Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur enn beina viðskiptahagsmuni Trump Organization félaginu, sem börn hans stýra nú. Hann er sá eini sem nýtur góðs af sjóðnum Donald J Trump Revocable Trust. Kennitala forsetans er skráð fyrir sjóðnum en vefurinn ProRepublica greinir frá þessu og vitna til gagna sem hann hefur undir höndum.
Tveir eldri synir forsetans, Eric og Donald Trump Jr., stýra viðskiptaveldinu en Bandaríkjaforseti hefur enn beina hagsmuni af því hvernig því er stýrt.
Sjóðurinn var færður í umsjá Donalds Trumps yngri og Allen Weisselbergs, fjármálastjóra Trump veldisins, þremur dögum áður en Trump tók við embætti, 20. janúar síðastliðinn.
Sjóðurinn heldur utan um reiðufé sem Bandaríkjaforseti á, eftir sölu á hlutabréfum í fyrra, auk eigna hans, á borð við Trump-turninn á Manhattan og sveitasetur hans í Flórída.
Samkvæmt lista Forbes í fyrra voru eignir Bandaríkjaforseta metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala eða sem nemur um 450 milljörðum króna.