Fyrstu tölurnar komnar fram sem sýna fækkun Íslendinga í Noregi

Nýjar tölur norsku hagstofunnar sýna að Íslendingum er byrjað að fækka í Noregi, í fyrsta skipti frá hruni.

norges_sjmatrnd_prosjekt_sverige_foto_yrjanbertelsen_002-1.jpg
Auglýsing

Nýj­ustu tölu norsku hag­stof­unn­ar, frá því í síð­ustu viku, sýna að Íslend­ingum er nú tekið að fækka í Nor­egi í fyrsta skipti frá hruni. Í byrjun árs 2016 voru Íslend­ingar í Nor­egi 9.573, eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans 23. febr­úar síð­astlinn, og fjölg­aði þeim um 354 ein­stak­linga frá árinu á und­an. Um þessar mundir skráir norska hag­stofan hins vegar 9.246 ein­stak­linga, og hefur þeim því fækkað um 308 frá árinu á und­an. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslend­ingum í Nor­egi fækkar milli ára frá hruni. Þetta stærsta Íslend­inga­sam­fé­lag utan Íslands, er nú svipað stórt og sam­fé­lag Banda­ríkja­manna í Nor­egi, en sam­kvæmt nýj­ustu tölum norsku hag­stof­unnar þá búa 9.210 Banda­ríkja­menn í Nor­egi.Langstærsti hópur Inn­flytj­enda í Nor­egi kemur frá Pól­landi, eða ríf­lega 102 þús­und manns. Þar á eftir koma Svíar en þeir eru 44 þús­und í Nor­egi, en heildar­í­búa­fjöldi í land­inu er nú 5,2 millj­ón­ir. Fjöldi inn­flytj­enda er tæp­lega 560 þús­und, eða um 11 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda. Sam­bæri­leg tala á Íslandi er á milli 8 og 9 pró­sent.

Hér má sjá tölurnar yfir innflytjendasamfélagið í Noregi, eins og þær litu út 1. janúar 2017.

Úr 19 í 12,8

Norska krónan kostar nú 12,8 íslenskar krónur en fyrir tveimur árum kost­aði hún tæp­­lega 19 krón­­ur. Mörg íslensk fyr­ir­tæki hafa unnið að verk­efnum í Nor­egi, meðal ann­­ars tækn­i­­fyr­ir­tæki og verk­fræð­i­­stof­­ur, og hefur þessi geng­is­munur því minnkað fram­­legð þeirra af verk­efnum sem fyr­ir­tækin hafa verið að sinna með starfs­­fólki á Íslandi.

Auglýsing

Efna­hags­­dýfa í Nor­egi

Norska hag­­kerfið hefur verið að glíma við efna­hagslægð sam­hliða hraðri lækkun olíu­­verðs á heims­­mörk­uð­­um. Árið 2014 var verðið á hrá­olíu rúm­­lega hund­rað Banda­­ríkja­dalir á tunn­una en það fór lægst í 26 Banda­­ríkja­dali í febr­­úar í fyrra. Nú er það 54 Banda­­ríkja­dalir og hefur því rúm­­lega tvö­­fald­­ast á einu ári. Það telst þó enn vera í lágt, í sög­u­­legu til­­lit­i. 

Í umfjöllun norska við­­skipta­f­rétta­mið­ils­ins Dag­ens Nær­ingsliv hefur komið fram að olíu­­iðn­­að­­ur­inn í Nor­egi þurfi að hafa verið yfir 65 Banda­­ríkja­dölum til að hagn­aður skap­ist í öllum iðn­­að­in­­um. Norska hag­­kerfið er þrátt fyrir erf­ið­­leik­ana í olíu­­iðn­­að­inum afar sterkt. Atvinn­u­­leysi mælist nú 4,7 pró­­sent en mest hefur það verið í ýmsum þjón­ust­u­iðn­­aði við olíu­­fram­­leiðslu. Roga­land, þar sem Stavan­­ger er stærsta sveit­­ar­­fé­lag­ið, hefur sér­­stak­­lega fundið fyrir þessar nið­­ur­­sveiflu í olíu­­iðn­­að­inum en nokkuð stór hluti Íslend­inga­­sam­­fé­lags­ins í Nor­egi býr á því svæð­i. 

Gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri norsku hefur styrkst mikið á undanförnum árum, eins og sést á þessari mynd frá Keldunni.

Gengi íslensku krón­unnar gagn­vart þeirri norsku hefur styrkst mikið á und­an­förnum árum, eins og sést á þess­ari mynd frá Keld­unni.

Nýta olíu­­auð­inn

Nor­egur er eitt allra rík­­asta land heims en þessi rúm­­lega fimm millj­­óna þjóð á fjár­­­fest­inga­­sjóð sem nemur tæp­­lega 890 millj­­örðum Banda­­ríkja­dala að stærð, eða sem nemur um 98 þús­und millj­­örðum króna. Það er upp­­hæð sem nemur um 20 millj­­ónum króna á hvern ein­asta Norð­­mann. Sjóð­­ur­inn á meðal ann­­ars um eitt pró­­sent af öllum skráðum hluta­bréfum í Evr­­ópu, en í mars á síð­­asta ári ákváðu norsk stjórn­­völd að nýta 718 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, eða tæp­­lega 90 millj­­arða íslenskra króna, til upp­­­bygg­ingar í norsku efna­hags­líf­i. 

Sjóð­­ur­inn er rek­inn undir sjálf­­stæðri stjórn, sem heyrir undir norska fjár­­­mála­ráðu­­neytið og Seðla­­banka Nor­egs, en for­­stjóri hans er Yngve Slyngstad. Sjóð­­ur­inn er að öllu leyti í eigu norsku þjóð­­ar­inn­­ar, en fjár­­­magnið í hann kemur frá olíu­­fram­­leiðslu í norskri lög­­­sögu þar sem Statoil er lang­­sam­­lega stærsta fyr­ir­tæk­ið, en norska ríkið á 68 pró­­sent hlut í því. Hagn­aður af olíu­­fram­­leiðslu er svo skatt­lagður upp á tæp­­lega 80 pró­­sent, og því fer nær allur hagn­aður af olíu­­fram­­leiðslu í norskri lög­­­sögu í olíu­­­sjóð­inn.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None