#stjórnmál#jafnréttismál

Ótækt að dómsmálaráðherra efist um kynbundinn launamun

Mynd: Birgir Þór
Þórunn Elísabet Bogadóttir

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, segir ótækt að Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra haldi því fram að kyn­bund­inn launa­munur sé ekki til. Þetta kemur fram í færslu Hönnu Katrínar á Face­book. 

„Það er vitað að kyn­bund­inn launa­munur er raun­veru­leg­ur. Það er hlut­verk okkar þing­manna að gera það sem við getum að útrýma því órétt­læti. Þess vegna er ótækt að dóms­mála­ráð­herra haldi því fram að kyn­bund­inn launa­munur sé ekki til, heldur sé ástæða launa­munar að konur verji meiri tima með börnum sín­um. Það er árið 2017 og konur og karlar eiga að fá borguð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er ekk­ert til að ríf­ast um,“ skrifar Hanna Katrín. 

Jafn­launa­vottun er eitt af þeim frum­vörpum sem eru á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir vor­þing. Það var eitt stærsta kosn­inga­mál Við­reisn­ar. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra hefði sagt að ekki væri hægt að full­yrða nokkuð um að það fyr­ir­finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Þetta kom fram í grein sem hún skrif­aði í árs­há­tíð­ar­rit Orators, félags laga­nema við Háskóla Íslands. 

„Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­­is. Vafa­­laust er ástæðan meðal ann­­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­­mætar stundir með börnum sínum en karl­­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u,“ skrif­aði ráð­herr­ann meðal ann­­ar­s. „Það má því segja að þótt kann­­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­­rétti á launa­­mark­aði. Til þess eru kann­an­­irnar of tak­­mark­aðar ásamt því að mann­­leg sam­­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­­bandi vinn­u­veit­enda og starfs­­manns.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03