Markaðsvirði Marel er nú langsamlega mest á meðal félaga sem skráð eru á markað hér á landi. Virði þess, miðað við lokun markaða í dag, er nú 227 milljarðar króna en næst þar á eftir kemur Össur með 170 milljarða. Verðmiðinn á Icelandair Group hefur farið hríðfallandi undanfarna mánuði og nemur virði félagsins nú tæplega 70 milljörðum, en fyrir um sjö mánuðum þá var verðmiðinn 189 milljarðar króna.
Heildarvirði félaga í kauphöllinni er nú 960,8 milljarðar króna og er virði Marel því tæplega fjórðungurinn af öllu markaðsvirði. Sé horft yfir síðustu fjóra mánuði þá hefur virði líttillega lækkað, og munar þar mikið um fallið á Icelandair.
Virði fasteignafélagann í kauphöllinni, sem eru Eik, Reginn og Reitir, hefur aukist jafnt og þétt en það er nú um 150 milljarðar króna, samanlagt.
Virði tryggingarfélaganna, Sjóvá, VÍS og TM, er samanlagt 71,8 milljarðar króna og er Sjóvá þar verðmætast, með verðmiða upp á 27,1 milljarð króna.
Virði smásölurisans Haga hefur fallið um tæplega 13 prósent á árinu, en þrátt fyrir það er virði þess 54 milljarðar króna.