523 hjúkringarfræðinga vantar til starfa á íslenskar heilbrigðisstofnanir, í allt að 405 stöðugildi, samkvæmt mati framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra á öllum heilbrigðisstofnunum á Íslandi, sem hafa hjúkrunarfræðinga í vinnu. Jafnframt vantar 290 hjúkrunarfræðinga til starfa til þess að manna fjármögnuð stöðugildi á þessum heilbrigðisstofnunum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga. Staðan var könnuð á öllum heilbrigðisstofnunum sem hafa hjúkrunarfræðinga í vinnu.
Stöðugur skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum undanfarna áratugi. Samkvæmt greiningunni eru einungis 69% hjúkrunarfræðinga félagsmenn í félaginu, og um þúsund hjúkrunarfræðinga starfa við annað en hjúkrun. Brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi að meðaltali 15% á undanförnum fimm árum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur til að brugðist verði við skorti á hjúkrunarfræðingum með því að veita meira fé til menntunar hjúkrunarfræðinga og með því að hækka laun þeirra til samræmis við aðra opinbera starfsmenn. „Þá þarf að leita leiða til að draga úr vinnuálagi og bæta starfsumhverfi til þess að sporna gegn skertu starfshlutfalli hjúkrunarfræðinga, en það er að meðaltali 71%, og talið mega rekja til starfsumhverfis, vinnufyrirkomulags, vinnutíma og álags í starfi.“