Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Auglýsing

„Veru­leik­inn er sá, tel ég vera póli­tískt, að við séum að horfa upp á það…miðað við þessa umræðu hér að í raun og veru sé hér hreinn meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins við völd með stuðn­ingi tveggja flokka sem kjósa að tjá sig ekki í stórum mál­u­m.“ Þetta sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, á þingi í dag. 

Fjöl­margir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar gagn­rýndu þing­menn Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar harð­lega fyrir að hafa ekki tekið þátt í tveimur sér­stökum umræðum í þing­inu í gær. Þetta gerðu þing­menn­irnir við upp­haf þing­fundar í dag undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Umræð­urnar voru ann­ars vegar um skýrslu um nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána og hins vegar skil á skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­u­m. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, reið á vaðið og sagði þetta hafa vakið athygli hans og margra ann­arra. Ekki síst í ljósi þess að engin mál frá rík­is­stjórn­inni væru á dag­skránni í dag og rödd þess­ara flokka heyrð­ist því ekki í hinni lýð­ræð­is­legu umræðu. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu hin nýju stjórn­mál sem þessir tveir flokkar hafa boð­að.“ 

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður VG, kom í kjöl­far­ið. Hún sagði þessa tvo stjórn­ar­flokka segja pass í þessum stóru mál­um. Það væri ekki góður bragur á þing­stör­f­unum ef svona ætti þetta að vera, og bað for­seta Alþingis að ræða mál­ið. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, tók svo undir með þeim og kvart­aði yfir því að flokk­arnir hafi ekki séð sér fært að taka þátt í umræð­un­um. Henni þætti það mjög leitt. „Það hefur verið van­inn, jafn­vel hjá litlum þing­flokk­um, að taka þátt í sér­stökum umræð­um, jafn­vel þó það sé erfitt.“ Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði þögn­ina hafa verið ærandi. „Er ekki einmitt gert ráð fyrir því að þá komi rödd allra þing­flokka fram, sjón­ar­mið og áherslur í málum sem dregin eru hér fram í sér­stökum umræð­u­m?“ 

Birgir Ármanns­son svar­aði þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unnar og sagði að málið sé „ein­hver sú kol­vit­laus­asta fýlu­bomba sem ég hef séð stjórn­ar­and­stöðu reyna að sprengja.“ Hann sagði það átak­an­legt ef mál­efna­þurrð stjórn­ar­and­stöð­unnar væri með þessum hætt­i. 

Orð Svan­dísar lét hún falla eftir að Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafði komið Við­reisn og Bjartri fram­tíð til varn­ar. Eng­inn þing­maður Við­reisnar eða Bjartrar fram­tíðar tók til máls í þessum umræðum í dag. Nicole Leigh Mosty, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, ræddi málið síðar undir liðnum störf þings­ins. Hún sagði að engum ætti að dylj­ast að Björt fram­tíð hefði verið á móti nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána, en hún hafi ekki tekið þátt í umræð­unni því hún hefði ekk­ert meira um málið að segja. Henni þætti tíma þings­ins betur varið í annað en keppni um það hver tal­aði hæst. 

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, svar­aði líka gagn­rýn­inni undir liðnum störf þings­ins. Hún benti á að það hefði tekið Bene­dikt Jóhann­es­son, for­mann Við­reisnar og núver­andi fjár­mála­ráð­herra, mjög stuttan tíma að birta báðar þær skýrslur sem um var rætt eftir að hann tók emb­ætti. Flokk­ur­inn hafi ekki verið til þegar leið­rétt­ingin var gerð og því hafi flokk­ur­inn ekki form­lega afstöðu í því máli. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None