WOW hagnaðist um 4,3 milljarða króna í fyrra

Tekjur WOW air voru 17 milljarðar króna árið 2015. Í fyrra voru þær 36,7 milljarðar króna.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Auglýsing

WOW air hagn­að­ist um 4,3 millj­arða króna í fyrra. Tekjur félags­ins juk­ust um 111 pró­sent á milli ára, úr 17 millj­örðum króna í 36,7 millj­arða króna. 

Far­þegum sem flugu með WOW air fjölg­aði um 130 pró­sent milli ára og voru tæp­lega 1,7 millj­ónir í fyrra. Félagið gerir ráð fyrir að fljúga með um þrjár millj­ónir far­þega á árinu 2017. Heild­ar­sæta­nýt­ing var betri í fyrra en árið áður, fór úr 86 pró­sent í 88 pró­sent. WOW air flaug til yfir 30 áfanga­staða á árinu 2016. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá WOW air kemur fram að félagið hafi á síð­asta ári bætt sjö þotum við flot­ann og var með tólf þotur í rekstri í lok árs­ins; tvær Air­bus A320, þrjár Air­bus A330 breið­þotur og sjö Air­bus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félags­ins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glæ­nýjum Air­bus þotum og verður þá floti félags­ins orð­inn 17 þot­ur. Á síð­asta ári störf­uðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157 pró­sent starfs­manna­aukn­ing frá árinu áður en árið 2015 störf­uðu 280 manns hjá félag­inu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfs­manna­fjöldi félags­ins verði um 1100 manns.

Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, segir að árið 2016 hafi verið magnað í alla staði. „Við fórum af stað með háleit mark­mið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyri­lega gaman að vinna með öllu okkar frá­bæra starfs­fólki við að ná til­settum mark­miðum og gott bet­ur. Þetta er þeirra sig­ur. Að sama skapi er ljóst að sam­keppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri.Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskor­anir og munum halda áfram að lækka far­gjöld öllum til hags­bóta.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None