#efnahagsmál#jafnréttismál

Á annað hundrað konur stíga fram

Félag kvenna í atvinnulífinu ákvað að hvetja konur til að lýsa því yfir að þær séu reiðubúnar að taka að sér ábyrgðarstörf í atvinnulífinu eftir umfjöllun um stöðu kynjanna í fjölmiðlum.

Stjórn FKA og framkvæmdastjóri.
Stjórn FKA og framkvæmdastjóri.

Vel á annað hund­rað konur hafa á und­an­förnum dögum lýst því yfir á sam­fé­lags­miðlum að í ljósi umræðu í fjöl­miðlum vilji þær taka fram að þær séu til­búnar að takast á við ábyrgð­ar­störf í íslensku atvinnu­lífi. Það hafa þær gert með myllu­merk­inu #kon­ur­stíga­fram.

Her­ferðin átti upp­tök sín hjá stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, eftir umfjöllun Kjarn­ans um stöðu kvenna í æðstu stjórn­un­ar­stöðum í fjár­mála­geir­an­um, umfjöllun um sama mál í Kast­ljósi í kjöl­farið og umfjöllun í Mark­aðnum um stöðu kvenna í fram­kvæmda­stjóra­stöðum stórra fyr­ir­tækja. Nið­ur­staðan í öllum umfjöll­unum var svip­uð, staða kvenna í æðstu stjórn­enda­lögum fyr­ir­tækja hefur sára­lítið breyst eða batnað á und­an­förnum árum, og karlar eru í mjög miklum meiri­hluta víð­ast hvar. 

Auglýsing

Áshildur Bragadóttir Eitt stærsta verk­efni FKA á þessu ári verður að beita sér í að auka hlut kvenna í efsta lagi stjórn­­enda. Þessi her­­ferð eru við­brögð við umfjöllun fjöl­miðla um stöðu kvenna í atvinnu­líf­inu, segir ein stjórn­ar­kona FKA, Áshildur Braga­dótt­­ur, for­­stöð­u­­maður Höf­uð­­borg­­ar­­stofu. „Stjórn FKA vildi hvetja konur til að vekja athygli á að þær eru reiðu­búnar til að stíga fram. Konur tóku svo mjög vel við sér, og það er frá­­­bært að sjá það,“ segir Áshildur við Kjarn­ann. Hún segir félagið ætla sér að vera sterkara hreyfi­afl í því að vekja athygli á hlut­deild kvenna og karla í stjórn­um, efsta stjórn­enda­lagi og í fjöl­miðl­um. Það vilji bæði hrósa því sem vel sé gert, og sömu­leiðis stíga fram þegar hallar á kon­ur. 

Hrafn­hildur Haf­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri FKA, bendir á að í félag­inu séu þús­und kven­stjórn­endur og leið­togar sem eru í stjórn­enda­stöðum og gefa kost á sér til áfram­hald­andi for­ystu. Hvatn­ingin fór þannig fram að stjórnin hvatti konur til að vekja athygli á sér með færslu á sam­fé­lags­miðl­um, „og var fyrst og fremst hvatn­ing til að vekja athygli á þeim gríð­ar­lega mannauði sem býr í konum og þær eru til­búnar til að stíga fram,“ segir Hrafn­hild­ur. 

Áshildur segir að hún hafi fylgst mjög vel með jafn­rétt­is­bar­áttu frá því að hún var ung­lingur og henni þyki hlut­irnir hafa þró­ast mjög hægt. „Ég á fjórar dætur og ég er svo­lítið óþol­in­móð og vil fara að sjá meiri breyt­ing­ar.“ Konur þurfi að vera óhræddar við að tjá sig og þá þurfi líka að fá karla til liðs við þær við að stíga fram með það að ástandið sé óeðli­legt. „Við erum með fleiri konur sem eru mennt­að­ar, en á sama tíma þá sjáum við að konur virð­ast ekki vera valdar í jafn ríkum mæli til ábyrgð­ar­starfa. Ég vil sjá þetta ger­ast hrað­ar­.“ 

Yfir 90 pró­sent stjórn­enda fjár­mála­kerf­is­ins karlar

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í vik­unni eru 91 pró­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi karl­ar. Það eru 80 karl­ar, en átta konur sem eru í æðstu stjórn­enda­stöð­um við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. 

Þegar Kjarn­inn fram­kvæmdi úttekt­ina fyrst, í febr­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­ur. Hlut­falls­lega skipt­ingin var því þannig að karlar voru 93 pró­sent stjórn­enda en konur sjö pró­sent. Árið 2015 voru störfin 87, karl­arnir 80 og kon­urnar sjö. Hlut­fallið hafði því „lagast“ en var samt þannig að 92 pró­sent stjórn­enda voru karlar en átta pró­sent kon­ur. Í fyrra var hlut­fallið það sama og árið áður. 92 pró­sent þeirra sem stýrðu pen­ingum hér­lendis voru karl­ar. Hlut­fallið hefur því nán­ast ekk­ert breyst á síð­ustu fjórum árum.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira úr sama flokkiInnlent
None