Katrín spurði Bjarna um afsökunarbeiðni til þingsins

Katrín Jakobsdóttir spurði hvort Bjarni Benediktsson skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni vegna seinna skýrsluskila. Bjarni svaraði því ekki, en benti á að Katrín hefði sjálf verið hluti af ríkisstjórn sem ekki hefði svarað öllum fyrirspurnum.

Bjarni og Kata
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra að því í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hann skuld­aði ekki Alþingi afsök­un­ar­beiðni vegna þess að tvær skýrslur sem voru á hans borði voru ekki birtar opin­ber­lega fyrir kosn­ing­ar. 

Skýrsl­urnar tvær eru ann­ars vegar skýrsla um aflandseignir Íslend­inga og hins vegar um fram­kvæmd Leið­rétt­ing­ar­innar svoköll­uðu. Katrín sagði bæði málin stórpóli­tísk, ann­ars vegar væri þetta málið sem varð til þess að kosn­ingum var flýtt og hins vegar stærsta póli­tíska mál síð­asta kjör­tíma­bils. 

Katrín spurði einnig hvort Bjarni væri sáttur væri sáttur við þessa frammi­stöðu og hvort hann teldi að ekki hefði átt að gera bet­ur.

Auglýsing

Bjarni svar­aði því ekki hvort hann skuld­aði þing­inu afsök­un­ar­beiðni, en hann sagð­ist ekki vera í neinum ágrein­ingi við Katrínu um það að lang­best sé að koma svörum og skýrslum hratt og örugg­lega inn í þing­ið. Hann við­ur­kenndi að leið­rétt­ing­ar­skýrslan hafi tekið of langan tíma og sagð­ist margoft hafa svarað því að ástæða þess að aflands­skýrslan var ekki gerð opin­ber fyrr hafi verið kosn­ing­arn­ar. Hann hafi líka við­ur­kennt að að hann hefði betur látið málið til þings­ins fyrr. 

„Því miður er það þannig og það er ekk­ert nýtt að það hefur ekki tek­ist að svara öllum fyr­ir­spurn­um,“ sagði Bjarni meðal ann­ars og tók dæmi um tím­ann fyrir kosn­ingar árið 2013, þegar Katrín var hluti af rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og VG. 19 skrif­legar fyr­ir­spurnir hafi legið ósvar­aðar fyrir kosn­ing­arnar í apríl 2013, það þætti Katrín sjálf að vita „vegna þess að hún svar­aði sjálf ekki öllum fyr­ir­spurn­um.“ 

„Ég hefði nú haldið að hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra gæti gert aðeins betur í sínu svari hér,“ sagði Katrín þegar hún kom upp í ræðu­stól í annað sinn. Það hafi verið 22 aðrar fyr­ir­spurnir ósvar­aðar þegar gengið var til kosn­inga í haust, svo vissu­lega sé málum oft svona hátt­að. Þarna sé hins vegar að ræða um tvær skýrsl­ur. Hún sagði að hvorki hún né Bjarni gætu nokkuð sagt til um hvort að skýrsl­urnar tvær hefðu haft nein áhrif á úrslit kosn­ing­anna. Það sé hins vegar grund­vall­ar­at­riði í svona stórpóli­tískum málum að það séu gerðar kröfur um að svör séu birt strax. 

Bjarni sagði í öðru svari sínu að auð­vitað væri lang­best að koma svörum hratt og örugg­lega inn í þing­ið. „Til dæmis fyr­ir­spurn frá Pétri H. Blön­dal frá þar­síð­asta kjör­tíma­bili, sem hann þurfti í þrí­gang að leggja fyrir rík­is­stjórn­ina en fékk aldrei svar.“ 

Hann væri meira en til í að taka undir með Katrínu að stjórn­sýslan sé sterk og vel mönnuð þannig að fyr­ir­spurnum sé svarað sem best og hrað­ast. 

Hann sagði leið­rétt­ing­ar­skýrsl­una hafa tekið of langan tíma. „En gleymum því ekki að henni var skilað hingað til þings­ins, ólíkt því sem sem var með skýrslu­beiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blön­dal, sem aldrei var skil­að.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None