Segja fjármálaráðherra sýna þinginu fádæmalausa óvirðingu

Stjórnarandstöðuþingmenn segja Benedikt Jóhannesson sýna þinginu dónaskap og vanvirðingu með ummælum um að samþykkt samgönguáætlunar án fjármögnunar sé „nánast siðlaus.“

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar gagn­rýndu Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra harð­lega við upp­haf þing­fundar í dag. 

Ástæðan eru ummæli fjár­mála­ráð­herra í þætt­inum Bítið á Bylgj­unni í morg­un, þar sem hann ræddi um sam­göngu­á­ætl­un, og sagði meðal ann­ars að honum þætti það „nán­ast sið­laust“ af síð­asta Alþingi skapa rangar vænt­ingar fólks með því að sam­þykkja ófjár­magn­aða sam­göngu­á­ætl­un. „Í raun og veru var skandall­inn sá að menn skyldu sam­þykkja sam­göngu­á­ætlun án þess að sam­þykkja á sama tíma að tryggja fjár­mögn­un. Það er upp­runi vand­ans,“ sagði Bene­dikt meðal ann­ars. Hann sagði einnig „svo kemur þetta stjórn­lausa þing, þegar það var ekki starf­andi rík­is­stjórn með meiri­hluta, og þá ákveða menn að bæta í og setja á milli fjög­urra og fimm millj­arða króna og þar verða aftur mis­tök.“ 

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður VG, vakti fyrstur máls á orðum ráð­herr­ans undir liðnum störf þings­ins og sagð­ist ekki geta orða bund­ist vegna máls­ins. „Ég hef á þeim árum sem ég hef fylgst með Alþingi aldrei orðið vitni að slíkum dóna­skap gagn­vart þing­in­u,“ sagði Kol­beinn. Hann spurði hvað for­seti þings­ins ætl­aði að gera í því að ráð­herr­ann sýndi þing­inu „þessa fádæma­lausu óvirð­ing­u.“ 

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður VG, tók undir með Kol­beini. Hún bað Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, for­seta Alþingis um að ræða þetta orð­færi við ráð­herr­ann og sagði grafal­var­legt að svona væri talað um verk sem þing­inu hafi borið að vinna sam­kvæmt lög­um. Hún gerði einnig athuga­semdir við það að Bene­dikt hafi sagt að þingið hefði verið stjórn­laust eftir kosn­ing­ar, það væri alvar­legt orð­færi að tala um að Alþingi sé stjórn­laust þegar það sé rétt­kjörið undir stjórn for­seta sem það valdi sér og að afgreiða mál sem því beri að ger­a. 

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, tók einnig undir með Kol­beini og Svandísi, og sagði þingið við­stöðu­laust upp­lifa van­virðu frá fram­kvæmda­vald­inu, þannig hefði það einnig verið á síð­asta kjör­tíma­bili. „Núna er það orðið þannig að það er ekki lengur hægt að sitja undir þessu ofríki fram­kvæmda­valds­ins. Mér finnst mjög brýnt að for­seti beiti sér fyrir því að ráð­herr­anum verði gert ljóst hvernig þrí­skipt­ing valds­ins fari fram.“ 

„Þetta er í annað skiptið sem að ráð­herrar í þess­ari rík­is­stjórn virð­ast ekki átta sig á því hver það er sem hefur völdin hér í sam­fé­lag­inu þegar kemur að þessum hlut­u­m,“ sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann sagði að honum þætti fjár­mála­ráð­herra verða að koma fyrir þingið og gera grein fyrir orðum sín­um. Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði ráð­herra vinna í umboði þings­ins. „Getur það verið að nýir ráð­herrar átti sig ekki á hlut­verki sínu? Það er mjög alvar­leg­t.“ Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður VG, var svo sjötti stjórn­ar­and­stöðu­þing­mað­ur­inn sem ræddi við­talið við ráð­herrann, og sagði að þótt ráð­herr­ann hefði litla þing­reynslu hlyti hann, jafn reynslu­mik­ill og hann væri í öðrum störf­um, að geta borið smá virð­ingu fyrir þing­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None