Segir fjárframlög frá útgerðum til loðnuleitar hafa skipt sköpum

skip
Auglýsing

Sig­ur­geir Bryn­geir Krist­jáns­son, oft nefndur Binni í Vinnslu­stöð­inni, segir í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag, að ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki á Íslandi sem hafa afla­heim­ildir í loðnu, hafi tryggt það að loðnan fannst og kvót­inn var sext­án­fald­aður upp í 196 þús­und tonn.

Hann segir ríki og sveit­ar­fé­lög hagn­ast lang­sam­lega mest, síðan starfs­fólk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, og svo skipti útgerð­ar­fyr­ir­tæki og bankar afgang­inum á milli sín. „Haf­rann­sókna­stofnun bar við blank­heitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fisk­veiði­lög­sög­unni okk­ar. Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra velti fyrir sér að rík­is­stjórnin veitti heilar 3-5 millj­ónir króna sér­stak­lega til loðnu­leit­ar. Til þeirrar fjár­veit­ingar spurð­ist ei meir.“

„Ell­efu útgerð­ar­fyr­ir­tæki, sem hafa fengið úthlutað afla­heim­ildum í loðnu, ákváðu að greiða kostnað við leið­angur til loðnu­leitar og borg­uðu í jan­úar og febr­úar alls 41,5 millj­ónir króna til Haf­rann­sókna­stofn­unar og úthalds græn­lenska skips­ins Polar Amaroq sem tók þátt í verk­efn­in­u.“

Auglýsing

„Fiski­fræð­ingar full­yrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árang­ur­inn af eft­ir­grennsl­an­inni varð sá að ráð­herra jók loðnu­kvót­ann í 196.000 tonn um miðjan febr­úar – sext­án­fald­aði kvót­ann með öðrum orð­um. Flot­inn var þá enn í höfn vegna sjó­manna­verk­falls.“

„Ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála áætl­aði að verð­mæti loðnu­afl­ans, sem í hlut Íslend­inga kæmi, væri um 17 millj­arðar króna. Þegar verk­fallið loks­ins leyst­ist og flot­inn streymdi á miðin var hægt að hefj­ast handa við að inn­leysa verð­mætin sem bless­un­ar­lega voru enn innan seil­ingar og mátti ekki seinna ver­a.“

„Ríkið og sveit­ar­fé­lög fá lang­mest í sína hít af því sem loðnan skil­ar, starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna næst­mest og bankar og útgerð­ar­fyr­ir­tækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnot­skurn ævin­týrið um sautján millj­arð­ana sem „fundust“ í sjónum í verk­fall­in­u,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir í grein­inni.

Hann segir að miðað við skatta­spor Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sam­kvæmt útreikn­ingum KPMG, þá renni um 1,7 millj­arðar af 17 millj­arða heild­ar­verð­mætum til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sjálfra. „Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ nið­ur­stöðu útreikn­inga KPMG á skatta­spori Vinnslu­stöðv­ar­innar á 17 millj­arða verð­mæti loðnu­kvót­ans og fékk eft­ir­far­andi svör í grófum dráttum við spurn­ingu um hvar hver sneið kök­unnar lend­ir. Rekstr­ar­kostn­aður og þjón­usta af ýmsu tagi nemur 7 millj­örðum króna. Veru­legur hluti þeirra fjár­muna rennur í rík­is­sjóð sem t.d. skattar á launa­greiðslur þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, hagnað þeirra og arð­greiðsl­ur.“

„Í vasa launa­fólks renna 3,3 millj­arðar króna og í líf­eyr­is­sjóði renna 500 millj­ónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af líf­eyr­is­greiðsl­un­um!).“

„Skatt­tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga nema tæp­lega 3,5 millj­örðum króna, þar af er hlutur sveit­ar­fé­laga um 850 millj­ónir króna.“

„Rekstr­ar­af­gangur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna er 1,7 millj­arðar króna og fer í að borga af lán­um, nýfjár­fest­ingar og greiða hlut­höfum arð.“

„Gleymum svo ekki bönk­un­um. Þeirra hlutur er tæp­lega einn millj­arður króna,“ segir Sig­ur­geir Bryn­geir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None