„Brexit hefur losað mikla krafta úr læðingi“

Utanríkisráðherra segir að útganga Bretlands úr ESB hafi losað mikla krafta úr læðingi og það sé Íslands að fanga þá krafta. Hann segir Ísland í öfundsverðri stöðu þegar kemur að fríverslun.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

„Brexit hefur losað mikla krafta úr læð­ingi og það er okkar hlut­verk að fanga þá krafta og vera áfram í far­ar­broddi þegar kemur að frí­versl­un,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra á þingi í gær, í sér­stakri umræðu um frí­versl­un­ar­samn­inga. 

Bretar vilja losna við þær viðjar sem sam­eig­in­leg við­skipta­stefna ESB skapar og vill breska rík­is­stjórnin skapa sér sveigj­an­leika til að geta sinnt alþjóð­legri hags­muna­gæslu á eigin for­send­um. Verk­efni íslenskra stjórn­valda er aug­ljóst. Það er að tryggja a.m.k. óbreyttan aðgang að breska mark­aðnum í kjöl­far útgöngu Breta, og helst betri, og jafn­framt að tryggja rétt­indi íslenskra rík­is­borg­ara sem búsettir eru eða starfa í Bret­land­i,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra. 

Hann sagði einnig að Ísland stæði vel að vígi þegar kemur að frí­versl­un­ar­mál­um, og sé í öfunds­verðri stöðu. „Við erum með okkar eigin við­skipta­stefnu og erum ekki ríg­bundin öðrum ríkjum þegar kemur að mark­aðs­sókn fyrir íslenska hags­muni. Aðild okkar að EFTA hefur verið og mun áfram vera hryggjar­stykkið í frí­versl­un­ar­málum okk­ar, enda hafa EFTA-­ríkin sótt fram af miklum krafti á síð­ustu árum og víkkað og dýpkað frí­versl­un­ar­net sitt veru­lega með samn­ingi við alls 38 rík­i.“ 

Auglýsing

Mikil aukn­ing í við­skiptum við Kína

Vöru­við­skipti milli Íslands og Kína hafa auk­ist um 20 pró­sent eftir að frí­versl­un­ar­samn­ingur var gerður milli ríkj­anna tveggja. Heild­ar­vöru­við­skiptin námu tæpum 62 millj­örðum króna í fyrra, miðað við 51 millj­arð árið 2014, sagði Guð­laugur Þór. Það er mik­ils­vert að meta að þetta sneri ekki bara að útflutn­ingi heldur hefur þetta líka skilað sér til neyt­enda í lægra vöru­verði á fatn­aði, skóm, raf­tækjum og ann­ars konar varn­ingi sem fram­leiddur er í Kína og fluttur hingað til lands. Net­verslun við Kína hefur sömu­leiðis auk­ist gíf­ur­lega,“ sagði Guð­laugur Þór. 

Utan­rík­is­ráð­herra sagði einnig að á örfáum árum hafi frí­verslun í heim­inum ger­breyst, og það gefi auga­leið að ef útflutn­ings­drifið hag­kerfi eins og það íslenska á að dafna í harðri sam­keppni verðum við að vera einu skrefi á undan öðr­um. „Staðan er ein­föld: Við eigum allt undir frjálsum og hindr­un­ar­lausum við­skipt­um. Við getum ekki leyft okkur að slaka á kröf­um. Stjórn­völd hvers tíma verða ávallt að vera á tán­um, í stöð­ugu sam­ráði við útflutn­ings­grein­arn­ar, vera fram­sýn og virkja þau úrræði sem okkur standa til boða. Þetta á að sjálf­sögðu við um íslenska neyt­endur sem verða varir við hindr­un­ar­leysi í frí­verslun með afnámi tolla, auknu vöru­úr­vali, lægra vöru­verði. Vel­megun okkar bygg­ist á aðgengi að erlendum mörk­uð­u­m.“ 

Þá tal­aði Guð­laugur Þór um nið­ur­fell­ingu tolla og sagði að frá upp­hafi þessa árs hafi toll­frelsi verið komið á 7.700 toll­núm­erum af þeim 8.601 toll­núm­erum sem til eru í íslenskri tolla­skrá, „sem þýðir í raun að 90% toll­frelsi ríki í land­in­u.“ Þar til við­bótar sé toll­frelsi á vissum hefð­bundnum land­bún­að­ar­vörum, og varla hægt að tala um toll­múra í sam­hengi við við­skipta­stefnu Íslands. „Það sem eftir stendur eru ein­stakar teg­undir af því sem við köllum hefð­bundnar land­bún­að­ar­vör­ur.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None