Katrín spurði Bjarna um afsökunarbeiðni til þingsins

Katrín Jakobsdóttir spurði hvort Bjarni Benediktsson skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni vegna seinna skýrsluskila. Bjarni svaraði því ekki, en benti á að Katrín hefði sjálf verið hluti af ríkisstjórn sem ekki hefði svarað öllum fyrirspurnum.

Bjarni og Kata
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra að því í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hann skuld­aði ekki Alþingi afsök­un­ar­beiðni vegna þess að tvær skýrslur sem voru á hans borði voru ekki birtar opin­ber­lega fyrir kosn­ing­ar. 

Skýrsl­urnar tvær eru ann­ars vegar skýrsla um aflandseignir Íslend­inga og hins vegar um fram­kvæmd Leið­rétt­ing­ar­innar svoköll­uðu. Katrín sagði bæði málin stórpóli­tísk, ann­ars vegar væri þetta málið sem varð til þess að kosn­ingum var flýtt og hins vegar stærsta póli­tíska mál síð­asta kjör­tíma­bils. 

Katrín spurði einnig hvort Bjarni væri sáttur væri sáttur við þessa frammi­stöðu og hvort hann teldi að ekki hefði átt að gera bet­ur.

Auglýsing

Bjarni svar­aði því ekki hvort hann skuld­aði þing­inu afsök­un­ar­beiðni, en hann sagð­ist ekki vera í neinum ágrein­ingi við Katrínu um það að lang­best sé að koma svörum og skýrslum hratt og örugg­lega inn í þing­ið. Hann við­ur­kenndi að leið­rétt­ing­ar­skýrslan hafi tekið of langan tíma og sagð­ist margoft hafa svarað því að ástæða þess að aflands­skýrslan var ekki gerð opin­ber fyrr hafi verið kosn­ing­arn­ar. Hann hafi líka við­ur­kennt að að hann hefði betur látið málið til þings­ins fyrr. 

„Því miður er það þannig og það er ekk­ert nýtt að það hefur ekki tek­ist að svara öllum fyr­ir­spurn­um,“ sagði Bjarni meðal ann­ars og tók dæmi um tím­ann fyrir kosn­ingar árið 2013, þegar Katrín var hluti af rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og VG. 19 skrif­legar fyr­ir­spurnir hafi legið ósvar­aðar fyrir kosn­ing­arnar í apríl 2013, það þætti Katrín sjálf að vita „vegna þess að hún svar­aði sjálf ekki öllum fyr­ir­spurn­um.“ 

„Ég hefði nú haldið að hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra gæti gert aðeins betur í sínu svari hér,“ sagði Katrín þegar hún kom upp í ræðu­stól í annað sinn. Það hafi verið 22 aðrar fyr­ir­spurnir ósvar­aðar þegar gengið var til kosn­inga í haust, svo vissu­lega sé málum oft svona hátt­að. Þarna sé hins vegar að ræða um tvær skýrsl­ur. Hún sagði að hvorki hún né Bjarni gætu nokkuð sagt til um hvort að skýrsl­urnar tvær hefðu haft nein áhrif á úrslit kosn­ing­anna. Það sé hins vegar grund­vall­ar­at­riði í svona stórpóli­tískum málum að það séu gerðar kröfur um að svör séu birt strax. 

Bjarni sagði í öðru svari sínu að auð­vitað væri lang­best að koma svörum hratt og örugg­lega inn í þing­ið. „Til dæmis fyr­ir­spurn frá Pétri H. Blön­dal frá þar­síð­asta kjör­tíma­bili, sem hann þurfti í þrí­gang að leggja fyrir rík­is­stjórn­ina en fékk aldrei svar.“ 

Hann væri meira en til í að taka undir með Katrínu að stjórn­sýslan sé sterk og vel mönnuð þannig að fyr­ir­spurnum sé svarað sem best og hrað­ast. 

Hann sagði leið­rétt­ing­ar­skýrsl­una hafa tekið of langan tíma. „En gleymum því ekki að henni var skilað hingað til þings­ins, ólíkt því sem sem var með skýrslu­beiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blön­dal, sem aldrei var skil­að.“ 

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None