Segir fjárframlög frá útgerðum til loðnuleitar hafa skipt sköpum

skip
Auglýsing

Sig­ur­geir Bryn­geir Krist­jáns­son, oft nefndur Binni í Vinnslu­stöð­inni, segir í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag, að ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki á Íslandi sem hafa afla­heim­ildir í loðnu, hafi tryggt það að loðnan fannst og kvót­inn var sext­án­fald­aður upp í 196 þús­und tonn.

Hann segir ríki og sveit­ar­fé­lög hagn­ast lang­sam­lega mest, síðan starfs­fólk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, og svo skipti útgerð­ar­fyr­ir­tæki og bankar afgang­inum á milli sín. „Haf­rann­sókna­stofnun bar við blank­heitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fisk­veiði­lög­sög­unni okk­ar. Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra velti fyrir sér að rík­is­stjórnin veitti heilar 3-5 millj­ónir króna sér­stak­lega til loðnu­leit­ar. Til þeirrar fjár­veit­ingar spurð­ist ei meir.“

„Ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki, sem hafa fengið úthlutað afla­heim­ildum í loðnu, ákváðu að greiða kostnað við leið­angur til loðnu­leitar og borg­uðu í jan­úar og febr­úar alls 41,5 millj­ónir króna til Haf­rann­sókna­stofn­unar og úthalds græn­lenska skips­ins Polar Amaroq sem tók þátt í verk­efn­in­u.“

Auglýsing

„Fiski­fræð­ingar full­yrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árang­ur­inn af eft­ir­grennsl­an­inni varð sá að ráð­herra jók loðnu­kvót­ann í 196.000 tonn um miðjan febr­úar – sext­án­fald­aði kvót­ann með öðrum orð­um. Flot­inn var þá enn í höfn vegna sjó­manna­verk­falls.“

„Ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála áætl­aði að verð­mæti loðnu­afl­ans, sem í hlut Íslend­inga kæmi, væri um 17 millj­arðar króna. Þegar verk­fallið loks­ins leyst­ist og flot­inn streymdi á miðin var hægt að hefj­ast handa við að inn­leysa verð­mætin sem bless­un­ar­lega voru enn innan seil­ingar og mátti ekki seinna ver­a.“

„Ríkið og sveit­ar­fé­lög fá lang­mest í sína hít af því sem loðnan skil­ar, starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna næst­mest og bankar og útgerð­ar­fyr­ir­tækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnot­skurn ævin­týrið um sautján millj­arð­ana sem „fundust“ í sjónum í verk­fall­in­u,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir í grein­inni.

Hann segir að miðað við skatta­spor Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sam­kvæmt útreikn­ingum KPMG, þá renni um 1,7 millj­arðar af 17 millj­arða heild­ar­verð­mætum til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sjálfra. „Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ nið­ur­stöðu útreikn­inga KPMG á skatta­spori Vinnslu­stöðv­ar­innar á 17 millj­arða verð­mæti loðnu­kvót­ans og fékk eft­ir­far­andi svör í grófum dráttum við spurn­ingu um hvar hver sneið kök­unnar lend­ir. Rekstr­ar­kostn­aður og þjón­usta af ýmsu tagi nemur 7 millj­örðum króna. Veru­legur hluti þeirra fjár­muna rennur í rík­is­sjóð sem t.d. skattar á launa­greiðslur þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, hagnað þeirra og arð­greiðsl­ur.“

„Í vasa launa­fólks renna 3,3 millj­arðar króna og í líf­eyr­is­sjóði renna 500 millj­ónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af líf­eyr­is­greiðsl­un­um!).“

„Skatt­tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga nema tæp­lega 3,5 millj­örðum króna, þar af er hlutur sveit­ar­fé­laga um 850 millj­ónir króna.“

„Rekstr­ar­af­gangur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna er 1,7 millj­arðar króna og fer í að borga af lán­um, nýfjár­fest­ingar og greiða hlut­höfum arð.“

„Gleymum svo ekki bönk­un­um. Þeirra hlutur er tæp­lega einn millj­arður króna,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None