Ástæða til að fylgjast með bólumyndun á fasteignamarkaði

Hækkun á íbúðarhúsnæði hefur á síðustu mánuðum farið töluvert fram úr kaupmáttaraukningu, sem gefur ástæðu til að fylgjast með verðbólumyndun á fasteignamarkaði. Íbúðaverð hefur hækkað um 16 prósent á einu ári.

img_2624_raw_1807130328_10016445615_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð á land­inu öllu hækk­aði um 1,8 pró­sent í febr­úar og er þetta sjö­undi mán­uð­ur­inn í röð þar sem verð­hækk­unin er yfir einu pró­senti milli mán­aða. Á þessum sjö mán­uðum hefur hús­næð­is­verð á Íslandi hækkað um 12,7 pró­sent. Þetta er dregið saman í grein­ingu Íslands­banka, sem er unnin úr tölum Hag­stof­unn­ar. Ástæða er til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir, segir bank­inn. 

Íbúða­verð á lands­byggð­inni hækkar nú nokkuð hraðar en íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en hækkun á lands­byggð­inni var 2,4 pró­sent í febr­úar á meðan hún var 1,6 pró­sent á íbúðum í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 1,4 pró­sent í sér­býli. Þetta hefur verið þró­unin síð­ustu mán­uði, að íbúða­verð á lands­byggð­inni hækki umfram höf­uð­borg­ar­svæð­ið. 

Þegar litið er yfir síð­ast­liðið ár nemur hækkun íbúða­verðs 16 pró­sent­um, en slíkur hraði í hækk­unum hefur ekki mælst síðan í upp­hafi árs­ins 2008. Raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hefur á þessum tíma hækkað um 13,8 pró­sent, þar sem verð­bólga hefur verið lítil og nokkuð stöðug. Þetta er mesta raun­verðs­hækkun á íbúð­ar­hús­næði sem mælst hefur frá því í apríl 2006. Raun­verð íbúða er nú orðið hátt í sögu­legu sam­hengi og nálægt því sem það fór hæst í síð­ustu upp­sveiflu, segir Íslands­banki. 

Auglýsing

Mikil hækkun launa, fjölgun starfa, vöxtur deili­hag­kerf­is­ins og lítið fram­boð nýbygg­inga eru helstu ástæð­urnar fyrir þess­ari hröðu hækkun íbúða­verðs að mati bank­ans. Laun hafi hækkað um tæp­lega níu pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, störfum fjölgað um 7,6 pró­sent á sama tíma og fjöldi ferða­manna auk­ist veru­lega. 

Merki um þenslu og ástæða til að ótt­ast verð­bólu 

Bank­inn segir íbúða­mark­að­inn nú hafa mörg ein­kenni þenslu. Fyrir utan mikla hækkun á verði hafi heild­ar­fjöldi íbúða á sölu­skrá ekki verið minni eins langt aftur og gögn eru til um. 920 íbúðir voru aug­lýstar til sölu undir lok síð­asta árs, 35 pró­sentum færri en á sama tíma árið á und­an. Þá hafa íbúðir aldrei selst eins hratt að með­al­tali og nú, en með­al­sölu­tími íbúða er 1,6 mán­uð­ir. 

Þá bendir bank­inn á það að eftir að verð­þróun á íbúð­ar­hús­næði hafi fylgt launa­þró­un­inni nokkuð vel í þess­ari upp­sveiflu sé nú farið að skilja þarna á milli. Þetta hefur verið að ger­ast und­an­farna mán­uði, þar sem hægt hefur á kaup­mátt­ar­aukn­ingu á sama tíma og hækk­anir á hús­næð­is­verði hafa orðið hrað­ari. „Gefur það ástæðu til að hafa vak­andi auga fyrir því hvort verð­bóla kunni að vera að mynd­ast á íbúða­mark­aði um þessar mund­ir­.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None