Miklu færri vilja frá Mexíkó til Bandaríkjanna eftir forsetaskipti

40 prósent fækkun varð á komum óskráðra innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mexíkó milli janúar og febrúar, að sögn stjórnvalda í Bandaríkjunum.

mexíkó veggur landamaeri
Auglýsing

Miklu færri óskráðir inn­flytj­endur komu til Banda­ríkj­anna frá Mexíkó í febr­úar síð­ast­liðnum en í jan­ú­ar. Þetta segir John Kelly heima­varn­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn Don­alds Trump. 

Að sögn Kelly fækk­aði inn­flytj­end­unum um 40 pró­sent milli mán­aða, eftir að Trump tók við emb­ætti þann 20. jan­úar og lof­aði að vísa úr landi miklum fjölda óskráðra inn­flytj­enda. Talið er að um ell­efu millj­ónir slíkra inn­flytj­enda séu í land­in­u. 

Það að meta fjöld­ann og breyt­ingar á honum er vand­kvæðum háð, en yfir­leitt er það gert út frá fjölda þeirra sem nást eða er komið í veg fyrir að fari yfir landa­mær­in. Að sögn Kelly fækk­aði þessum til­vikum úr 31.578 í jan­úar í 18.762 í febr­ú­ar. Hann sagði að venju­lega væri fækkun á milli þess­ara tveggja mán­aða, en hún væri 10 til 20 pró­sent sögu­lega séð. 

Trump fyr­ir­skip­aði að byggja ætti vegg með­fram landa­mærum ríkj­anna tveggja þann 25. jan­úar síð­ast­lið­inn, eftir að hafa lofað því í kosn­inga­bar­átt­unni.

Auglýsing

Fleiri fara en koma 

Þró­unin hefur verið þannig að fleiri mexíkóskir inn­­flytj­endur hafa yfir­­­gefið Banda­­ríkin á und­an­­förnum árum en hafa sest þar að. Þetta sýndi rann­­sókn Pew rann­­sókn­­ar­­stöðv­­­ar­innar í Banda­­ríkj­unum frá lokum árs 2015, en nið­­ur­­stöð­­urnar eru þvert á það sem ætla mætti af umræð­unni sem hófst í kringum for­­seta­­kosn­­ingar í Banda­­ríkj­un­­um. Ólög­­legum inn­­flytj­endum frá Mexíkó fer jafn­­framt fækk­­and­i. 

Mexík­­óar eru stærsti inn­­flytj­enda­hóp­­ur­inn í Banda­­ríkj­un­um, hvort sem litið er til ólög­­legra inn­­flytj­enda eða skráðra. 28% allra inn­­flytj­enda í Banda­­ríkj­unum árið 2013 voru fæddir í Mexíkó sam­­kvæmt opin­berum tölum og sam­­kvæmt þeim tölu­­legu gögnum sem til eru er tæp­­lega helm­ingur ólög­­legra inn­­flytj­enda í land­inu frá Mexíkó, eða 5,6 millj­­ónir manna. 

Frá því að krepp­unni lauk um mitt ár 2009 hafa fleiri inn­­flytj­endur frá Mexíkó farið aftur til síns heima en hafa komið til Banda­­ríkj­anna. Ein milljón Mexík­­óa, þar á meðal börn sem fædd­ust í Banda­­ríkj­un­um, fór frá Banda­­ríkj­unum og til Mexíkó á árunum 2009 til 2014, sam­­kvæmt mexíkóskum gögn­­um. Á sama tíma­bili komu 870 þús­und mexíkóskir rík­­is­­borg­­arar til Banda­­ríkj­anna frá Mexík­­ó. 

Ýmsar til­­­gátur eru uppi um ástæð­­urnar fyrir því. Banda­ríska hag­­kerfið náði sér ekki eins hratt á strik eftir krepp­una og það gæti hafa stuðlað að því að færri sjái sér hag í því að flytj­­ast til Banda­­ríkj­anna. Jafn­­framt getur það hafa haft þau áhrif að mexíkóskir inn­­flytj­endur hafi misst vinn­una og farið aftur heim. Þá hefur inn­­flytj­enda­lögum verið fylgt harðar eft­ir, sér­­stak­­lega á landa­­mær­unum við Mexíkó, og það hefur und­an­farin tíu ár skilað sér í því að fleirum er vísað úr landi. Engu að síður fór stærsti hluti þeirra sem héldu aftur til Mexíkó síð­­­ustu fimm ár af sjálfs­dáðum, sam­­kvæmt mexíkóskum rann­­sókn­um, og algeng­asta ástæðan var sögð fjöl­­skyld­u­­sam­ein­ing. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None