#viðskipti

Hækkunarhrinan í kauphöllinni heldur áfram

Eftir dýfu niður á við á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa flest félög - fyrir utan Icelandair - hækkað nokkuð.

Mynd: Birgir Þór
Magnús Halldórsson

Vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hækk­aði um 0,88 pró­sent í dag og hækk­uðu flest félög á bil­inu 2 til 4 pró­sent nema Icelandair Group en gengi bréfa þess lækk­aði um 0,47 pró­sent. Mesta hækk­unin varð á bréfum HB Granda, 4,48 pró­sent og N1, ríf­lega fjögur pró­sent. Fjar­skipta­fyr­ir­tækin Sím­inn og Voda­fone hækk­uðu mik­ið. Sím­inn um 3,98 pró­sent og Voda­fone um 3,64 pró­sent. Gengi bréfa Voda­fone hefur hækkað um meira en 20 pró­sent á tveimur mán­uð­u­m. Miklar hækkanir voru á markaði í dag, eins og sést á þessari mynd frá Keldunni.Trygg­ing­ar­fé­lögin VÍS, Sjóvá og TM hækk­uðu einnig mik­ið. VÍS um 3,72 pró­sent, Sjóvá 3,53 og TM um 2,35 pró­sent. Eftir mikið verð­hrun á Icelandair Group, sem dró vísi­tölu mark­að­ar­ins nið­ur, þá hafa félög á mark­aði hækkað skarpt síð­ustu við­skipta­daga. Lang­sam­lega verð­mætasta félagið á mark­aðnum er Marel en það er nú ríf­lega 220 millj­arða króna virði, en næst kemur Össur sem er 175 millj­arða króna virði um þessar mund­ir. Icelandair er nú 79 millj­arða króna virði en um mitt ár í fyrra var það 189 millj­arða virði. Þessi mikla lækkun hefur komið illa við stærsta inn­lenda hluta­bréfa­sjóð lands­ins, Stefni ÍS 15, en ríf­lega fjórð­ung eigna sjóðs­ins er bund­inn í bréfum Icelanda­ir. Sjóð­ur­inn er upp 36,8 millj­arða að stærð og hefur ávöxtun hans verið um 10,6 pró­sent á und­an­förnu ári.

Gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum styrkt­ist í dag. Evran kostar nú 119 krónur og Banda­ríkja­dalur 113 krón­ur.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03