Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Auglýsing

„Veru­leik­inn er sá, tel ég vera póli­tískt, að við séum að horfa upp á það…miðað við þessa umræðu hér að í raun og veru sé hér hreinn meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins við völd með stuðn­ingi tveggja flokka sem kjósa að tjá sig ekki í stórum mál­u­m.“ Þetta sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, á þingi í dag. 

Fjöl­margir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar gagn­rýndu þing­menn Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar harð­lega fyrir að hafa ekki tekið þátt í tveimur sér­stökum umræðum í þing­inu í gær. Þetta gerðu þing­menn­irnir við upp­haf þing­fundar í dag undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Umræð­urnar voru ann­ars vegar um skýrslu um nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána og hins vegar skil á skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­u­m. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, reið á vaðið og sagði þetta hafa vakið athygli hans og margra ann­arra. Ekki síst í ljósi þess að engin mál frá rík­is­stjórn­inni væru á dag­skránni í dag og rödd þess­ara flokka heyrð­ist því ekki í hinni lýð­ræð­is­legu umræðu. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu hin nýju stjórn­mál sem þessir tveir flokkar hafa boð­að.“ 

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður VG, kom í kjöl­far­ið. Hún sagði þessa tvo stjórn­ar­flokka segja pass í þessum stóru mál­um. Það væri ekki góður bragur á þing­stör­f­unum ef svona ætti þetta að vera, og bað for­seta Alþingis að ræða mál­ið. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, tók svo undir með þeim og kvart­aði yfir því að flokk­arnir hafi ekki séð sér fært að taka þátt í umræð­un­um. Henni þætti það mjög leitt. „Það hefur verið van­inn, jafn­vel hjá litlum þing­flokk­um, að taka þátt í sér­stökum umræð­um, jafn­vel þó það sé erfitt.“ Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði þögn­ina hafa verið ærandi. „Er ekki einmitt gert ráð fyrir því að þá komi rödd allra þing­flokka fram, sjón­ar­mið og áherslur í málum sem dregin eru hér fram í sér­stökum umræð­u­m?“ 

Birgir Ármanns­son svar­aði þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unnar og sagði að málið sé „ein­hver sú kol­vit­laus­asta fýlu­bomba sem ég hef séð stjórn­ar­and­stöðu reyna að sprengja.“ Hann sagði það átak­an­legt ef mál­efna­þurrð stjórn­ar­and­stöð­unnar væri með þessum hætt­i. 

Orð Svan­dísar lét hún falla eftir að Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafði komið Við­reisn og Bjartri fram­tíð til varn­ar. Eng­inn þing­maður Við­reisnar eða Bjartrar fram­tíðar tók til máls í þessum umræðum í dag. Nicole Leigh Mosty, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, ræddi málið síðar undir liðnum störf þings­ins. Hún sagði að engum ætti að dylj­ast að Björt fram­tíð hefði verið á móti nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána, en hún hafi ekki tekið þátt í umræð­unni því hún hefði ekk­ert meira um málið að segja. Henni þætti tíma þings­ins betur varið í annað en keppni um það hver tal­aði hæst. 

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, svar­aði líka gagn­rýn­inni undir liðnum störf þings­ins. Hún benti á að það hefði tekið Bene­dikt Jóhann­es­son, for­mann Við­reisnar og núver­andi fjár­mála­ráð­herra, mjög stuttan tíma að birta báðar þær skýrslur sem um var rætt eftir að hann tók emb­ætti. Flokk­ur­inn hafi ekki verið til þegar leið­rétt­ingin var gerð og því hafi flokk­ur­inn ekki form­lega afstöðu í því máli. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None