Á annað hundrað konur stíga fram

Félag kvenna í atvinnulífinu ákvað að hvetja konur til að lýsa því yfir að þær séu reiðubúnar að taka að sér ábyrgðarstörf í atvinnulífinu eftir umfjöllun um stöðu kynjanna í fjölmiðlum.

Stjórn FKA og framkvæmdastjóri.
Stjórn FKA og framkvæmdastjóri.
Auglýsing

Vel á annað hundrað konur hafa á undanförnum dögum lýst því yfir á samfélagsmiðlum að í ljósi umræðu í fjölmiðlum vilji þær taka fram að þær séu tilbúnar að takast á við ábyrgðarstörf í íslensku atvinnulífi. Það hafa þær gert með myllumerkinu #konurstígafram.

Herferðin átti upptök sín hjá stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, eftir umfjöllun Kjarnans um stöðu kvenna í æðstu stjórnunarstöðum í fjármálageiranum, umfjöllun um sama mál í Kastljósi í kjölfarið og umfjöllun í Markaðnum um stöðu kvenna í framkvæmdastjórastöðum stórra fyrirtækja. Niðurstaðan í öllum umfjöllunum var svipuð, staða kvenna í æðstu stjórnendalögum fyrirtækja hefur sáralítið breyst eða batnað á undanförnum árum, og karlar eru í mjög miklum meirihluta víðast hvar. 

Auglýsing

Áshildur Bragadóttir Eitt stærsta verk­efni FKA á þessu ári verður að beita sér í að auka hlut kvenna í efsta lagi stjórn­enda. Þessi her­ferð eru viðbrögð við umfjöllun fjölmiðla um stöðu kvenna í atvinnulífinu, segir ein stjórnarkona FKA, Áshildur Braga­dótt­ur, for­stöðu­maður Höf­uð­borg­ar­stofu. „Stjórn FKA vildi hvetja konur til að vekja athygli á að þær eru reiðubúnar til að stíga fram. Konur tóku svo mjög vel við sér, og það er frá­bært að sjá það,“ segir Áshildur við Kjarn­ann. Hún segir félagið ætla sér að vera sterkara hreyfiafl í því að vekja athygli á hlutdeild kvenna og karla í stjórnum, efsta stjórnendalagi og í fjölmiðlum. Það vilji bæði hrósa því sem vel sé gert, og sömuleiðis stíga fram þegar hallar á konur. 

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, bendir á að í félaginu séu þúsund kvenstjórnendur og leiðtogar sem eru í stjórnendastöðum og gefa kost á sér til áframhaldandi forystu. Hvatningin fór þannig fram að stjórnin hvatti konur til að vekja athygli á sér með færslu á samfélagsmiðlum, „og var fyrst og fremst hvatning til að vekja athygli á þeim gríðarlega mannauði sem býr í konum og þær eru tilbúnar til að stíga fram,“ segir Hrafnhildur. 

Áshildur segir að hún hafi fylgst mjög vel með jafnréttisbaráttu frá því að hún var unglingur og henni þyki hlutirnir hafa þróast mjög hægt. „Ég á fjórar dætur og ég er svolítið óþolinmóð og vil fara að sjá meiri breytingar.“ Konur þurfi að vera óhræddar við að tjá sig og þá þurfi líka að fá karla til liðs við þær við að stíga fram með það að ástandið sé óeðlilegt. „Við erum með fleiri konur sem eru menntaðar, en á sama tíma þá sjáum við að konur virðast ekki vera valdar í jafn ríkum mæli til ábyrgðarstarfa. Ég vil sjá þetta gerast hraðar.“ 

Yfir 90 prósent stjórnenda fjármálakerfisins karlar

Líkt og Kjarninn greindi frá fyrr í vikunni eru 91 prósent þeirra sem stýra peningum á Íslandi karlar. Það eru 80 karlar, en átta konur sem eru í æðstu stjórnendastöðum viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og –miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða. 

Þegar Kjarninn framkvæmdi úttektina fyrst, í febrúar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 talsins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex konur. Hlutfallslega skiptingin var því þannig að karlar voru 93 prósent stjórnenda en konur sjö prósent. Árið 2015 voru störfin 87, karlarnir 80 og konurnar sjö. Hlutfallið hafði því „lagast“ en var samt þannig að 92 prósent stjórnenda voru karlar en átta prósent konur. Í fyrra var hlutfallið það sama og árið áður. 92 prósent þeirra sem stýrðu peningum hérlendis voru karlar. Hlutfallið hefur því nánast ekkert breyst á síðustu fjórum árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None