Segir fjárframlög frá útgerðum til loðnuleitar hafa skipt sköpum

skip
Auglýsing

Sig­ur­geir Bryn­geir Krist­jáns­son, oft nefndur Binni í Vinnslu­stöð­inni, segir í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag, að ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki á Íslandi sem hafa afla­heim­ildir í loðnu, hafi tryggt það að loðnan fannst og kvót­inn var sext­án­fald­aður upp í 196 þús­und tonn.

Hann segir ríki og sveit­ar­fé­lög hagn­ast lang­sam­lega mest, síðan starfs­fólk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, og svo skipti útgerð­ar­fyr­ir­tæki og bankar afgang­inum á milli sín. „Haf­rann­sókna­stofnun bar við blank­heitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fisk­veiði­lög­sög­unni okk­ar. Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra velti fyrir sér að rík­is­stjórnin veitti heilar 3-5 millj­ónir króna sér­stak­lega til loðnu­leit­ar. Til þeirrar fjár­veit­ingar spurð­ist ei meir.“

„Ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki, sem hafa fengið úthlutað afla­heim­ildum í loðnu, ákváðu að greiða kostnað við leið­angur til loðnu­leitar og borg­uðu í jan­úar og febr­úar alls 41,5 millj­ónir króna til Haf­rann­sókna­stofn­unar og úthalds græn­lenska skips­ins Polar Amaroq sem tók þátt í verk­efn­in­u.“

Auglýsing

„Fiski­fræð­ingar full­yrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árang­ur­inn af eft­ir­grennsl­an­inni varð sá að ráð­herra jók loðnu­kvót­ann í 196.000 tonn um miðjan febr­úar – sext­án­fald­aði kvót­ann með öðrum orð­um. Flot­inn var þá enn í höfn vegna sjó­manna­verk­falls.“

„Ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála áætl­aði að verð­mæti loðnu­afl­ans, sem í hlut Íslend­inga kæmi, væri um 17 millj­arðar króna. Þegar verk­fallið loks­ins leyst­ist og flot­inn streymdi á miðin var hægt að hefj­ast handa við að inn­leysa verð­mætin sem bless­un­ar­lega voru enn innan seil­ingar og mátti ekki seinna ver­a.“

„Ríkið og sveit­ar­fé­lög fá lang­mest í sína hít af því sem loðnan skil­ar, starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna næst­mest og bankar og útgerð­ar­fyr­ir­tækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnot­skurn ævin­týrið um sautján millj­arð­ana sem „fundust“ í sjónum í verk­fall­in­u,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir í grein­inni.

Hann segir að miðað við skatta­spor Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sam­kvæmt útreikn­ingum KPMG, þá renni um 1,7 millj­arðar af 17 millj­arða heild­ar­verð­mætum til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sjálfra. „Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ nið­ur­stöðu útreikn­inga KPMG á skatta­spori Vinnslu­stöðv­ar­innar á 17 millj­arða verð­mæti loðnu­kvót­ans og fékk eft­ir­far­andi svör í grófum dráttum við spurn­ingu um hvar hver sneið kök­unnar lend­ir. Rekstr­ar­kostn­aður og þjón­usta af ýmsu tagi nemur 7 millj­örðum króna. Veru­legur hluti þeirra fjár­muna rennur í rík­is­sjóð sem t.d. skattar á launa­greiðslur þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, hagnað þeirra og arð­greiðsl­ur.“

„Í vasa launa­fólks renna 3,3 millj­arðar króna og í líf­eyr­is­sjóði renna 500 millj­ónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af líf­eyr­is­greiðsl­un­um!).“

„Skatt­tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga nema tæp­lega 3,5 millj­örðum króna, þar af er hlutur sveit­ar­fé­laga um 850 millj­ónir króna.“

„Rekstr­ar­af­gangur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna er 1,7 millj­arðar króna og fer í að borga af lán­um, nýfjár­fest­ingar og greiða hlut­höfum arð.“

„Gleymum svo ekki bönk­un­um. Þeirra hlutur er tæp­lega einn millj­arður króna,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None