Katrín spurði Bjarna um afsökunarbeiðni til þingsins

Katrín Jakobsdóttir spurði hvort Bjarni Benediktsson skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni vegna seinna skýrsluskila. Bjarni svaraði því ekki, en benti á að Katrín hefði sjálf verið hluti af ríkisstjórn sem ekki hefði svarað öllum fyrirspurnum.

Bjarni og Kata
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra að því í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hann skuld­aði ekki Alþingi afsök­un­ar­beiðni vegna þess að tvær skýrslur sem voru á hans borði voru ekki birtar opin­ber­lega fyrir kosn­ing­ar. 

Skýrsl­urnar tvær eru ann­ars vegar skýrsla um aflandseignir Íslend­inga og hins vegar um fram­kvæmd Leið­rétt­ing­ar­innar svoköll­uðu. Katrín sagði bæði málin stórpóli­tísk, ann­ars vegar væri þetta málið sem varð til þess að kosn­ingum var flýtt og hins vegar stærsta póli­tíska mál síð­asta kjör­tíma­bils. 

Katrín spurði einnig hvort Bjarni væri sáttur væri sáttur við þessa frammi­stöðu og hvort hann teldi að ekki hefði átt að gera bet­ur.

Auglýsing

Bjarni svar­aði því ekki hvort hann skuld­aði þing­inu afsök­un­ar­beiðni, en hann sagð­ist ekki vera í neinum ágrein­ingi við Katrínu um það að lang­best sé að koma svörum og skýrslum hratt og örugg­lega inn í þing­ið. Hann við­ur­kenndi að leið­rétt­ing­ar­skýrslan hafi tekið of langan tíma og sagð­ist margoft hafa svarað því að ástæða þess að aflands­skýrslan var ekki gerð opin­ber fyrr hafi verið kosn­ing­arn­ar. Hann hafi líka við­ur­kennt að að hann hefði betur látið málið til þings­ins fyrr. 

„Því miður er það þannig og það er ekk­ert nýtt að það hefur ekki tek­ist að svara öllum fyr­ir­spurn­um,“ sagði Bjarni meðal ann­ars og tók dæmi um tím­ann fyrir kosn­ingar árið 2013, þegar Katrín var hluti af rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og VG. 19 skrif­legar fyr­ir­spurnir hafi legið ósvar­aðar fyrir kosn­ing­arnar í apríl 2013, það þætti Katrín sjálf að vita „vegna þess að hún svar­aði sjálf ekki öllum fyr­ir­spurn­um.“ 

„Ég hefði nú haldið að hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra gæti gert aðeins betur í sínu svari hér,“ sagði Katrín þegar hún kom upp í ræðu­stól í annað sinn. Það hafi verið 22 aðrar fyr­ir­spurnir ósvar­aðar þegar gengið var til kosn­inga í haust, svo vissu­lega sé málum oft svona hátt­að. Þarna sé hins vegar að ræða um tvær skýrsl­ur. Hún sagði að hvorki hún né Bjarni gætu nokkuð sagt til um hvort að skýrsl­urnar tvær hefðu haft nein áhrif á úrslit kosn­ing­anna. Það sé hins vegar grund­vall­ar­at­riði í svona stórpóli­tískum málum að það séu gerðar kröfur um að svör séu birt strax. 

Bjarni sagði í öðru svari sínu að auð­vitað væri lang­best að koma svörum hratt og örugg­lega inn í þing­ið. „Til dæmis fyr­ir­spurn frá Pétri H. Blön­dal frá þar­síð­asta kjör­tíma­bili, sem hann þurfti í þrí­gang að leggja fyrir rík­is­stjórn­ina en fékk aldrei svar.“ 

Hann væri meira en til í að taka undir með Katrínu að stjórn­sýslan sé sterk og vel mönnuð þannig að fyr­ir­spurnum sé svarað sem best og hrað­ast. 

Hann sagði leið­rétt­ing­ar­skýrsl­una hafa tekið of langan tíma. „En gleymum því ekki að henni var skilað hingað til þings­ins, ólíkt því sem sem var með skýrslu­beiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blön­dal, sem aldrei var skil­að.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None