Rúmlega fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæðið sitt

Yngra fólk og tekjulægri eru líklegustu samfélagshóparnir til að vera á leigumarkaði.

Fasteignir hús
Auglýsing

Alls segj­ast 22 pró­sent leigj­enda að lík­legt sé að þeir muni missa hús­næði sitt. Fjöldi þeirra sem telja lík­legt að þeir missi hús­næði hefur vaxið mikið á und­an­förnum árum. Árið 2013 var hlut­fall þeirra 14 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fast­eigna­mark­aði.

Í nið­ur­stöðum MMR kemur fram að leigj­endum hafi fjölgað um fjögur pró­sentu­stig frá sept­em­ber 2013 til sept­em­ber 2016. Á sama tíma hefur skynjun leigj­enda á öryggi hús­næðis síns hrakað og nú telur rúmur fimmt­ungur leigj­enda að lík­legt sé að þeir muni missa hús­næði sitt. 

Yngra fólk og tekju­lægri eru lík­leg­ustu sam­fé­lags­hóp­arnir til að vera á leigu­mark­aði og því koma erf­ið­leikar á leigu­mark­aði mest niður á þessum hóp­um. Sem dæmi má nefna að 43 pró­sent þeirra sem voru á aldr­inum 18-29 ára bjuggu í leigu­hús­næði. Alls sagð­ist 29 pró­sent í sama ald­urs­bili búa í for­eldra­hús­um. Yfir helm­ingur íbúa á heim­ilum þar sem heim­il­is­tekjur voru undir 250 þús­und krónur í leigu­hús­næði, en ein­ungis sex pró­sent þeirra sem bjuggu á heim­ilum með heim­il­is­tekjur yfir milljón krónur á mán­uði bjuggu í leigu­hús­næði.

Auglýsing

Úrtakið var 18 ára og eldri og valið var handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR. Svar­fjöldi var 985 ein­stak­lingar og könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 20. til 26. sept­em­ber 2016. Vik­mörk eru +/-3,1 pró­sent.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None