Bandaríska dómsmálaráðuneytið er búið að áfrýja bráðabirgðabanni alríkisdómstóls í Washingtonríki gegn tímabundnu ferðabanni íbúa sjö landa til Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld felldu tilskipunina úr gildi í gær, eftir að hafa metið áhrifin af niðurstöðu dómstólsins í Washington.
Áfrýjunardómstóllinn hefur hins vegar strax hafnað áfrýjuninni, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington verður enginn stöðvaður við komuna hafi hann gilda vegabréfsáritun.
Bannið náði til fólks frá Jemen, Sómalíu, Líbíu, Íran, Írak, Súdan og Sýrlands og gilti í 90 daga. Komubann Trumps nær til sjö þjóða þar sem múslimatrú er í meirihluta meðal íbúa, og hafa tugþúsundir Bandaríkjamanna orðið fyrir áhrifum vegna þess.
Það sama má segja um háskólanema, starfsfólk fyrirtækja sem á erindi til Bandaríkjanna og þá sem eru með tvöfalt ríkisfang.
Donald Trump fór hörðum orðum um dómarann og úrskurð hans sem hann sagði að væri ógn við þjóðaröryggi.
Síðar í kvöld sagði hann að þar sem banninu hafi verið aflétt af dómara geti og hættulegt og vont fólk komið til Bandaríkjanna. Ákvörðunin sé ömurleg, og hefur hann farið mikinn á Twitter svæði sínu.