Stjórnarandstaðan tekur ekki afstöðu til óséðs jafnlaunavottunarfrumvarps

Píratar, VG og Samfylkingin vilja sjá frumvarp um jafnlaunavottun áður en flokkarnir taka afstöðu til þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur ekki rætt frumvarpið.

Svandís Svavarsdóttir Oddný G. Harðardóttir Ásta Guðrún Helgadóttir Þórunn Egilsdóttir
Auglýsing

Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar vilja öll fá að sjá og lesa frumvarp um jafnlaunavottun áður en flokkarnir taka afstöðu til þess hvort þeir munu styðja frumvarpið. Þetta kemur fram í svörum þingflokksformanna þeirra, Svandísar Svavarsdóttur, Oddnýjar Harðardóttur og Ástu Guðrúnar Helgadóttur, við fyrirspurn Kjarnans um málið. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn flokk jafnréttis en málið hafi ekki verið formlega rætt á þingflokksfundi. 

Frumvarp um jafnlaunavottun er í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vorþingið og kveðið er á um það í stjórnarsáttmála. Hins vegar hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur aðeins eins þingmanns meirihluta og ef Óli Björn og Brynjar standa við það að styðja ekki frumvarpið þarf því stjórnarandstaðan að sitja hjá eða greiða atkvæði með frumvarpinu svo það nái fram að ganga. 

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sagt að hann hafi ekki áhyggjur af því að málið nái ekki fram að ganga.  „Ég hef eng­ar áhyggj­ur af því. Það er skýrt kveðið á um þetta í stjórn­arsátt­mála. Auðvitað ber þá þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna ábyrgð á stuðningi sín­um við stjórn­ar­frum­vörp. Það verða menn bara að ræða heima­fyr­ir í þeim efn­um. En það er líka ljóst að málið nýt­ur stuðnings á þingi langt út fyr­ir stjórn­ar­flokk­ana. Við mun­um að sjálf­sögðu halda ótrauð áfram með und­ir­bún­ing máls­ins og leggja það fram á þingi í vor,“ sagði Þorsteinn við mbl.is í dag. 

Auglýsing

Hann hvatti Brynjar og Óla Björn til að kynna sér málið betur, sem og væntanlegt frumvarp þegar það kemur fram. „Það er bara í takt við vönduð vinnubrögð að móta skoðanir sínar á grundvelli málefnanna þegar þau eru komin fram fullmótuð en ekki á getgátum um það hvernig þau munu mögulega líta út.“ 

Það hyggjast stjórnarandstöðuflokkarnir VG, Píratar og Samfylkingin gera. 

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir við Kjarnann að flokkurinn þurfi að sjá frumvarpið til að geta tekið afstöðu til þess. Sömu sögu sagði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem vill lesa frumvarpið áður en hún tekur afstöðu. „En ég tel almennt nauðsynlegt að stjórnvöld beiti sér gegn kynbundnum launamun.“ 

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvernig atkvæði verði greidd, enda hafi málið ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst þetta alveg áhugaverð hugmynd en það fer svolítið eftir útfærslunni hvort ég muni styðja frumvarpið sem slíkt.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None