Óli Björn ætlar ekki að styðja jafnlaunavottun

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar ætlar ekki að styðja lagabreytingu sem leiðir jafnlaunavottun í lög. Dómsmálaráðherra hefur einnig efast um tilurð kynbundins misréttis á launamarkaði.

Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mun ekki styðja lagabreytingatillögu um jafnlaunavottun. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar segir Óli Björn að ríkisstjórn sem boði aukin afskipti af atvinnulífinu, líkt og sú sem nú situr ætlar að gera með því að leiða í lög jafnlaunavottun, sé ekkert sérlega hægri sinnuð. Aðspurður hvort hann myndi sjálfur mæla fyrir slíkri lagabreytingu svarar Óli Björn: „Ég mun ekki styðja slíka lagabreytingu.“

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð, lagði á það áherslu í stefnuyfirlýsingu sinni að ráðast gegn launamun kynjanna. Þar segir: „Jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi. Þar vegur jafnrétti á vinnumarkaði þungt. Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“

Auglýsing

Umrædd jafn­launa­vottun er eitt af þeim frum­vörpum sem eru á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir vor­þing. Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hyggst leggja málið fram á Alþingi í mars næst­kom­andi, en málið var eitt stærsta kosn­inga­mál Við­reisn­ar.

Segir ekkert hægt að fullyrða um kynbundinn launamun

Óli Björn er annar áhrifamaðurinn í Sjálfstæðisflokknum til að tjá sig um kynbundin launamun á undanförnum dögum. Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi í grein í nýútkomnu árshátíðarriti Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, að ekki sé hægt að fullyrða nokkuð um að það finnist kynbundið misrétti á launamarkaði. „Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­is. Vafa­laust er ástæðan meðal ann­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­mætar stundir með börnum sínum en karl­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u.“ 

Hún segir ýmsa þætti til staðar sem ekki sé hægt að mæla í launa­könn­un­um, hug­læga og ómæl­an­lega þætt­i. „Það má því segja að þótt kann­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Til þess eru kann­an­irnar of tak­mark­aðar ásamt því að mann­leg sam­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­bandi vinnu­veit­enda og starfs­manns.“

Þá vitnar Sig­ríður í skýrsl­una Launa­munur karla og kvenna, sem vel­ferð­ar­ráðu­neytið lét vinna árið 2015, þar sem kemur fram að ekki sé með vissu hægt að álykta að sá óút­skýrði launa­munur sem mælist sé ein­göngu vegna kyn­ferð­is. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að þrýst­ingur á opin­berar aðgerðir í jafn­rétt­is­mál­um, til dæmis kynja­kvóta og jafnlaunavottanir, myndi minnka ef þessu væru gerð betri skil í opin­berri umræð­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None