Veitingastaðurinn DILL Restaurant hefur fengið eina Michelinstjörnu. Um er að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir fá. DILL hefur áður hlotið margskonar viðurkenningar og hefur verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic og Nordic Prize.
Yfirkokkur á DILL er Ragnar Eiríksson. Hann tók við þeirri stöðu í árslok 2015 þegar Gunnar Karl Gíslason flutti til New York og setti upp veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York í samstarfi við Claus Meyer. Agern fékk sína Michelin stjörnu seint á síðasta ári.
Í tilkynningu vegna þess segir að veitingastjóri Sæmundar í sparifötunum, Ólafur Ágústsson, hafi þá tekið við stöðu Gunnars og sé nú starfandi framkvæmdastjóri á Sæmundi í sparifötunum og hefur yfirumsjón með DILL Restaurant, Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends Reykjavík ásamt Hinriki Carl Ellertssyni.Innanhúshönnuður DILL er Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður sem hefur skapað sér orð víða um heim fyrir störf sín. Hann gerði leikmyndir fyrir kvikmyndir á borð The Good Heart og París Norðursins og hefur einnig hannað fyrir KEX Hostel, Geysi, Mikkeller og mörg önnur fyrirtæki.