Krónan styrkist og styrkist – Hvar stoppar hún?

Mikill gangur er nú í íslenska hagkerfinu og hefur gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum styrkst mikið að undanförnu.

Dönsk króna
Auglýsing

Banda­ríkja­dalur kostar nú 107 krón­ur, evran 113 og norska krónan 12,8 krón­ur. Ekki er nema eitt og hálft ár síðan að Banda­ríkja­dal­ur­inn var í tæp­lega 140 krón­um, evran í 150 og norska krónan í 19 krón­um. 

Mikil styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum hefur verið stöðug síð­ustu vikur og bendir margt til þess að styrk­ingin verði við­var­andi á næstu mán­uðum og fram eftir ári, ef Seðla­bank­inn beitir sér ekki á mark­aði til að veikja krón­una, eins og hann gerði ítrekað í fyrra.

Innan útflutn­ings­fyr­ir­tækja og ferða­þjón­ust­unnar eru áhyggju­raddir farnar að heyrast, og spurt að því, hvar jafn­vægið geti mynd­ast. Sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­hliðar hag­kerf­is­ins minnkar eftir því sem krónan getur styrk­ist.

Auglýsing

Sér­fræð­inga­hópur á vegum for­sæt­is­ráðu­neytis Sig­urðar Inga Jóhanns­son, þáver­andi for­sæts­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók saman upp­lýs­ingar um mögu­leg áhrif þess ef krónan myndi styrkj­ast áfram, en skýrsla hóps­ins var birt í lok árs. 

Í sam­an­tekt úr henni segir meðal ann­ar: „Styrk­ing krón­unnar er til marks um bætta stöðu Íslands. Mikil spurn er eftir íslenskum vörum og þjón­ustu sem styrkir gengið og gerir Ísland að dýr­ari kosti. Þessi staða kallar á gam­al­kunnar hættur og krefst mik­ils aga í hag­stjórn. Styrk­ing krón­unnar og veru­leg hækkun launa setur útflutn­ings­at­vinnu­vegi í vanda og rýrir sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins. Hin jákvæðu skil­yrði sem leika nú um efna­hags­lífið geta því fljótt snú­ist upp í and­hverfu sína. Þetta er mik­il­vægt að greina vel þegar líður að næstu skrefum í áætlun stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta.“

Þessa mynd sýndi Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, á fundi með Rótarý klúbb Kópavogs á dögunum, en glærurnar af fundinum eru aðgengilegar á vef Seðlabankas. Þarna sést vel hversu mikil áhrif ferðaþjónustan er að hafa á viðskiptajöfnuð þjóðarbússins.

Styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu myntum í febr­úar mán­uði var um 9 pró­sent, og ef fram heldur sem horf­ir, þá verður verðið á Banda­ríkja­dal komið undir 100 krónur strax í mars eða apríl mán­uði. En ef það er eitt­hvað sem er erfitt þá er það, að spá fyrir um gengi krón­unnar fram í tím­ann. 

Í fyrra styrkt­ist gengið um 18,4 pró­sent gagn­vart helstu myntum og vann Seðla­banki Íslands veru­lega á móti styrk­ing­unni með kaupum á gjald­eyri. Hann hefur hins vegar ekki gert mikið af því upp á síðkast­ið.

Straumur ferða­manna til lands­ins hefur verið veru­legur og var aukn­ingin milli ára í jan­úar ríf­lega 60 pró­sent. Búist er við enn einu metár­inu í fjölda ferða­manna á þessu ári, og má reikna með að gjald­eyr­is­inn­streymi vegna ferða­þjón­ust­unni fari jafn­vel yfir 500 millj­arða króna og heild­ar­fjöld­inn yfir 2,3 millj­ón­ir.

Þrátt fyrir ríf­lega tveggja mán­aða sjó­manna­verk­fall, sem hófst 14. des­em­ber, og lítið sem ekk­ert gjald­eyr­is­inn­streymi vegna sjáv­ar­út­vegs á þeim tíma, þá styrkt­ist gengi krón­unnar veru­lega sam­hliða verk­fall­inu, einkum í seinni hluta jan­úar og fram eftir þessum mán­uði. Það segir sína sögu um breytta stöðu hag­kerf­is­ins frá því sem var fyrir um ára­tug. 



Sér­fræð­inga­hóp­ur­inn á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins segir í skýrslu sinni að betra sé að hugsa til fram­tíð­ar, þegar kemur að geng­is­styrk­ing­unni, og nefnir sér­stak­lega níu áherslu­at­riði



Þeir eru þess­ir:

1. Vinnu­mark­aðsum­bætur þarf að setja á odd­inn 

  • Efla vinnu­mark­aðsum­gjörð og stöðu rík­is­sátta­semj­ara og vinna eftir sam­komu­lagi um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda, m.a. með jöfnun launa á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði

2. Tíma­bært er að end­ur­skoða pen­inga- og geng­is­stefnu

  • End­ur­skoðun snú­ist um hvernig skapa megi stöðugra og fyr­ir­sjá­an­legra efna­hags­um­hverfi til fram­tíðar

3. Mark­miðum laga um opin­ber fjár­mál þarf að fylgja eftir af festu

  • Mik­il­vægt er að fjár­mála­stefna hins opin­bera haldi og hún sé reist á traustum for­sendum

4. Ákvarð­ana­taka og aðgerðir í mál­efnum ferða­þjón­ust­unnar eru nauð­syn­legar

  • Rík­is­stjórnin taki skýra afstöðu til stýr­ing­ar, skatt­lagn­ingar og gjald­töku og sam­hæfi stofna­naum­gjörð ferða­þjón­ust­unnar

5. Var­úð­ar­sjóður stofn­aður

  • Góðar aðstæður eru til að byggja upp var­úð­ar­sjóð með auð­linda­tekj­um, svo sem arð­greiðslum orku­fyr­ir­tækja í eigu rík­is­sjóðs. Fram­leiðni­vett­vangur settur á lagg­irnar
  • Stjórnin stofni fram­leiðni­vett­vang til að koma með til­lögur um aukna fram­leiðni á ein­stökum sviðum

6. Fram­leiðni­vett­vangur settur á lagg­irnar

  • Stjórnin stofni fram­leiðni­vett­vang til að koma með til­lögur um aukna fram­leiðni á ein­stökum sviðum

7. Afnám fjár­magns­hafta við réttar aðstæður

  • Losa enn frekar um höft á útflæði á næst­unni að því marki sem kostur er með hlið­sjón af áætlun stjórn­valda um losun hafta og stöðu aflandskróna sem bundnar eru inni í hag­kerf­in­u. 

8. Við­bót­ar­heim­ild til erlendra fjár­fest­inga líf­eyr­is­sjóða

  • Bæta við heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­inga erlendis fjár­hæð sem nýt­an­leg væri hvenær sem er innan árs­ins

9. Aukið aðhald í rekstri hins opin­bera

  • Opin­ber fjár­mál styðja ekki nægi­lega við hag­stjórn við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóð­ar­bú­skapn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None