Loðnukvótinn sextánfaldaður

Áætlað heildarvirði loðnuaflans í ár er um 17 milljarðar króna. Ekki verður hægt að veiða hann fyrr en að sjómannaverkfallið verður leyst.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Áætlað heildarverðmæti loðnuaflans er um 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fyrr í vetur hafði íslenskum skipum verið úthlutað rúmum 12 þúsund tonnum þannig að aukningin er rúmlega sextánföld.

Ekki verður hægt að veiða loðnuna fyrr en kjaradeila sjómanna og útgerða verður leyst. Sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði. Á föstudag var birt mat á þjóð­hags­legum kostn­aði verk­falls sjó­manna, sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Þar kom fram að gögn bendi til þess að fram­leiðsla og útflutn­ingur á ferskum bol­fiskaf­urðum hafi dreg­ist saman um 40 til 55 pró­sent á þeim tíma sem verk­fall sjó­manna hefur stað­ið, fram til dags­ins í dag. Útflutn­ings­tekjur hafa minnkað um 3,5 til 5 millj­arða króna á þessum tíma, og að nokkru leyti er þetta tap sem verður ekki bætt með nýt­ingu kvóta seinna. Í fersk­fisk­fram­leiðslu eru mestar áhyggjur af mörk­uðum fyrir íslenskar afurð­ir, og hætt­unni á því að missa hluta mark­að­ar­ins ann­að. 

Auglýsing

Í matinu var sérstaklega tekið fram að ef verkfallið myndi standa fram á loðnuvertíðina og veiðar falla niður mun þjóð­ar­búið verða af tekjum sem lík­lega verða taldar í þús­undum millj­óna króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None