Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts

Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.

Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Auglýsing

Sum­arið í Nor­egi ein­kennd­ist af minni úrkomu í suð­ur­hluta lands­ins en í með­al­ári. Þetta ástand kom í kjöl­far vetrar þar sem snjóað hafði minna en að með­al­tali. Þetta óvenju­lega árferði er stærsta ástæða þess að uppi­stöðu­lón vatns­afls­virkj­ana hafa verið rétt hálf full eða rúm­lega það þetta haust­ið.

En skýr­ing­anna er ef til vill að leita enn lengra aftur í tím­ann. Því á ákveðnum svæðum hefur t.d. snjóað mun minna í nokkur ár sam­fleytt en búast hefði mátt við miðað við árin á und­an.

Nú eru ákveðnar blikur á lofti í úrkom­unni. Því síð­ustu daga hefur rignt mik­ið, en þó á afmörk­uðum svæð­um, á þessum suð­lægu slóðum í Nor­egi. Þegar hafa fallið um 70 mm af úrkomu í Tel­emark, svo dæmi sé tek­ið. Jarð­veg­ur­inn var vissu­lega orð­inn þurr svo að hann dregur í sig mikið af regn­vatn­inu en uppi­stöðu­lónin munu taka við rest ef fram fer sem horf­ir.

Auglýsing

Þessu hafa Norð­menn í raun beðið eftir því haustrign­ing­arnar eru þekkt fyr­ir­bæri og stundum geta þær verið ofsa­fengn­ar. Eitt úrhelli bjargar ekki öllu fyrir horn en það kemur sér sann­ar­lega vel. Úrkoman þarf að vera dreifð­ari um árið, bæði sem snjór að vetri og rign­ing að sum­ri, svo uppi­stöðu­lónin fyllist. „Við viljum mikið af rign­ingu og mikið af snjó,“ hjá orku­veit­unni í Aust­ur-Tel­e­mark.

En það er ekki nóg að fá stað­bundna úrkomu eins og segja má að nú geisi. Til að öll uppi­stöðu­lónin njóti góðs af þarf að rigna á mun stærra svæði.

Otra­veita, ein stærsta virkjun Nor­egs, nýtir vatn úr uppi­stöðu­lón­inu Vatns­dals­vatni, Vatnedals­vatnet í Agder-­fylki til vinnsl­unn­ar. Hún hefur und­an­farið fram­leitt 25 pró­sent minna raf­magn en en vant er á þessum árs­tíma. Sam­drátt­ur­inn skýrist af vatns­skorti.

Lítið vatn í Blásjó og engin raforkuframleiðsla vegna þurrkanna í sumar. Skjáskot af NRK

Og nú von­ast stjórn­endur virkj­un­ar­innar eftir því að óvenju­legt árferði sé í hönd. Að það muni á skömmum tíma, áður en það fer að snjóa, rigna um 20-30 pró­sent meira en venju­lega. Það gæti þýtt að lónið myndi fyll­ast.

Á öðrum svæðum er ástandið enn verra og dæmi eru um að nokkur af stærstu lón­unum standi hálf tóm. Yfir­borð Blá­sjós, lóns sem liggur milli fylkj­anna Roga­lands og Agder, fór niður í um 20 pró­sent fyrr á þessu ári. Ástandið hefur skánað og nú stendur það í 40-50 pró­sentum sem er þó veru­lega undir vatns­magni sem reikna má með að hausti.

Ekk­ert vatn rennur þessa dag­ana úr Blá­sjó og niður í gegnum virkj­ana­kerfið sem lón­inu teng­ist. Til að safna í lónið þurfti að loka fyrir vatns­rennsl­ið.

Norska orku­stofn­unin hefur ekki reiknað út hversu mikið þarf að rigna svo að uppi­stöðu­lónin fyllist sem flest og raf­magns­fram­leiðsla farið á fullt stím aft­ur. Hún bendir á að vatns­skortur í lón­unum sé ekki eina ástæða þess að raf­magns­verð í Nor­egi, sér­stak­lega syðst í land­inu, hefur hækkað mikið síð­ustu vikur og mán­uði. Hækk­unin skýrist ekki síst af stríð­inu í Úkra­ínu og orku­krís­unni sem átökin hafa valdið í Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent