#stjórnmál#jafnréttismál

Óli Björn ætlar ekki að styðja jafnlaunavottun

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar ætlar ekki að styðja lagabreytingu sem leiðir jafnlaunavottun í lög. Dómsmálaráðherra hefur einnig efast um tilurð kynbundins misréttis á launamarkaði.

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, mun ekki styðja laga­breyt­inga­til­lögu um jafn­launa­vott­un. Þetta kemur fram í við­tali við hann í Við­skipta­blað­inu í dag.

Þar segir Óli Björn að rík­is­stjórn sem boði aukin afskipti af atvinnu­líf­inu, líkt og sú sem nú situr ætlar að gera með því að leiða í lög jafn­launa­vott­un, sé ekk­ert sér­lega hægri sinn­uð. Aðspurður hvort hann myndi sjálfur mæla fyrir slíkri laga­breyt­ingu svarar Óli Björn: „Ég mun ekki styðja slíka laga­breyt­ing­u.“

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­anstendur af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð, lagði á það áherslu í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni að ráð­ast gegn launa­mun kynj­anna. Þar seg­ir: „Jafn­rétti í víð­tækri merk­ingu er órjúf­an­legur þáttur í rétt­látu og sann­gjörnu sam­fé­lagi. Þar vegur jafn­rétti á vinnu­mark­aði þungt. Í því skyni að sporna við launa­mis­rétti af völdum kyn­ferðis verði áskilið að fyr­ir­tæki með 25 starfs­menn eða fleiri taki upp árlega jafn­launa­vott­un.“

Auglýsing

Umrædd jafn­­­launa­vottun er eitt af þeim frum­vörpum sem eru á þing­­mála­­skrá rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir vor­­þing. Þor­­steinn Víglunds­­son, félags- og jafn­­rétt­is­­mála­ráð­herra, hyggst leggja málið fram á Alþingi í mars næst­kom­andi, en málið var eitt stærsta kosn­­inga­­mál Við­reisn­­­ar.

Segir ekk­ert hægt að full­yrða um kyn­bund­inn launa­mun

Óli Björn er annar áhrifa­mað­ur­inn í Sjálf­stæð­is­flokknum til að tjá sig um kyn­bundin launa­mun á und­an­förnum dög­um. Kjarn­inn greindi frá því í gær að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segi í grein í nýút­komnu árs­há­tíð­ar­riti Orators, félags laga­nema við Háskóla Íslands, að ekki sé hægt að full­yrða nokkuð um að það finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. „Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­­is. Vafa­­laust er ástæðan meðal ann­­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­­mætar stundir með börnum sínum en karl­­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u.“ 

Hún segir ýmsa þætti til staðar sem ekki sé hægt að mæla í launa­könn­un­um, hug­læga og ómæl­an­­lega þætt­i. „Það má því segja að þótt kann­­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­­rétti á launa­­mark­aði. Til þess eru kann­an­­irnar of tak­­mark­aðar ásamt því að mann­­leg sam­­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­­bandi vinn­u­veit­enda og starfs­­manns.“

Þá vitnar Sig­ríður í skýrsl­una Launa­munur karla og kvenna, sem vel­­ferð­­ar­ráðu­­neytið lét vinna árið 2015, þar sem kemur fram að ekki sé með vissu hægt að álykta að sá óút­­­skýrði launa­munur sem mælist sé ein­­göngu vegna kyn­­ferð­­is. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að þrýst­ingur á opin­berar aðgerðir í jafn­­rétt­is­­mál­um, til dæmis kynja­kvóta og jafn­launa­vott­anir, myndi minnka ef þessu væru gerð betri skil í opin­berri umræð­u.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira úr sama flokkiInnlent
None