Ástæða til að fylgjast með bólumyndun á fasteignamarkaði

Hækkun á íbúðarhúsnæði hefur á síðustu mánuðum farið töluvert fram úr kaupmáttaraukningu, sem gefur ástæðu til að fylgjast með verðbólumyndun á fasteignamarkaði. Íbúðaverð hefur hækkað um 16 prósent á einu ári.

img_2624_raw_1807130328_10016445615_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð á land­inu öllu hækk­aði um 1,8 pró­sent í febr­úar og er þetta sjö­undi mán­uð­ur­inn í röð þar sem verð­hækk­unin er yfir einu pró­senti milli mán­aða. Á þessum sjö mán­uðum hefur hús­næð­is­verð á Íslandi hækkað um 12,7 pró­sent. Þetta er dregið saman í grein­ingu Íslands­banka, sem er unnin úr tölum Hag­stof­unn­ar. Ástæða er til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir, segir bank­inn. 

Íbúða­verð á lands­byggð­inni hækkar nú nokkuð hraðar en íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en hækkun á lands­byggð­inni var 2,4 pró­sent í febr­úar á meðan hún var 1,6 pró­sent á íbúðum í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 1,4 pró­sent í sér­býli. Þetta hefur verið þró­unin síð­ustu mán­uði, að íbúða­verð á lands­byggð­inni hækki umfram höf­uð­borg­ar­svæð­ið. 

Þegar litið er yfir síð­ast­liðið ár nemur hækkun íbúða­verðs 16 pró­sent­um, en slíkur hraði í hækk­unum hefur ekki mælst síðan í upp­hafi árs­ins 2008. Raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hefur á þessum tíma hækkað um 13,8 pró­sent, þar sem verð­bólga hefur verið lítil og nokkuð stöðug. Þetta er mesta raun­verðs­hækkun á íbúð­ar­hús­næði sem mælst hefur frá því í apríl 2006. Raun­verð íbúða er nú orðið hátt í sögu­legu sam­hengi og nálægt því sem það fór hæst í síð­ustu upp­sveiflu, segir Íslands­banki. 

Auglýsing

Mikil hækkun launa, fjölgun starfa, vöxtur deili­hag­kerf­is­ins og lítið fram­boð nýbygg­inga eru helstu ástæð­urnar fyrir þess­ari hröðu hækkun íbúða­verðs að mati bank­ans. Laun hafi hækkað um tæp­lega níu pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, störfum fjölgað um 7,6 pró­sent á sama tíma og fjöldi ferða­manna auk­ist veru­lega. 

Merki um þenslu og ástæða til að ótt­ast verð­bólu 

Bank­inn segir íbúða­mark­að­inn nú hafa mörg ein­kenni þenslu. Fyrir utan mikla hækkun á verði hafi heild­ar­fjöldi íbúða á sölu­skrá ekki verið minni eins langt aftur og gögn eru til um. 920 íbúðir voru aug­lýstar til sölu undir lok síð­asta árs, 35 pró­sentum færri en á sama tíma árið á und­an. Þá hafa íbúðir aldrei selst eins hratt að með­al­tali og nú, en með­al­sölu­tími íbúða er 1,6 mán­uð­ir. 

Þá bendir bank­inn á það að eftir að verð­þróun á íbúð­ar­hús­næði hafi fylgt launa­þró­un­inni nokkuð vel í þess­ari upp­sveiflu sé nú farið að skilja þarna á milli. Þetta hefur verið að ger­ast und­an­farna mán­uði, þar sem hægt hefur á kaup­mátt­ar­aukn­ingu á sama tíma og hækk­anir á hús­næð­is­verði hafa orðið hrað­ari. „Gefur það ástæðu til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir­.“ 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None