Á annað hundrað konur stíga fram

Félag kvenna í atvinnulífinu ákvað að hvetja konur til að lýsa því yfir að þær séu reiðubúnar að taka að sér ábyrgðarstörf í atvinnulífinu eftir umfjöllun um stöðu kynjanna í fjölmiðlum.

Stjórn FKA og framkvæmdastjóri.
Stjórn FKA og framkvæmdastjóri.
Auglýsing

Vel á annað hund­rað konur hafa á und­an­förnum dögum lýst því yfir á sam­fé­lags­miðlum að í ljósi umræðu í fjöl­miðlum vilji þær taka fram að þær séu til­búnar að takast á við ábyrgð­ar­störf í íslensku atvinnu­lífi. Það hafa þær gert með myllu­merk­inu #kon­ur­stíga­fram.

Her­ferðin átti upp­tök sín hjá stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, eftir umfjöllun Kjarn­ans um stöðu kvenna í æðstu stjórn­un­ar­stöðum í fjár­mála­geir­an­um, umfjöllun um sama mál í Kast­ljósi í kjöl­farið og umfjöllun í Mark­aðnum um stöðu kvenna í fram­kvæmda­stjóra­stöðum stórra fyr­ir­tækja. Nið­ur­staðan í öllum umfjöll­unum var svip­uð, staða kvenna í æðstu stjórn­enda­lögum fyr­ir­tækja hefur sára­lítið breyst eða batnað á und­an­förnum árum, og karlar eru í mjög miklum meiri­hluta víð­ast hvar. 

Auglýsing

Áshildur Bragadóttir Eitt stærsta verk­efni FKA á þessu ári verður að beita sér í að auka hlut kvenna í efsta lagi stjórn­­enda. Þessi her­­ferð eru við­brögð við umfjöllun fjöl­miðla um stöðu kvenna í atvinnu­líf­inu, segir ein stjórn­ar­kona FKA, Áshildur Braga­dótt­­ur, for­­stöð­u­­maður Höf­uð­­borg­­ar­­stofu. „Stjórn FKA vildi hvetja konur til að vekja athygli á að þær eru reiðu­búnar til að stíga fram. Konur tóku svo mjög vel við sér, og það er frá­­­bært að sjá það,“ segir Áshildur við Kjarn­ann. Hún segir félagið ætla sér að vera sterkara hreyfi­afl í því að vekja athygli á hlut­deild kvenna og karla í stjórn­um, efsta stjórn­enda­lagi og í fjöl­miðl­um. Það vilji bæði hrósa því sem vel sé gert, og sömu­leiðis stíga fram þegar hallar á kon­ur. 

Hrafn­hildur Haf­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri FKA, bendir á að í félag­inu séu þús­und kven­stjórn­endur og leið­togar sem eru í stjórn­enda­stöðum og gefa kost á sér til áfram­hald­andi for­ystu. Hvatn­ingin fór þannig fram að stjórnin hvatti konur til að vekja athygli á sér með færslu á sam­fé­lags­miðl­um, „og var fyrst og fremst hvatn­ing til að vekja athygli á þeim gríð­ar­lega mannauði sem býr í konum og þær eru til­búnar til að stíga fram,“ segir Hrafn­hild­ur. 

Áshildur segir að hún hafi fylgst mjög vel með jafn­rétt­is­bar­áttu frá því að hún var ung­lingur og henni þyki hlut­irnir hafa þró­ast mjög hægt. „Ég á fjórar dætur og ég er svo­lítið óþol­in­móð og vil fara að sjá meiri breyt­ing­ar.“ Konur þurfi að vera óhræddar við að tjá sig og þá þurfi líka að fá karla til liðs við þær við að stíga fram með það að ástandið sé óeðli­legt. „Við erum með fleiri konur sem eru mennt­að­ar, en á sama tíma þá sjáum við að konur virð­ast ekki vera valdar í jafn ríkum mæli til ábyrgð­ar­starfa. Ég vil sjá þetta ger­ast hrað­ar­.“ 

Yfir 90 pró­sent stjórn­enda fjár­mála­kerf­is­ins karlar

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í vik­unni eru 91 pró­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi karl­ar. Það eru 80 karl­ar, en átta konur sem eru í æðstu stjórn­enda­stöð­um við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. 

Þegar Kjarn­inn fram­kvæmdi úttekt­ina fyrst, í febr­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­ur. Hlut­falls­lega skipt­ingin var því þannig að karlar voru 93 pró­sent stjórn­enda en konur sjö pró­sent. Árið 2015 voru störfin 87, karl­arnir 80 og kon­urnar sjö. Hlut­fallið hafði því „lagast“ en var samt þannig að 92 pró­sent stjórn­enda voru karlar en átta pró­sent kon­ur. Í fyrra var hlut­fallið það sama og árið áður. 92 pró­sent þeirra sem stýrðu pen­ingum hér­lendis voru karl­ar. Hlut­fallið hefur því nán­ast ekk­ert breyst á síð­ustu fjórum árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None