Segir valdahóp dómskerfisins hafa komið Hönnu Birnu frá

Fyrrverandi hæstaréttardómari segir valdahóp innan íslenska dómskerfisins hafa brugðist við skipun „utankerfisnefndar“ með því að koma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr starfi innanríkisráðherra með tylliástæðum sem hafi dugað.

jon-steinar.png
Auglýsing

Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, segir að valda­hópur í íslenska dóms­kerf­inu hafi tekið til við að koma Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur frá sem inn­an­rík­is­ráð­herra með því að nota „tylli­á­stæður sem dugð­u.“ Þetta kemur fram í grein eftir Jón Steinar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag.

Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra í nóv­em­ber 2014 vegna Leka­máls­ins svo­kall­aða. Nokkrum dögum áður hafði Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður henn­ar, hlotið átta mán­aða skil­orðs­bundin fang­els­is­­dóm í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur fyrir að leka trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ingum úr inn­­an­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu til fjöl­miðla í nóv­­em­ber 2013.

Umboðs­maður Alþingis birti síðan frum­kvæð­is­at­hugun á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns Eirík­s­­son­­ar, fyrr­ver­andi lög­­­reglu­­stjóra á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, vegna rann­­sóknar Leka­máls­ins í jan­úar 2015. Þar sagði hann að fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra hefði gengið langt út fyrir vald­­svið sitt. Í nið­ur­stöðu umboðs­manns kom fram að Hanna Birna hefðiu beðist afsök­unar á sam­skiptum sínum við Stefán og fram­göngu sinni í þeim.

Auglýsing

Dauða­synd Hönnu Birnu

Í grein Jóns Stein­ars, sem veitti Hönnu Birnu lög­fræði­lega aðstoð við að svara erindi Umboðs­manns Alþingis um sam­skipti hennar við Stefán Eiríks­son, segir að Hanna Birna hafi skipað þriggja manna nefnd til að ráð­ast í úrbætur á ástandi Hæsta­rétt­ar. Þetta hafi gerst í kjöl­far þess að hann hafi gefið út bók­ina „Veik­burða Hæsti­réttur“ árið 2013, en í henni var að finna umfjöllun um það sem Jón Steinar kallar afar slæmt ástand dóm­stóls­ins og rök­studdar til­lögur um úrbæt­ur.

Jón Steinar segir að nefndin hafi verið „ut­ankerf­is­nefnd“ í þeim skiln­ingi að „valda­hóp­ur­inn í dóms­kerf­inu“ hafi ekki fengið að ráða hverjir sætu í henni. „Það þótti þeim dauða­synd. Við þessu varð hóp­ur­inn að bregð­ast og við þessu brást hann svo um mun­aði. Fyrst var tekið til við að koma ráð­herr­anum frá. Til þess voru not­aðar tylli­á­stæður sem dugðu. Þegar nefndin skil­aði til­lögum sínum var kom­inn nýr og „sam­starfs­fús­ari“ ráð­herra. Nefndin var sett af og einn af búsmölum valda­hóps­ins feng­inn til að þynna út til­lögur nefnd­ar­innar í sam­ráði við nefndan valda­hóp í dóms­kerf­in­u.“ Ráð­herr­ann sem tók við af Hönnu Birnu var Ólöf Nor­dal.

Skorar á nýja valda­hafa að ganga til verka

Jón Steinar segir í grein­inni að nú sé komin ný rík­is­stjórn og nýr dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður Á. And­er­sen. Hún hafi sýnt að hún hafi skoð­anir og sé til­búin að láta gott af sér leiða á grund­velli mál­efna­legra rök­semda en ekki þrýst­ings klíku­hópa. „Það er ástæða til að skora á hana og félaga hennar í rík­is­stjórn að hrista nú af sér hlekk­ina og ráð­ast til þeirra verka í dóms­kerf­inu sem allir ættu að sjá að styðj­ast aðeins við sterk mál­efna­leg rök og eru til þess fallin að bæta þetta kerfi til hags­bóta fyrir fólkið í land­in­u.“

Jón Steinar segir að fyrsta verkið sem ráð­ast ætti í sé að birta opin­ber­lega upp­lýs­ingar aftur í tím­ann um fjár­mála­tengsl dóm­ara Hæsta­réttar í öllum íslensku bönk­unum og eftir atvikum við aðrar stofn­an­ir. Sam­hliða ætti að kort­leggja hvernig dóm­ar­arnir hafi rað­ast í mál gegn fyr­ir­svars­mönnum bank­anna í málum sem rekin hafa verið gegn þeim á umliðnum árum. Í byrjun des­em­ber var greint frá því í fjöl­miðlum að dóm­arar við Hæsta­rétt hefðu átt hluta­bréf og aðra hags­muni í föllnu íslensku bönk­unum fyrir hrun en samt sem áður dæmt í málum gegn for­svars­mönnum sömu banka. Jón Steinar sagði í Kast­ljósi 7. des­em­ber í fyrra að hann teldi blasa við að Markús Sig­­ur­­björns­­son, for­­seti Hæsta­rétt­­ar, hafi verið van­hæfur til að dæma í málum þeirra manna sem stýrðu íslensku banka­­kerfi fyrir hrun. Ástæðan sé sú að hann hafi átt hlut í Glitni og hafi tapað á falli bank­ans. Jón Steinar sagði það ekki vera trú­verð­ugt að maður sem sé hlut­hafi í banka sem sé til umfjöll­unar í máli dæmi í slíku máli.

Í grein Jóns Stein­ars í Morg­un­blað­inu í dag leggur hann einnig til að reglum um nýskipan dóm­ara verði breytt, að sjálf­dæmi þeirra í þeim málum verði afnu­mið, að dóm­urum við Hæsta­rétt verði fækkað í fimm og að dóm­arar í Lands­dómi, sem tekur til starfa á næsta ári, verði í mesta lagi 12. Þá vill hann að hvert mál fari ekki á fleiri dóm­stig en tvö og að breyt­ing verði gerð á á reglum um ritun atkvæða í fjöl­skip­uðum dómum á þann veg að ein­stakir dóm­arar leggi nöfn sín við atkvæði sín.

Hann segir að nýir vald­hafar í land­inu myndu „treysta stöðu sína í augum almenn­ings ef þeir sýndu í verki kjark og dug til að ganga hér til verka, sem allir myndu skilja að helg­uð­ust aðeins af rök­semdum um bætt vinnu­brögð og heið­ar­leika, en tækju ekki mið af óskum “hinnar nýju stétt­ar““.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None