WOW hagnaðist um 4,3 milljarða króna í fyrra

Tekjur WOW air voru 17 milljarðar króna árið 2015. Í fyrra voru þær 36,7 milljarðar króna.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Auglýsing

WOW air hagn­að­ist um 4,3 millj­arða króna í fyrra. Tekjur félags­ins juk­ust um 111 pró­sent á milli ára, úr 17 millj­örðum króna í 36,7 millj­arða króna. 

Far­þegum sem flugu með WOW air fjölg­aði um 130 pró­sent milli ára og voru tæp­lega 1,7 millj­ónir í fyrra. Félagið gerir ráð fyrir að fljúga með um þrjár millj­ónir far­þega á árinu 2017. Heild­ar­sæta­nýt­ing var betri í fyrra en árið áður, fór úr 86 pró­sent í 88 pró­sent. WOW air flaug til yfir 30 áfanga­staða á árinu 2016. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá WOW air kemur fram að félagið hafi á síð­asta ári bætt sjö þotum við flot­ann og var með tólf þotur í rekstri í lok árs­ins; tvær Air­bus A320, þrjár Air­bus A330 breið­þotur og sjö Air­bus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félags­ins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glæ­nýjum Air­bus þotum og verður þá floti félags­ins orð­inn 17 þot­ur. Á síð­asta ári störf­uðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157 pró­sent starfs­manna­aukn­ing frá árinu áður en árið 2015 störf­uðu 280 manns hjá félag­inu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfs­manna­fjöldi félags­ins verði um 1100 manns.

Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, segir að árið 2016 hafi verið magnað í alla staði. „Við fórum af stað með háleit mark­mið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyri­lega gaman að vinna með öllu okkar frá­bæra starfs­fólki við að ná til­settum mark­miðum og gott bet­ur. Þetta er þeirra sig­ur. Að sama skapi er ljóst að sam­keppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri.Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskor­anir og munum halda áfram að lækka far­gjöld öllum til hags­bóta.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None