Ótækt að dómsmálaráðherra efist um kynbundinn launamun

7DM_4857_raw_1968.JPG
Auglýsing

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ótækt að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra haldi því fram að kynbundinn launamunur sé ekki til. Þetta kemur fram í færslu Hönnu Katrínar á Facebook. 

„Það er vitað að kynbundinn launamunur er raunverulegur. Það er hlutverk okkar þingmanna að gera það sem við getum að útrýma því óréttlæti. Þess vegna er ótækt að dómsmálaráðherra haldi því fram að kynbundinn launamunur sé ekki til, heldur sé ástæða launamunar að konur verji meiri tima með börnum sínum. Það er árið 2017 og konur og karlar eiga að fá borguð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert til að rífast um,“ skrifar Hanna Katrín. 

Jafnlaunavottun er eitt af þeim frumvörpum sem eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vorþing. Það var eitt stærsta kosningamál Viðreisnar. 

Auglýsing

Kjarninn greindi frá því á miðvikudag að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði sagt að ekki væri hægt að fullyrða nokkuð um að það fyrirfinnist kynbundið misrétti á launamarkaði. Þetta kom fram í grein sem hún skrifaði í árshátíðarrit Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. 

„Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­is. Vafa­laust er ástæðan meðal ann­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­mætar stundir með börnum sínum en karl­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u,“ skrifaði ráð­herr­ann meðal ann­ar­s. „Það má því segja að þótt kann­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Til þess eru kann­an­irnar of tak­mark­aðar ásamt því að mann­leg sam­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­bandi vinnu­veit­enda og starfs­manns.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None