#stjórnmál#jafnréttismál

Stjórnarandstaðan tekur ekki afstöðu til óséðs jafnlaunavottunarfrumvarps

Píratar, VG og Samfylkingin vilja sjá frumvarp um jafnlaunavottun áður en flokkarnir taka afstöðu til þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur ekki rætt frumvarpið.

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Vinstri græn, Sam­fylk­ingin og Píratar vilja öll fá að sjá og lesa frum­varp um jafn­launa­vottun áður en flokk­arnir taka afstöðu til þess hvort þeir munu styðja frum­varp­ið. Þetta kemur fram í svörum þing­flokks­for­manna þeirra, Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, Odd­nýjar Harð­ar­dóttur og Ástu Guð­rúnar Helga­dótt­ur, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Þór­unn Egils­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir flokk­inn flokk jafn­réttis en málið hafi ekki verið form­lega rætt á þing­flokks­fund­i. 

Frum­varp um jafn­launa­vottun er í þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir vor­þingið og kveðið er á um það í stjórn­ar­sátt­mála. Hins vegar hafa tveir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Óli Björn Kára­son og Brynjar Níels­son, lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frum­varp­ið. Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hefur aðeins eins þing­manns meiri­hluta og ef Óli Björn og Brynjar standa við það að styðja ekki frum­varpið þarf því stjórn­ar­and­staðan að sitja hjá eða greiða atkvæði með frum­varp­inu svo það nái fram að ganga. 

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hefur sagt að hann hafi ekki áhyggjur af því að málið nái ekki fram að ganga.  „Ég hef eng­ar áhyggj­ur af því. Það er skýrt kveðið á um þetta í stjórn­­­ar­sátt­­mála. Auð­vitað ber þá þing­­flokk­ur sjálf­­stæð­is­manna ábyrgð á stuðn­ingi sín­um við stjórn­­­ar­frum­vörp. Það verða menn bara að ræða heima­­fyr­ir í þeim efn­­um. En það er líka ljóst að málið nýt­ur stuðn­ings á þingi langt út fyr­ir stjórn­­­ar­­flokk­ana. Við mun­um að sjálf­­sögðu halda ótrauð áfram með und­ir­­bún­­ing máls­ins og leggja það fram á þingi í vor,“ sagði Þor­steinn við mbl.is í dag. 

Auglýsing

Hann hvatti Brynjar og Óla Björn til að kynna sér málið bet­ur, sem og vænt­an­legt frum­varp þegar það kemur fram. „Það er bara í takt við vönduð vinnu­brögð að móta skoð­anir sínar á grund­velli mál­efn­anna þegar þau eru komin fram full­mótuð en ekki á get­gátum um það hvernig þau munu mögu­lega líta út.“ 

Það hyggj­ast stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir VG, Píratar og Sam­fylk­ingin ger­a. 

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður VG, segir við Kjarn­ann að flokk­ur­inn þurfi að sjá frum­varpið til að geta tekið afstöðu til þess. Sömu sögu sagði Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem vill lesa frum­varpið áður en hún tekur afstöðu. „En ég tel almennt nauð­syn­legt að stjórn­völd beiti sér gegn kyn­bundnum launa­mun.“ 

Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvernig atkvæði verði greidd, enda hafi málið ekki verið rætt í þing­flokkn­um. „Mér finnst þetta alveg áhuga­verð hug­mynd en það fer svo­lítið eft­ir útfærsl­unni hvort ég muni styðja frum­varpið sem slíkt.“ 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03