#viðskipti

Hækkunarhrinan í kauphöllinni heldur áfram

Eftir dýfu niður á við á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa flest félög - fyrir utan Icelandair - hækkað nokkuð.

Vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hækk­aði um 0,88 pró­sent í dag og hækk­uðu flest félög á bil­inu 2 til 4 pró­sent nema Icelandair Group en gengi bréfa þess lækk­aði um 0,47 pró­sent. Mesta hækk­unin varð á bréfum HB Granda, 4,48 pró­sent og N1, ríf­lega fjögur pró­sent. Fjar­skipta­fyr­ir­tækin Sím­inn og Voda­fone hækk­uðu mik­ið. Sím­inn um 3,98 pró­sent og Voda­fone um 3,64 pró­sent. Gengi bréfa Voda­fone hefur hækkað um meira en 20 pró­sent á tveimur mán­uð­u­m. Miklar hækkanir voru á markaði í dag, eins og sést á þessari mynd frá Keldunni.Trygg­ing­ar­fé­lögin VÍS, Sjóvá og TM hækk­uðu einnig mik­ið. VÍS um 3,72 pró­sent, Sjóvá 3,53 og TM um 2,35 pró­sent. Eftir mikið verð­hrun á Icelandair Group, sem dró vísi­tölu mark­að­ar­ins nið­ur, þá hafa félög á mark­aði hækkað skarpt síð­ustu við­skipta­daga. Lang­sam­lega verð­mætasta félagið á mark­aðnum er Marel en það er nú ríf­lega 220 millj­arða króna virði, en næst kemur Össur sem er 175 millj­arða króna virði um þessar mund­ir. Icelandair er nú 79 millj­arða króna virði en um mitt ár í fyrra var það 189 millj­arða virði. Þessi mikla lækkun hefur komið illa við stærsta inn­lenda hluta­bréfa­sjóð lands­ins, Stefni ÍS 15, en ríf­lega fjórð­ung eigna sjóðs­ins er bund­inn í bréfum Icelanda­ir. Sjóð­ur­inn er upp 36,8 millj­arða að stærð og hefur ávöxtun hans verið um 10,6 pró­sent á und­an­förnu ári.

Gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum styrkt­ist í dag. Evran kostar nú 119 krónur og Banda­ríkja­dalur 113 krón­ur.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira úr sama flokkiInnlent
None