Miklu færri vilja frá Mexíkó til Bandaríkjanna eftir forsetaskipti

40 prósent fækkun varð á komum óskráðra innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mexíkó milli janúar og febrúar, að sögn stjórnvalda í Bandaríkjunum.

mexíkó veggur landamaeri
Auglýsing

Miklu færri óskráðir inn­flytj­endur komu til Banda­ríkj­anna frá Mexíkó í febr­úar síð­ast­liðnum en í jan­ú­ar. Þetta segir John Kelly heima­varn­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn Don­alds Trump. 

Að sögn Kelly fækk­aði inn­flytj­end­unum um 40 pró­sent milli mán­aða, eftir að Trump tók við emb­ætti þann 20. jan­úar og lof­aði að vísa úr landi miklum fjölda óskráðra inn­flytj­enda. Talið er að um ell­efu millj­ónir slíkra inn­flytj­enda séu í land­in­u. 

Það að meta fjöld­ann og breyt­ingar á honum er vand­kvæðum háð, en yfir­leitt er það gert út frá fjölda þeirra sem nást eða er komið í veg fyrir að fari yfir landa­mær­in. Að sögn Kelly fækk­aði þessum til­vikum úr 31.578 í jan­úar í 18.762 í febr­ú­ar. Hann sagði að venju­lega væri fækkun á milli þess­ara tveggja mán­aða, en hún væri 10 til 20 pró­sent sögu­lega séð. 

Trump fyr­ir­skip­aði að byggja ætti vegg með­fram landa­mærum ríkj­anna tveggja þann 25. jan­úar síð­ast­lið­inn, eftir að hafa lofað því í kosn­inga­bar­átt­unni.

Auglýsing

Fleiri fara en koma 

Þró­unin hefur verið þannig að fleiri mexíkóskir inn­­flytj­endur hafa yfir­­­gefið Banda­­ríkin á und­an­­förnum árum en hafa sest þar að. Þetta sýndi rann­­sókn Pew rann­­sókn­­ar­­stöðv­­­ar­innar í Banda­­ríkj­unum frá lokum árs 2015, en nið­­ur­­stöð­­urnar eru þvert á það sem ætla mætti af umræð­unni sem hófst í kringum for­­seta­­kosn­­ingar í Banda­­ríkj­un­­um. Ólög­­legum inn­­flytj­endum frá Mexíkó fer jafn­­framt fækk­­and­i. 

Mexík­­óar eru stærsti inn­­flytj­enda­hóp­­ur­inn í Banda­­ríkj­un­um, hvort sem litið er til ólög­­legra inn­­flytj­enda eða skráðra. 28% allra inn­­flytj­enda í Banda­­ríkj­unum árið 2013 voru fæddir í Mexíkó sam­­kvæmt opin­berum tölum og sam­­kvæmt þeim tölu­­legu gögnum sem til eru er tæp­­lega helm­ingur ólög­­legra inn­­flytj­enda í land­inu frá Mexíkó, eða 5,6 millj­­ónir manna. 

Frá því að krepp­unni lauk um mitt ár 2009 hafa fleiri inn­­flytj­endur frá Mexíkó farið aftur til síns heima en hafa komið til Banda­­ríkj­anna. Ein milljón Mexík­­óa, þar á meðal börn sem fædd­ust í Banda­­ríkj­un­um, fór frá Banda­­ríkj­unum og til Mexíkó á árunum 2009 til 2014, sam­­kvæmt mexíkóskum gögn­­um. Á sama tíma­bili komu 870 þús­und mexíkóskir rík­­is­­borg­­arar til Banda­­ríkj­anna frá Mexík­­ó. 

Ýmsar til­­­gátur eru uppi um ástæð­­urnar fyrir því. Banda­ríska hag­­kerfið náði sér ekki eins hratt á strik eftir krepp­una og það gæti hafa stuðlað að því að færri sjái sér hag í því að flytj­­ast til Banda­­ríkj­anna. Jafn­­framt getur það hafa haft þau áhrif að mexíkóskir inn­­flytj­endur hafi misst vinn­una og farið aftur heim. Þá hefur inn­­flytj­enda­lögum verið fylgt harðar eft­ir, sér­­stak­­lega á landa­­mær­unum við Mexíkó, og það hefur und­an­farin tíu ár skilað sér í því að fleirum er vísað úr landi. Engu að síður fór stærsti hluti þeirra sem héldu aftur til Mexíkó síð­­­ustu fimm ár af sjálfs­dáðum, sam­­kvæmt mexíkóskum rann­­sókn­um, og algeng­asta ástæðan var sögð fjöl­­skyld­u­­sam­ein­ing. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None