herra skip­aði án til­nefn­ingar verið aft­ur­köll­uð.  Í þeirra stað hefur ráð­herra skipað Bryn­hildi Pét­urs­dótt­ur, fyrr­ver­andi alþing­is­mann og starfs­mann Neyt­enda­sam­tak­anna og Svan­fríði Jón­as­dótt­ur, sem verður for­maður hóps­ins. Skipan Guð­rúnar Rósu Þór­steins­dótt­ur, sem átti að vera for­maður hóps­ins, Bjargar Bjarna­dóttur og Ögmundar Jón­as­son­ar, fyrr­ver­andi alþing­is­manns, hefur verið aft­ur­köll­uð. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að það sé mat ráð­herra „að mik­il­vægt sé að víð­tæk sam­vinna og sátt náist við breyt­ingar á búvöru­samn­ingi og búvöru­lög­um. Í stjórn­ar­sátt­mála segir m.a. „… að við þessar breyt­ingar verði lögð áhersla á hags­muni og val­frelsi neyt­enda og bænda. Áfram verði tryggð fram­leiðsla heil­næmra, inn­lendra afurða í umhverf­is­vænum og sam­keppn­is­hæfum land­bún­að­i.“  Breið aðkoma hags­muna­að­ila við end­ur­skoðun búvöru­samn­ings er því nauð­syn­leg. Er miðað við að end­ur­skoðun ljúki eigi síðar en árið 2019.“

Auglýsing

Skip­aði í hóp­inn eftir kosn­ingar

Gunnar Bragi Sveins­­son, frá­­far­andi ráð­herra mála­­flokks­ins, lauk upp­haf­lega við að skipa í sam­ráðs­hóp­inn 18. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn, þremur vikum eftir kosn­­ingar og mán­uði eftir að skipan hans átti upp­­haf­­lega að liggja fyr­ir­. Af þeim tólf full­­­trúum sem skip­aðir voru í hóp­inn voru átta full­­­trúar sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráðu­­­neytis eða Bænda­­­sam­­­taka Íslands, þeir sömu og gerðu búvöru­­samn­ing­anna í febr­­ú­­ar 2016 sem til stendur að end­­ur­­skoða. Laun­þeg­­­ar, atvinn­u­lífið og neyt­endur áttu sam­tals fjóra full­­­trú­a. 

Kjarn­inn greindi frá því 11. jan­úar síð­ast­lið­inn að Þor­gerður Katrín ætl­aði sér að end­ur­skipa í hóp­inn. 

Bænd­­ur hafa neit­un­­ar­­vald

Búvöru­­samn­ingar til tíu ára voru und­ir­­rit­aðir í febr­­úar 2016 og sam­­þykktir á Alþingi síð­­ast­liðið haust. Kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna þeirra er 13-14 millj­­arðar króna á ári.

Ein­ungis 19 þing­­­­­menn, eða 30 pró­­­­­sent allra þing­­­­­manna, greiddu atkvæði með búvöru­­­samn­ing­unum þegar þeir voru sam­­­­þykktir á Alþingi á í sept­­­em­ber. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir atkvæða­greiðsl­una sem mun móta eitt af lyk­il­­­­­kerfum íslensks sam­­­­­fé­lags, hið rík­­­­­is­­­­­styrkta land­­­­­bún­­­­­að­­­­­ar­­­­­kerfi, næsta ára­tug­inn.

