#stjórnmál#jafnréttismál

Ótækt að dómsmálaráðherra efist um kynbundinn launamun

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, segir ótækt að Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra haldi því fram að kyn­bund­inn launa­munur sé ekki til. Þetta kemur fram í færslu Hönnu Katrínar á Face­book. 

„Það er vitað að kyn­bund­inn launa­munur er raun­veru­leg­ur. Það er hlut­verk okkar þing­manna að gera það sem við getum að útrýma því órétt­læti. Þess vegna er ótækt að dóms­mála­ráð­herra haldi því fram að kyn­bund­inn launa­munur sé ekki til, heldur sé ástæða launa­munar að konur verji meiri tima með börnum sín­um. Það er árið 2017 og konur og karlar eiga að fá borguð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er ekk­ert til að ríf­ast um,“ skrifar Hanna Katrín. 

Jafn­launa­vottun er eitt af þeim frum­vörpum sem eru á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir vor­þing. Það var eitt stærsta kosn­inga­mál Við­reisn­ar. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra hefði sagt að ekki væri hægt að full­yrða nokkuð um að það fyr­ir­finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Þetta kom fram í grein sem hún skrif­aði í árs­há­tíð­ar­rit Orators, félags laga­nema við Háskóla Íslands. 

„Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim­il­­is. Vafa­­laust er ástæðan meðal ann­­ars sú að konur eiga enn fleiri dýr­­mætar stundir með börnum sínum en karl­­ar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitt­hvað sem for­eldrar ákveða innan fjöl­­skyld­unnar og sú ákvörðun á skilið fulla virð­ing­u,“ skrif­aði ráð­herr­ann meðal ann­­ar­s. „Það má því segja að þótt kann­­anir mæli enn um 5% „kyn­bund­inn“ launa­mun þá er hann of lít­ill til að hægt sé að full­yrða nokkuð um kyn­bundið mis­­rétti á launa­­mark­aði. Til þess eru kann­an­­irnar of tak­­mark­aðar ásamt því að mann­­leg sam­­skipti verða aldrei felld að fullu í töflu­­reikni. Þær munu því seint geta metið hina hug­lægu þætti sem skipta svo miklu máli í sam­­bandi vinn­u­veit­enda og starfs­­manns.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None