Barack Obama, Bandaríkjaforseti, lét framkvæma tölvuárásir á Norður-Kóreu árið 2014 til að vinna gegn kjarnorkuógn sem frá landinu kemur, undir stjórn hins óútreiknanlega Kim Jong Un. Árásirnar heppnuðust vel í fyrstu, og mistókust tilraunir landsins með langdrægar flaugar í nokkur skipti. Eftir það höfðu árásirnar takmörkuð áhrif.
Frá þessu er greint í ítarlegri umfjöllun í New York Times í dag.
Obama er sagður hafa greint Trump frá því að ógnunin sem kæmi frá Norður-Kóreu væri sú alvarlegasta sem Trump þyrfti að glíma við.
Á síðusta rúmlega hálfa árinu hefur Norður-Kóreumönnum í þrígang tekist að skjóta á loft meðaldrægum eldflaugum. Þá er talið að Norður-Kóreumenn hafi sprengt kjarnorkusprengju í tvígang á síðasta ári. Síðasta eldflugarskotið fór fram á sama tíma og Abe forsætisráðherra Japans og Donald Trump funduðu í Hvíta húsinu.
Donald Trump hefur sagt að hann vilji auka fjárútlát til hersins um 10 prósent, eða sem nemur 54 milljörðum Bandaríkjadala á ári.
Auglýsing