Uppbygging sem hefur verið ævintýri líkust

Bræðurnir Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir fengu á dögunum nýsköpunarverðlaun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir uppbyggingu Norðursiglingar. Nú sækir fyrirtækið fram í Noregi.

Norðursigling
Auglýsing

Hvala­skoðun á Húsa­vík hefur vaxið jafnt og þétt sem atvinnu­vegur í bænum en í fyrra fóru 110 þús­und gestir í hvala­skoðun í bæn­um, að því er fram komu í erindi Guð­bjarts Ell­erts Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Norð­ur­sigl­ing­ar, sem er stærsta ferða­þjón­ustu fyr­ir­tækið í bænum og hefur boðið upp á hvala­skoðun á Skjálf­anda við Húsa­vík frá árinu 1995. Þá komu 1.500 gest­ir.Fleiri fyr­ir­tæki bjóða einnig upp á hvala­skoðun á Skjálf­anda, sam­hliða annarri starf­semi. Svo sem Húsa­vík adventures, Gentle Giants og Salka Whale Watching, en aðstanendur þess félags reka einnig veit­inga­stað­inn Sölku, í hjarta bæj­ar­ins.

Greint er frá ítar­legu erindi Guð­bjarts á vef Fram­sýn­ar, stétt­ar­fé­lags.

Vöxt­ur­inn hefur verið stöð­ugur alveg frá stofnun og voru gest­irnir sem heim­sóttu Húsa­vík gagn­gert til að fara í hvala­skoðun um 40 þús­und tals­ins árið 2007. 

Auglýsing

Síðan hefur vöxt­ur­inn orðið enn meiri, eftir að ferða­þjón­usta tók mik­inn kipp í land­inu, frá árinu 2010. Útlit er fyrir áfram­hald­andi vöxt fyr­ir­tæk­is­ins og er það nú búið að setja á fót dótt­ur­fé­lag í Nor­egi sem hefur hafið starf­semi, og býður upp á sigl­ing­ar, hvala­skoðun og skíða­ferðir í norður Nor­egi.Á dög­unum fengu bræð­urnir Hörður og Árni Sig­ur­bjarn­ar­syn­ir, sem eiga ríf­lega helm­ings­hlut í Norð­ur­sigl­ingu og eru jafn­framt stofn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, nýsköp­un­ar­verð­laun Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands fyrir starf sitt við upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. 

Eig­endur þess eru nú sjóð­ur­inn Eld­ey, sem á ríf­lega 36 pró­sent hlut, fyrr­nefndir Hörður og Árni, sem eiga um 25 pró­sent hlut hvor, og Heimir Harð­ar­son, sonur Harðar og starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins frá stofn­un, með ríf­lega 13 pró­sent hlut. 

Í dag telur skipa­floti félags­ins 10 skip þar af 4 skút­ur. Á árinu 2016 var starfs­manna­fjöldi í heild­ina yfir 150 starfs­menn, og heild­ar­fjár­fest­ingar námu yfir 500 millj­ónum króna.

Guð­bjartur lét hafa eftir sér í erind­inu að í rekstri sem þessum þyrfti þor og kænsku til að ná settu marki. „Menn verða að þora að þora,“ sagði Guð­bjartur Ell­ert, að því er segir á vef Fram­sýnar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None