Segir fjárframlög frá útgerðum til loðnuleitar hafa skipt sköpum

skip
Auglýsing

Sig­ur­geir Bryn­geir Krist­jáns­son, oft nefndur Binni í Vinnslu­stöð­inni, segir í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag, að ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki á Íslandi sem hafa afla­heim­ildir í loðnu, hafi tryggt það að loðnan fannst og kvót­inn var sext­án­fald­aður upp í 196 þús­und tonn.

Hann segir ríki og sveit­ar­fé­lög hagn­ast lang­sam­lega mest, síðan starfs­fólk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, og svo skipti útgerð­ar­fyr­ir­tæki og bankar afgang­inum á milli sín. „Haf­rann­sókna­stofnun bar við blank­heitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fisk­veiði­lög­sög­unni okk­ar. Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra velti fyrir sér að rík­is­stjórnin veitti heilar 3-5 millj­ónir króna sér­stak­lega til loðnu­leit­ar. Til þeirrar fjár­veit­ingar spurð­ist ei meir.“

„Ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki, sem hafa fengið úthlutað afla­heim­ildum í loðnu, ákváðu að greiða kostnað við leið­angur til loðnu­leitar og borg­uðu í jan­úar og febr­úar alls 41,5 millj­ónir króna til Haf­rann­sókna­stofn­unar og úthalds græn­lenska skips­ins Polar Amaroq sem tók þátt í verk­efn­in­u.“

Auglýsing

„Fiski­fræð­ingar full­yrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árang­ur­inn af eft­ir­grennsl­an­inni varð sá að ráð­herra jók loðnu­kvót­ann í 196.000 tonn um miðjan febr­úar – sext­án­fald­aði kvót­ann með öðrum orð­um. Flot­inn var þá enn í höfn vegna sjó­manna­verk­falls.“

„Ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála áætl­aði að verð­mæti loðnu­afl­ans, sem í hlut Íslend­inga kæmi, væri um 17 millj­arðar króna. Þegar verk­fallið loks­ins leyst­ist og flot­inn streymdi á miðin var hægt að hefj­ast handa við að inn­leysa verð­mætin sem bless­un­ar­lega voru enn innan seil­ingar og mátti ekki seinna ver­a.“

„Ríkið og sveit­ar­fé­lög fá lang­mest í sína hít af því sem loðnan skil­ar, starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna næst­mest og bankar og útgerð­ar­fyr­ir­tækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnot­skurn ævin­týrið um sautján millj­arð­ana sem „fundust“ í sjónum í verk­fall­in­u,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir í grein­inni.

Hann segir að miðað við skatta­spor Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sam­kvæmt útreikn­ingum KPMG, þá renni um 1,7 millj­arðar af 17 millj­arða heild­ar­verð­mætum til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sjálfra. „Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ nið­ur­stöðu útreikn­inga KPMG á skatta­spori Vinnslu­stöðv­ar­innar á 17 millj­arða verð­mæti loðnu­kvót­ans og fékk eft­ir­far­andi svör í grófum dráttum við spurn­ingu um hvar hver sneið kök­unnar lend­ir. Rekstr­ar­kostn­aður og þjón­usta af ýmsu tagi nemur 7 millj­örðum króna. Veru­legur hluti þeirra fjár­muna rennur í rík­is­sjóð sem t.d. skattar á launa­greiðslur þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, hagnað þeirra og arð­greiðsl­ur.“

„Í vasa launa­fólks renna 3,3 millj­arðar króna og í líf­eyr­is­sjóði renna 500 millj­ónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af líf­eyr­is­greiðsl­un­um!).“

„Skatt­tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga nema tæp­lega 3,5 millj­örðum króna, þar af er hlutur sveit­ar­fé­laga um 850 millj­ónir króna.“

„Rekstr­ar­af­gangur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna er 1,7 millj­arðar króna og fer í að borga af lán­um, nýfjár­fest­ingar og greiða hlut­höfum arð.“

„Gleymum svo ekki bönk­un­um. Þeirra hlutur er tæp­lega einn millj­arður króna,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None