Ástæða til að fylgjast með bólumyndun á fasteignamarkaði

Hækkun á íbúðarhúsnæði hefur á síðustu mánuðum farið töluvert fram úr kaupmáttaraukningu, sem gefur ástæðu til að fylgjast með verðbólumyndun á fasteignamarkaði. Íbúðaverð hefur hækkað um 16 prósent á einu ári.

img_2624_raw_1807130328_10016445615_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð á land­inu öllu hækk­aði um 1,8 pró­sent í febr­úar og er þetta sjö­undi mán­uð­ur­inn í röð þar sem verð­hækk­unin er yfir einu pró­senti milli mán­aða. Á þessum sjö mán­uðum hefur hús­næð­is­verð á Íslandi hækkað um 12,7 pró­sent. Þetta er dregið saman í grein­ingu Íslands­banka, sem er unnin úr tölum Hag­stof­unn­ar. Ástæða er til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir, segir bank­inn. 

Íbúða­verð á lands­byggð­inni hækkar nú nokkuð hraðar en íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en hækkun á lands­byggð­inni var 2,4 pró­sent í febr­úar á meðan hún var 1,6 pró­sent á íbúðum í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 1,4 pró­sent í sér­býli. Þetta hefur verið þró­unin síð­ustu mán­uði, að íbúða­verð á lands­byggð­inni hækki umfram höf­uð­borg­ar­svæð­ið. 

Þegar litið er yfir síð­ast­liðið ár nemur hækkun íbúða­verðs 16 pró­sent­um, en slíkur hraði í hækk­unum hefur ekki mælst síðan í upp­hafi árs­ins 2008. Raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hefur á þessum tíma hækkað um 13,8 pró­sent, þar sem verð­bólga hefur verið lítil og nokkuð stöðug. Þetta er mesta raun­verðs­hækkun á íbúð­ar­hús­næði sem mælst hefur frá því í apríl 2006. Raun­verð íbúða er nú orðið hátt í sögu­legu sam­hengi og nálægt því sem það fór hæst í síð­ustu upp­sveiflu, segir Íslands­banki. 

Auglýsing

Mikil hækkun launa, fjölgun starfa, vöxtur deili­hag­kerf­is­ins og lítið fram­boð nýbygg­inga eru helstu ástæð­urnar fyrir þess­ari hröðu hækkun íbúða­verðs að mati bank­ans. Laun hafi hækkað um tæp­lega níu pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, störfum fjölgað um 7,6 pró­sent á sama tíma og fjöldi ferða­manna auk­ist veru­lega. 

Merki um þenslu og ástæða til að ótt­ast verð­bólu 

Bank­inn segir íbúða­mark­að­inn nú hafa mörg ein­kenni þenslu. Fyrir utan mikla hækkun á verði hafi heild­ar­fjöldi íbúða á sölu­skrá ekki verið minni eins langt aftur og gögn eru til um. 920 íbúðir voru aug­lýstar til sölu undir lok síð­asta árs, 35 pró­sentum færri en á sama tíma árið á und­an. Þá hafa íbúðir aldrei selst eins hratt að með­al­tali og nú, en með­al­sölu­tími íbúða er 1,6 mán­uð­ir. 

Þá bendir bank­inn á það að eftir að verð­þróun á íbúð­ar­hús­næði hafi fylgt launa­þró­un­inni nokkuð vel í þess­ari upp­sveiflu sé nú farið að skilja þarna á milli. Þetta hefur verið að ger­ast und­an­farna mán­uði, þar sem hægt hefur á kaup­mátt­ar­aukn­ingu á sama tíma og hækk­anir á hús­næð­is­verði hafa orðið hrað­ari. „Gefur það ástæðu til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir­.“ 

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None