Ástæða til að fylgjast með bólumyndun á fasteignamarkaði

Hækkun á íbúðarhúsnæði hefur á síðustu mánuðum farið töluvert fram úr kaupmáttaraukningu, sem gefur ástæðu til að fylgjast með verðbólumyndun á fasteignamarkaði. Íbúðaverð hefur hækkað um 16 prósent á einu ári.

img_2624_raw_1807130328_10016445615_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð á land­inu öllu hækk­aði um 1,8 pró­sent í febr­úar og er þetta sjö­undi mán­uð­ur­inn í röð þar sem verð­hækk­unin er yfir einu pró­senti milli mán­aða. Á þessum sjö mán­uðum hefur hús­næð­is­verð á Íslandi hækkað um 12,7 pró­sent. Þetta er dregið saman í grein­ingu Íslands­banka, sem er unnin úr tölum Hag­stof­unn­ar. Ástæða er til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir, segir bank­inn. 

Íbúða­verð á lands­byggð­inni hækkar nú nokkuð hraðar en íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en hækkun á lands­byggð­inni var 2,4 pró­sent í febr­úar á meðan hún var 1,6 pró­sent á íbúðum í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 1,4 pró­sent í sér­býli. Þetta hefur verið þró­unin síð­ustu mán­uði, að íbúða­verð á lands­byggð­inni hækki umfram höf­uð­borg­ar­svæð­ið. 

Þegar litið er yfir síð­ast­liðið ár nemur hækkun íbúða­verðs 16 pró­sent­um, en slíkur hraði í hækk­unum hefur ekki mælst síðan í upp­hafi árs­ins 2008. Raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hefur á þessum tíma hækkað um 13,8 pró­sent, þar sem verð­bólga hefur verið lítil og nokkuð stöðug. Þetta er mesta raun­verðs­hækkun á íbúð­ar­hús­næði sem mælst hefur frá því í apríl 2006. Raun­verð íbúða er nú orðið hátt í sögu­legu sam­hengi og nálægt því sem það fór hæst í síð­ustu upp­sveiflu, segir Íslands­banki. 

Auglýsing

Mikil hækkun launa, fjölgun starfa, vöxtur deili­hag­kerf­is­ins og lítið fram­boð nýbygg­inga eru helstu ástæð­urnar fyrir þess­ari hröðu hækkun íbúða­verðs að mati bank­ans. Laun hafi hækkað um tæp­lega níu pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, störfum fjölgað um 7,6 pró­sent á sama tíma og fjöldi ferða­manna auk­ist veru­lega. 

Merki um þenslu og ástæða til að ótt­ast verð­bólu 

Bank­inn segir íbúða­mark­að­inn nú hafa mörg ein­kenni þenslu. Fyrir utan mikla hækkun á verði hafi heild­ar­fjöldi íbúða á sölu­skrá ekki verið minni eins langt aftur og gögn eru til um. 920 íbúðir voru aug­lýstar til sölu undir lok síð­asta árs, 35 pró­sentum færri en á sama tíma árið á und­an. Þá hafa íbúðir aldrei selst eins hratt að með­al­tali og nú, en með­al­sölu­tími íbúða er 1,6 mán­uð­ir. 

Þá bendir bank­inn á það að eftir að verð­þróun á íbúð­ar­hús­næði hafi fylgt launa­þró­un­inni nokkuð vel í þess­ari upp­sveiflu sé nú farið að skilja þarna á milli. Þetta hefur verið að ger­ast und­an­farna mán­uði, þar sem hægt hefur á kaup­mátt­ar­aukn­ingu á sama tíma og hækk­anir á hús­næð­is­verði hafa orðið hrað­ari. „Gefur það ástæðu til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir­.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None