Í lok ágúst lagði meiri­hluti atvinn­u­­­­­vega­­­­­nefndar fram breyt­ing­­­­­ar­til­lögur á samn­ing­un­­­­­um. Þegar þær voru kynntar var látið að því liggja að í til­­­­lög­unum væri skýrt kveðið á um end­­­­­ur­­­­­skoð­un­­­­­ar­á­­­­­kvæði innan þriggja ára. Engar frek­­­­ari breyt­ingar voru gerðar á lögum sem gera samn­ing­anna gild­andi eftir þær breyt­inga­til­lög­­­­ur. Ákvæðið um end­­­­ur­­­­skoðun samn­ing­anna er þó ekki mjög skýrt. Í áliti meiri­hluta­­­­nefndar atvinn­u­­­­vega­­­­nefndar sagði: „Meiri hlut­inn leggur áherslu á að við sam­­­­þykkt frum­varps­ins nú eru fyrstu þrjú ár samn­ing­anna stað­­­­fest og mörkuð fram­­­­tíð­­­­ar­­­­sýn til tíu ára. Meiri hlut­inn leggur til ákveðna aðferða­fræði fyrir end­­­­ur­­­­skoðun samn­ing­anna árið 2019 og skal ráð­herra þegar hefj­­­­ast handa við að end­­­­ur­­­­meta ákveðin atriði og nýtt fyr­ir­komu­lag gæti mög­u­­­­lega tekið gildi í árs­­­­byrjun 2020. Meiri hlut­inn leggur til að end­­­­ur­­­­skoð­unin bygg­ist á aðferða­fræði sem feli í sér víð­tæka sam­still­ingu um land­­­­bún­­­­að­inn, atkvæða­greiðslu um end­­­­ur­­­­skoð­aða samn­inga meðal bænda og afgreiðslu Alþingis á laga­breyt­ingum sem sú end­­­­ur­­­­skoðun kann að kalla á.“

Í breyt­ing­­­­ar­til­lög­unni sjálfri sagði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs- og land­­­­bún­­­­að­­­­ar­ráð­herra skipa sam­ráðs­hóp um end­­­­ur­­­­skoðun búvöru­­­­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurða­­­­stöðva, atvinn­u­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­­­­ur­­­­skoð­un­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­­­­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­­­­spurn til sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs- og land­­­­bún­­­­að­­­­ar­ráðu­­­­neyt­is­ins um hvort að það bæri að skilja lögin þannig að bændur myndu alltaf fá að kjósa um þá end­­­­ur­­­­skoðun sem muni eiga sér stað eigi síður en árið 2019. Svar ráðu­­­­neyt­is­ins var já.

Þegar spurt var hvað myndi ger­­­­ast ef bændur myndu hafna þeirri end­­­­ur­­­­skoðun í atkvæða­greiðslu var svar­ið: „Ef bændur hafna þeim breyt­ingum sem hugs­an­­­­lega verða gerðar við end­­­­ur­­­­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­­­­ari samn­inga.“

Mikil áhersla lögð á að fá sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyti

Björt fram­­tíð greiddi ein stjórn­­­mála­­flokka í heild sinni atkvæði gegn samn­ing­un­­um. Í stjórn­­­ar­sátt­­mála nýrrar rík­­is­­stjórnar eru engar koll­­steypur í land­­bún­­aði. Þar segir að end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­ings verði grunnur að nýja sam­komu­lagi við bænd­­ur, sem miðað er við að ljúki eigi síðar en árið 2019.

Í sátt­­mál­­anum segir að af hálfu stjórn­­­valda verði „hvatt til að vægi almenn­­ari stuðn­­ings verði auk­ið, svo sem til jarð­­rækt­­­ar, fjár­­­fest­ing­­ar, nýsköp­un­­ar, umhverf­is­verndar og nýlið­un­­ar, en dregið úr sér­­tækum búgreina­­styrkj­­um. End­­ur­­skoða þarf ráð­­stöfun inn­­­flutn­ings­kvóta og greina for­­sendur fyrir frá­­vikum frá sam­keppn­is­lögum fyrir mjólk­ur­­iðn­­að­inn og gera við­eig­andi breyt­ing­­ar.“

Við­reisn lagði hins vegar mikla áherslu á að fá sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neytið til að geta komið á breyt­ingum á þeim mála­­flokk­um, þótt engar tíma­­settar eða útfærðar breyt­ingar séu í stjórn­­­ar­sátt­­mála. End­­ur­­skipun starfs­hóps um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga er fyrsta skrefið í þá átt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None