#stjórnmál#jafnréttismál

Óli Björn ætlar ekki að styðja jafnlaunavottun

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar ætlar ekki að styðja lagabreytingu sem leiðir jafnlaunavottun í lög. Dómsmálaráðherra hefur einnig efast um tilurð kynbundins misréttis á launamarkaði.

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, mun ekki styðja laga­breyt­inga­til­lögu um jafn­launa­vott­un. Þetta kemur fram í við­tali við hann í Við­skipta­blað­inu í dag.

Þar segir Óli Björn að rík­is­stjórn sem boði aukin afskipti af atvinnu­líf­inu, líkt og sú sem nú situr ætlar að gera með því að leiða í lög jafn­launa­vott­un, sé ekk­ert sér­lega hægri sinn­uð. Aðspurður hvort hann myndi sjálfur mæla fyrir slíkri laga­breyt­ingu svarar Óli Björn: „Ég mun ekki styðja slíka laga­breyt­ing­u.“

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­anstendur af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð, lagði á það áherslu í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni að ráð­ast gegn launa­mun kynj­anna. Þar seg­ir: „Jafn­rétti í víð­tækri merk­ingu er órjúf­an­legur þáttur í rétt­látu og sann­gjörnu sam­fé­lagi. Þar vegur jafn­rétti á vinnu­mark­aði þungt. Í því skyni að sporna við launa­mis­rétti af völdum kyn­ferðis verði áskilið að fyr­ir­tæki með 25 starfs­menn eða fleiri taki upp árlega jafn­launa­vott­un.“

Auglýsing

Umrædd jafn­­­launa­vottun er eitt af þeim frum­vörpum sem eru á þing­­mála­­skrá rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir vor­­þing. Þor­­steinn Víglunds­­son, félags- og jafn­­rétt­is­­mála­ráð­herra, hyggst leggja málið fram á Alþingi í mars næst­kom­andi, en málið var eitt stærsta kosn­­inga­­mál Við­reisn­­­ar.

Segir ekk­ert hægt að full­yrða um kyn­bund­inn launa­mun

Óli Björn er annar áhrifa­mað­ur­inn í Sjálf­stæð­is­flokknum til að tjá sig um kyn­bundin launa­mun á und­an­förnum dög­um. Kjarn­inn greindi frá því í gær að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segi í grein í nýút­komnu árs­há­tíð­ar­riti Orators, félags laga­nema við Háskóla Íslands, að ekki sé hægt að full­yrða nokkuð um að það finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. „Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­­is. Vafa­­laust er ástæðan meðal ann­­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­­mætar stundir með börnum sínum en karl­­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u.“ 

Hún segir ýmsa þætti til staðar sem ekki sé hægt að mæla í launa­könn­un­um, hug­læga og ómæl­an­­lega þætt­i. „Það má því segja að þótt kann­­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­­rétti á launa­­mark­aði. Til þess eru kann­an­­irnar of tak­­mark­aðar ásamt því að mann­­leg sam­­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­­bandi vinn­u­veit­enda og starfs­­manns.“

Þá vitnar Sig­ríður í skýrsl­una Launa­munur karla og kvenna, sem vel­­ferð­­ar­ráðu­­neytið lét vinna árið 2015, þar sem kemur fram að ekki sé með vissu hægt að álykta að sá óút­­­skýrði launa­munur sem mælist sé ein­­göngu vegna kyn­­ferð­­is. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að þrýst­ingur á opin­berar aðgerðir í jafn­­rétt­is­­mál­um, til dæmis kynja­kvóta og jafn­launa­vott­anir, myndi minnka ef þessu væru gerð betri skil í opin­berri umræð­u.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None