#viðskipti

Hækkunarhrinan í kauphöllinni heldur áfram

Eftir dýfu niður á við á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa flest félög - fyrir utan Icelandair - hækkað nokkuð.

Vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hækk­aði um 0,88 pró­sent í dag og hækk­uðu flest félög á bil­inu 2 til 4 pró­sent nema Icelandair Group en gengi bréfa þess lækk­aði um 0,47 pró­sent. Mesta hækk­unin varð á bréfum HB Granda, 4,48 pró­sent og N1, ríf­lega fjögur pró­sent. Fjar­skipta­fyr­ir­tækin Sím­inn og Voda­fone hækk­uðu mik­ið. Sím­inn um 3,98 pró­sent og Voda­fone um 3,64 pró­sent. Gengi bréfa Voda­fone hefur hækkað um meira en 20 pró­sent á tveimur mán­uð­u­m. Miklar hækkanir voru á markaði í dag, eins og sést á þessari mynd frá Keldunni.Trygg­ing­ar­fé­lögin VÍS, Sjóvá og TM hækk­uðu einnig mik­ið. VÍS um 3,72 pró­sent, Sjóvá 3,53 og TM um 2,35 pró­sent. Eftir mikið verð­hrun á Icelandair Group, sem dró vísi­tölu mark­að­ar­ins nið­ur, þá hafa félög á mark­aði hækkað skarpt síð­ustu við­skipta­daga. Lang­sam­lega verð­mætasta félagið á mark­aðnum er Marel en það er nú ríf­lega 220 millj­arða króna virði, en næst kemur Össur sem er 175 millj­arða króna virði um þessar mund­ir. Icelandair er nú 79 millj­arða króna virði en um mitt ár í fyrra var það 189 millj­arða virði. Þessi mikla lækkun hefur komið illa við stærsta inn­lenda hluta­bréfa­sjóð lands­ins, Stefni ÍS 15, en ríf­lega fjórð­ung eigna sjóðs­ins er bund­inn í bréfum Icelanda­ir. Sjóð­ur­inn er upp 36,8 millj­arða að stærð og hefur ávöxtun hans verið um 10,6 pró­sent á und­an­förnu ári.

Gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum styrkt­ist í dag. Evran kostar nú 119 krónur og Banda­ríkja­dalur 113 krón­ur.

Meira úr sama flokkiInnlent
None