Betra ástand á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum

Hagvöxtur var meiri á evrusvæðinu í fyrra en í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi hefur minnkað, störfum fjölgað mikið og jákvæðni gagnvart hagkerfinu er meiri en verið hefur lengi. Viðmælendur Financial Times furða sig á því hvað batinn á evrusvæðinu fer lágt.

Evrur
Auglýsing

Hag­vöxtur hefur nú mælst á evru­svæð­inu í fjórtán árs­fjórð­unga í röð, atvinnu­leysi hefur minnkað og er nú komið undir 10% og við­horf gagn­vart hag­kerf­inu hefur ekki verið jákvæð­ara í sex ár. Frá þessu er greint í Fin­ancial Times, þar sem tekið er fram að þessi efna­hags­bati hafi farið lágt í sam­an­burði við hástemmd mark­mið og plön Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Þar er haft eftir Erik Niel­sen, yfir­hag­fræð­ingi hjá UniCredit, að honum komi sífellt á óvart hversu mikil nei­kvæðni ríki í garð Evr­ópu. Slík við­horf séu að mestu leyti byggð á því sem virð­ist vera yfir­borðs­kennd skoðun á gögn­um, eða kannski val­kvæðum stað­reynd­um. Í raun sé það þannig að í jan­úar hafi fjöldi nýrra starfa á evru­svæð­inu verið meiri en und­an­farin níu ár. 

Þrátt fyrir miklar áhyggjur af ítölskum bönkum og hinni lang­vinnu kreppu á Grikk­landi hafi hag­vöxtur á evru­svæð­inu á fjórða árs­fjórð­ungi í fyrra verið 0,5 pró­sent. Það er meira en í Banda­ríkj­un­um. Þegar litið er á allt árið 2016 var vöxt­ur­inn 1,7 pró­sent á evru­svæð­inu en 1,6 pró­sent í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Grein­endur Fin­ancial Times segja nokkrar ástæður fyrir þessu batn­andi efna­hags­á­standi á evru­svæð­inu. Meðal ann­ars sé að verða ára­tugur frá því að fjár­málakreppan hófst og ákvörðun Breta um að yfir­gefa ESB hafi ekki reynst það áfall sem margir ótt­uð­ust. Þá hafi pen­inga­stefna Seðla­banka Evr­ópu loks­ins farið að virka, og heim­ili og fyr­ir­tæki hafi farið að fá lánað og eyða. Það sé inn­lend eft­ir­spurn sem hafi að mestu leyti orsakað vöxt­inn. 

Hag­vöxtur hefur farið batn­andi um allt evru­svæð­ið, nema á Ítal­íu, og til að mynda var 3,2% vöxtur á Spáni í fyrra. Focus Economics, sem tekur saman ýmiss konar hag­spár, hefur vakið athygli á því að mesta hækk­unin í hag­vaxt­ar­spám fyrir þetta ár sé í Evr­ópu. Jafn­vel árið 2018, þegar skatta­lækk­anir og aðrar efna­hags­að­gerðir Don­alds Trump eiga að hafa sem mest áhrif, eru nýj­ustu spár fyrir evru­svæðið á pari við Banda­rík­in. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Möguleikar á ferðalögum milli landa aukast hratt
Í varfærnum skrefum er hvert landið á fætur öðru að aflétta takmörkunum á ferðalögum í þeirri von að lokka til sín erlenda gesti. Enginn býst þó við því að fjöldinn verði sá sami og fyrir ári.
Kjarninn 24. maí 2020
Dýr geta oft hjálpað einstaklingum sem eiga erfitt
Treystu mér er úrræði fyrir börn sem glíma við andlegan vanda og raskanir. Í því eru notaðir hestar til að aðstoða og nú er safnað fyrir því á Karolina fund.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None