Betra ástand á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum

Hagvöxtur var meiri á evrusvæðinu í fyrra en í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi hefur minnkað, störfum fjölgað mikið og jákvæðni gagnvart hagkerfinu er meiri en verið hefur lengi. Viðmælendur Financial Times furða sig á því hvað batinn á evrusvæðinu fer lágt.

Evrur
Auglýsing

Hag­vöxtur hefur nú mælst á evru­svæð­inu í fjórtán árs­fjórð­unga í röð, atvinnu­leysi hefur minnkað og er nú komið undir 10% og við­horf gagn­vart hag­kerf­inu hefur ekki verið jákvæð­ara í sex ár. Frá þessu er greint í Fin­ancial Times, þar sem tekið er fram að þessi efna­hags­bati hafi farið lágt í sam­an­burði við hástemmd mark­mið og plön Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Þar er haft eftir Erik Niel­sen, yfir­hag­fræð­ingi hjá UniCredit, að honum komi sífellt á óvart hversu mikil nei­kvæðni ríki í garð Evr­ópu. Slík við­horf séu að mestu leyti byggð á því sem virð­ist vera yfir­borðs­kennd skoðun á gögn­um, eða kannski val­kvæðum stað­reynd­um. Í raun sé það þannig að í jan­úar hafi fjöldi nýrra starfa á evru­svæð­inu verið meiri en und­an­farin níu ár. 

Þrátt fyrir miklar áhyggjur af ítölskum bönkum og hinni lang­vinnu kreppu á Grikk­landi hafi hag­vöxtur á evru­svæð­inu á fjórða árs­fjórð­ungi í fyrra verið 0,5 pró­sent. Það er meira en í Banda­ríkj­un­um. Þegar litið er á allt árið 2016 var vöxt­ur­inn 1,7 pró­sent á evru­svæð­inu en 1,6 pró­sent í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Grein­endur Fin­ancial Times segja nokkrar ástæður fyrir þessu batn­andi efna­hags­á­standi á evru­svæð­inu. Meðal ann­ars sé að verða ára­tugur frá því að fjár­málakreppan hófst og ákvörðun Breta um að yfir­gefa ESB hafi ekki reynst það áfall sem margir ótt­uð­ust. Þá hafi pen­inga­stefna Seðla­banka Evr­ópu loks­ins farið að virka, og heim­ili og fyr­ir­tæki hafi farið að fá lánað og eyða. Það sé inn­lend eft­ir­spurn sem hafi að mestu leyti orsakað vöxt­inn. 

Hag­vöxtur hefur farið batn­andi um allt evru­svæð­ið, nema á Ítal­íu, og til að mynda var 3,2% vöxtur á Spáni í fyrra. Focus Economics, sem tekur saman ýmiss konar hag­spár, hefur vakið athygli á því að mesta hækk­unin í hag­vaxt­ar­spám fyrir þetta ár sé í Evr­ópu. Jafn­vel árið 2018, þegar skatta­lækk­anir og aðrar efna­hags­að­gerðir Don­alds Trump eiga að hafa sem mest áhrif, eru nýj­ustu spár fyrir evru­svæðið á pari við Banda­rík­in. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None