Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Auglýsing

„Veruleikinn er sá, tel ég vera pólitískt, að við séum að horfa upp á það…miðað við þessa umræðu hér að í raun og veru sé hér hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd með stuðningi tveggja flokka sem kjósa að tjá sig ekki í stórum málum.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, á þingi í dag. 

Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega fyrir að hafa ekki tekið þátt í tveimur sérstökum umræðum í þinginu í gær. Þetta gerðu þingmennirnir við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Umræðurnar voru annars vegar um skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar skil á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, reið á vaðið og sagði þetta hafa vakið athygli hans og margra annarra. Ekki síst í ljósi þess að engin mál frá ríkisstjórninni væru á dagskránni í dag og rödd þessara flokka heyrðist því ekki í hinni lýðræðislegu umræðu. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu hin nýju stjórnmál sem þessir tveir flokkar hafa boðað.“ 

Auglýsing

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, kom í kjölfarið. Hún sagði þessa tvo stjórnarflokka segja pass í þessum stóru málum. Það væri ekki góður bragur á þingstörfunum ef svona ætti þetta að vera, og bað forseta Alþingis að ræða málið. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, tók svo undir með þeim og kvartaði yfir því að flokkarnir hafi ekki séð sér fært að taka þátt í umræðunum. Henni þætti það mjög leitt. „Það hefur verið vaninn, jafnvel hjá litlum þingflokkum, að taka þátt í sérstökum umræðum, jafnvel þó það sé erfitt.“ Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði þögnina hafa verið ærandi. „Er ekki einmitt gert ráð fyrir því að þá komi rödd allra þingflokka fram, sjónarmið og áherslur í málum sem dregin eru hér fram í sérstökum umræðum?“ 

Birgir Ármannsson svaraði þingmönnum stjórnarandstöðunnar og sagði að málið sé „einhver sú kolvitlausasta fýlubomba sem ég hef séð stjórnarandstöðu reyna að sprengja.“ Hann sagði það átakanlegt ef málefnaþurrð stjórnarandstöðunnar væri með þessum hætti. 

Orð Svandísar lét hún falla eftir að Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði komið Viðreisn og Bjartri framtíð til varnar. Enginn þingmaður Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar tók til máls í þessum umræðum í dag. Nicole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi málið síðar undir liðnum störf þingsins. Hún sagði að engum ætti að dyljast að Björt framtíð hefði verið á móti niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána, en hún hafi ekki tekið þátt í umræðunni því hún hefði ekkert meira um málið að segja. Henni þætti tíma þingsins betur varið í annað en keppni um það hver talaði hæst. 

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, svaraði líka gagnrýninni undir liðnum störf þingsins. Hún benti á að það hefði tekið Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar og núverandi fjármálaráðherra, mjög stuttan tíma að birta báðar þær skýrslur sem um var rætt eftir að hann tók embætti. Flokkurinn hafi ekki verið til þegar leiðréttingin var gerð og því hafi flokkurinn ekki formlega afstöðu í því máli. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None