Um 25 prósent landsmanna er ánægðir með stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem nú hefur staðið yfir í rúman mánuð. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru ánægðastir en tveir af hverjum þremur þeirra eru sáttir með ríkisstjórnina það sem af er. Ánægjan er mun minni hjá kjósendum Viðreisnar, þar sem tæp 40 prósent eru ánægð, og kjósendum Bjartrar framtíðar, þar sem einungis 14 prósent segjast ánægð. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV greinir frá.
Í frétt RÚV segir enn fremur að einungis eitt til sex prósent kjósenda stjórnarandstöðuflokka sé ánægður með ríkisstjórnina. Karlar eru mun ánægðari með hana en konur og tekjuhærri ánægðari en tekjulægri.
Kjarninn hefur fjallað ítarlega um erfiða byrjun ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og þær sprungur sem myndast hafa í stjórnarsamstarfinu á fyrstu vikum þess.