„Brexit hefur losað mikla krafta úr læðingi“

Utanríkisráðherra segir að útganga Bretlands úr ESB hafi losað mikla krafta úr læðingi og það sé Íslands að fanga þá krafta. Hann segir Ísland í öfundsverðri stöðu þegar kemur að fríverslun.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

„Brexit hefur losað mikla krafta úr læð­ingi og það er okkar hlut­verk að fanga þá krafta og vera áfram í far­ar­broddi þegar kemur að frí­versl­un,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra á þingi í gær, í sér­stakri umræðu um frí­versl­un­ar­samn­inga. 

Bretar vilja losna við þær viðjar sem sam­eig­in­leg við­skipta­stefna ESB skapar og vill breska rík­is­stjórnin skapa sér sveigj­an­leika til að geta sinnt alþjóð­legri hags­muna­gæslu á eigin for­send­um. Verk­efni íslenskra stjórn­valda er aug­ljóst. Það er að tryggja a.m.k. óbreyttan aðgang að breska mark­aðnum í kjöl­far útgöngu Breta, og helst betri, og jafn­framt að tryggja rétt­indi íslenskra rík­is­borg­ara sem búsettir eru eða starfa í Bret­land­i,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra. 

Hann sagði einnig að Ísland stæði vel að vígi þegar kemur að frí­versl­un­ar­mál­um, og sé í öfunds­verðri stöðu. „Við erum með okkar eigin við­skipta­stefnu og erum ekki ríg­bundin öðrum ríkjum þegar kemur að mark­aðs­sókn fyrir íslenska hags­muni. Aðild okkar að EFTA hefur verið og mun áfram vera hryggjar­stykkið í frí­versl­un­ar­málum okk­ar, enda hafa EFTA-­ríkin sótt fram af miklum krafti á síð­ustu árum og víkkað og dýpkað frí­versl­un­ar­net sitt veru­lega með samn­ingi við alls 38 rík­i.“ 

Auglýsing

Mikil aukn­ing í við­skiptum við Kína

Vöru­við­skipti milli Íslands og Kína hafa auk­ist um 20 pró­sent eftir að frí­versl­un­ar­samn­ingur var gerður milli ríkj­anna tveggja. Heild­ar­vöru­við­skiptin námu tæpum 62 millj­örðum króna í fyrra, miðað við 51 millj­arð árið 2014, sagði Guð­laugur Þór. Það er mik­ils­vert að meta að þetta sneri ekki bara að útflutn­ingi heldur hefur þetta líka skilað sér til neyt­enda í lægra vöru­verði á fatn­aði, skóm, raf­tækjum og ann­ars konar varn­ingi sem fram­leiddur er í Kína og fluttur hingað til lands. Net­verslun við Kína hefur sömu­leiðis auk­ist gíf­ur­lega,“ sagði Guð­laugur Þór. 

Utan­rík­is­ráð­herra sagði einnig að á örfáum árum hafi frí­verslun í heim­inum ger­breyst, og það gefi auga­leið að ef útflutn­ings­drifið hag­kerfi eins og það íslenska á að dafna í harðri sam­keppni verðum við að vera einu skrefi á undan öðr­um. „Staðan er ein­föld: Við eigum allt undir frjálsum og hindr­un­ar­lausum við­skipt­um. Við getum ekki leyft okkur að slaka á kröf­um. Stjórn­völd hvers tíma verða ávallt að vera á tán­um, í stöð­ugu sam­ráði við útflutn­ings­grein­arn­ar, vera fram­sýn og virkja þau úrræði sem okkur standa til boða. Þetta á að sjálf­sögðu við um íslenska neyt­endur sem verða varir við hindr­un­ar­leysi í frí­verslun með afnámi tolla, auknu vöru­úr­vali, lægra vöru­verði. Vel­megun okkar bygg­ist á aðgengi að erlendum mörk­uð­u­m.“ 

Þá tal­aði Guð­laugur Þór um nið­ur­fell­ingu tolla og sagði að frá upp­hafi þessa árs hafi toll­frelsi verið komið á 7.700 toll­núm­erum af þeim 8.601 toll­núm­erum sem til eru í íslenskri tolla­skrá, „sem þýðir í raun að 90% toll­frelsi ríki í land­in­u.“ Þar til við­bótar sé toll­frelsi á vissum hefð­bundnum land­bún­að­ar­vörum, og varla hægt að tala um toll­múra í sam­hengi við við­skipta­stefnu Íslands. „Það sem eftir stendur eru ein­stakar teg­undir af því sem við köllum hefð­bundnar land­bún­að­ar­vör­ur.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None