Óli Björn ætlar ekki að styðja jafnlaunavottun

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar ætlar ekki að styðja lagabreytingu sem leiðir jafnlaunavottun í lög. Dómsmálaráðherra hefur einnig efast um tilurð kynbundins misréttis á launamarkaði.

Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, mun ekki styðja laga­breyt­inga­til­lögu um jafn­launa­vott­un. Þetta kemur fram í við­tali við hann í Við­skipta­blað­inu í dag.

Þar segir Óli Björn að rík­is­stjórn sem boði aukin afskipti af atvinnu­líf­inu, líkt og sú sem nú situr ætlar að gera með því að leiða í lög jafn­launa­vott­un, sé ekk­ert sér­lega hægri sinn­uð. Aðspurður hvort hann myndi sjálfur mæla fyrir slíkri laga­breyt­ingu svarar Óli Björn: „Ég mun ekki styðja slíka laga­breyt­ing­u.“

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­anstendur af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð, lagði á það áherslu í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni að ráð­ast gegn launa­mun kynj­anna. Þar seg­ir: „Jafn­rétti í víð­tækri merk­ingu er órjúf­an­legur þáttur í rétt­látu og sann­gjörnu sam­fé­lagi. Þar vegur jafn­rétti á vinnu­mark­aði þungt. Í því skyni að sporna við launa­mis­rétti af völdum kyn­ferðis verði áskilið að fyr­ir­tæki með 25 starfs­menn eða fleiri taki upp árlega jafn­launa­vott­un.“

Auglýsing

Umrædd jafn­­­launa­vottun er eitt af þeim frum­vörpum sem eru á þing­­mála­­skrá rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir vor­­þing. Þor­­steinn Víglunds­­son, félags- og jafn­­rétt­is­­mála­ráð­herra, hyggst leggja málið fram á Alþingi í mars næst­kom­andi, en málið var eitt stærsta kosn­­inga­­mál Við­reisn­­­ar.

Segir ekk­ert hægt að full­yrða um kyn­bund­inn launa­mun

Óli Björn er annar áhrifa­mað­ur­inn í Sjálf­stæð­is­flokknum til að tjá sig um kyn­bundin launa­mun á und­an­förnum dög­um. Kjarn­inn greindi frá því í gær að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segi í grein í nýút­komnu árs­há­tíð­ar­riti Orators, félags laga­nema við Háskóla Íslands, að ekki sé hægt að full­yrða nokkuð um að það finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. „Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­­is. Vafa­­laust er ástæðan meðal ann­­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­­mætar stundir með börnum sínum en karl­­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u.“ 

Hún segir ýmsa þætti til staðar sem ekki sé hægt að mæla í launa­könn­un­um, hug­læga og ómæl­an­­lega þætt­i. „Það má því segja að þótt kann­­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­­rétti á launa­­mark­aði. Til þess eru kann­an­­irnar of tak­­mark­aðar ásamt því að mann­­leg sam­­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­­bandi vinn­u­veit­enda og starfs­­manns.“

Þá vitnar Sig­ríður í skýrsl­una Launa­munur karla og kvenna, sem vel­­ferð­­ar­ráðu­­neytið lét vinna árið 2015, þar sem kemur fram að ekki sé með vissu hægt að álykta að sá óút­­­skýrði launa­munur sem mælist sé ein­­göngu vegna kyn­­ferð­­is. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að þrýst­ingur á opin­berar aðgerðir í jafn­­rétt­is­­mál­um, til dæmis kynja­kvóta og jafn­launa­vott­anir, myndi minnka ef þessu væru gerð betri skil í opin­berri umræð­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None