Meginvextir Seðlabankans áfram fimm prósent

Áætlað sé að hagvöxtur hafi verið sex prósent í fyrra. Verðbólga er enn umtalsvert undir markmiði og verðbólguhorfur hafa batnað.

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands hefur ákveðið að halda meg­in­vöxtum sínum óbreytt­um, en þeir eru fimm pró­sent. Þetta var til­kynnt í morg­un.

Í frétt frá nefnd­inni segir að áætlað sé að hag­vöxtur hafi verið sex pró­sent í fyrra. „Það er heilli pró­sentu meiri vöxtur en spáð var í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála, sem skýrist einkum af meiri fjár­fest­ingu atvinnu­veg­anna og þjón­ustu­út­flutn­ingi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Spáð er að hag­vöxtur verði áfram ör, 5⅓ pró­sent í ár og á bil­inu 2½-3 pró­sent á næstu tveimur árum. Störfum fjölgar hratt, atvinnu­leysi er komið niður fyrir 3 pró­sent og atvinnu­þátt­taka orðin meiri en hún var mest á þenslu­tím­anum fyrir fjár­málakrepp­una. Þrátt fyrir að inn­flutn­ingur erlends vinnu­afls vegi á móti fer spenna í þjóð­ar­bú­inu vax­andi og verður meiri en áður var áætl­að.“

Auglýsing

Verð­bólgu­horf­urnar hafi batnað lít­il­lega frá nóv­em­ber­spá bank­ans þrátt fyrir meiri spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um. „Þær byggj­ast þó á þeirri for­sendu að kjara­samn­ingar á vinnu­mark­aði losni ekki á næst­unni. Um það ríkir hins vegar tölu­verð óvissa. Á móti inn­lendum verð­bólgu­þrýst­ingi vegur lítil alþjóð­leg verð­bólga, hækkun gengis krón­unnar á spá­tím­anum og aðhalds­söm pen­inga­stefna. Pen­inga­stefnan hefur skapað verð­bólgu­vænt­ingum kjöl­festu, haldið aftur af útlána­vexti og stuðlað að meiri sparn­aði en ella.“

Gengi krónu lækkað og stefnt að minni skamm­tíma­sveiflum

Í frétt nefnd­ar­innar segir einnig að gengi krón­unnar hafi lækkað frá síð­asta fundi nefnd­ar­innar eftir hraða hækkun á seinni hluta síð­asta árs. „Skamm­tíma­sveiflur það sem af er ári hafa einnig verið nokkru meiri en síð­ustu tvö ár. Stefnt er að því að skamm­tíma­sveiflur verði minni á næst­unni í sam­ræmi við það mark­mið að draga úr sveiflum í gengi krón­unn­ar. Við­skipti bank­ans á gjald­eyr­is­mark­aði munu einnig markast af því að ekki er þörf fyrir frek­ari stækkun gjald­eyr­is­forða og að hætta á tíma­bundnu ofrisi krón­unnar í aðdrag­anda los­unar fjár­magns­hafta hefur minnkað eftir að stór skref voru stigin nýlega.

Ör vöxtur efna­hags­um­svifa og skýr merki um vax­andi spennu í þjóð­ar­bú­skapnum kalla á pen­inga­legt aðhald svo að tryggja megi verð­stöð­ug­leika til með­al­langs tíma. Traust­ari kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga við verð­bólgu­mark­miðið og hækkun gengis krón­unnar hafa hins vegar gert pen­inga­stefnu­nefnd mögu­legt að ná lög­boðnu mark­miði um verð­stöð­ug­leika við lægra vaxta­stig en ella. Kröft­ugur vöxtur eft­ir­spurnar og órói á vinnu­mark­aði kalla á var­kárni við ákvörðun vaxta. Aðhalds­stig pen­inga­stefn­unnar á kom­andi miss­erum mun ráð­ast af fram­vindu efna­hags­mála og annarri hag­stjórn.“

Vextir síð­­­ast lækk­­aðir í des­em­ber

Pen­inga­­­­stefn­u­­­­nefnd Seðla­­­­banka Íslands lækk­­­aði meg­in­vexti bank­ans síð­­­ast um 0,25 pró­sentu­stig í des­em­ber 2016 niður í fimm pró­sent. Þar áður var síð­asta lækkun um 0,5 pró­­­­sent­ur í lok ágúst. Meg­in­vextir bank­ans höfðu hald­ist óbreyttir frá því að þeir voru hækk­­­­aðir í 5,75 pró­­­­sent í nóv­­­­em­ber 2015. 

Seðla­­­­bank­inn lá undir ámæli í fyrra fyrir að lækka ekki vexti í ljósi þess að verð­­­­bólga hafði nú verið undir verð­­­­bólg­u­­­­mark­miði hans síðan í febr­­­­úar 2014. Hún er enn undir því mark­miði og mælist nú 1,9 pró­­sent. 

Ákvörðun pen­inga­­­­stefn­u­­­­nefnd­­­­ar­innar í ágúst og des­em­ber hafði þau áhrif að breyt­i­­­­legir vextir við­­­­skipta­vina fjár­­­­­­­mála­­­­stofn­anna lækk­­­uðu og þau kjör sem þær bjóða nýjum lán­tak­end­­­­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None