RÚV hagnaðist 1,4 milljarða í fyrra

Auglýsingatekjur RÚV á síðasta ári voru 2,2 milljarðar króna. Fyrirtækið, sem fær 3,8 milljarða króna úr ríkissjóði á ári, skilaði hagnaði af reglulegri starfsemi.

Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri.
AuglýsingRík­is­út­varpið (RÚV) hagn­að­ist um 1.630 millj­ónir króna fyrir skatta á árinu 2016. Eftir að skattar voru greiddir nam hagn­að­ur­inn 1.429 millj­ónum króna. Uppi­staða hans, 1.535 millj­ónir króna, er vegna sölu á bygg­inga­rétti og þar af leið­andi ein­skipt­is­hagn­aður sem fellur ekki aftur til. En utan hans var hagn­aður af reglu­legri starf­semi RÚV upp á 95 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá RÚV.

Í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að það hafi fengið 3,8 millj­arða króna í þjón­ustu­tekjur frá rík­is­sjóði. Um er að ræða það gjald sem hver og einn full­orð­inn Íslend­ingur er skyld­ugur að greiða til rekst­urs RÚV.

Til við­bótar er RÚV með umtals­verðar tekjur af sölu aug­lýs­inga og kost­anna, en í árs­reikn­ingi eru þær tekjur sagðar tekjur vegna sam­keppn­is­rekstr­ar. Alls námu þær tekjur 2,2 millj­örðum króna á síð­asta ári og þegar búið var að draga frá 440 millj­óna króna kostnað sem lagður var út til að sækja þær tekj­ur, meðal ann­ars með rekstri aug­lýs­inga­sölu­deild­ar, var hagn­aður RÚV af sam­keppn­is­rekstri 1,8 millj­arðar króna.

Auglýsing

Stöðu­gildi voru að með­al­tali 258 á árinu en þeim hefur fækkað á und­an­förnum árum, voru 259 árið 2015, 297 árið 2013 og 324 árið 2008.

Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri er ánægður með rekstr­ar­nið­ur­stöð­una. „Þennan árangur þökkum við sam­taka­mætti frá­bærs starfs­fólks RÚV. Hann hefur náðst þrátt fyrir krefj­andi rekstr­ar­að­stæður og ítrek­aða lækkun á útvarps­gjaldi á und­an­förnum árum. Sala á bygg­ing­ar­rétti skilar RÚV umtals­verðum sölu­hagn­aði sem leiðir til mik­illar skulda­lækk­unar og mik­illa bóta á eigin fé félags­ins. Nýr þjón­ustu­samn­ingur sem und­ir­rit­aður var á síð­asta ári tryggir loks fyr­ir­sjá­an­leika og öryggi í tekjum félags­ins til næstu ára. Á hinn bóg­inn er félagið enn of skuld­sett vegna líf­eyr­is­sjóðs­skuld­bind­inga frá gam­alli tíð og er það mik­ill baggi á starf­sem­inni í dag en á þeirri yfir­skuld­setn­ingu þarf að taka. Staða RÚV er sterk, hvort heldur litið er til rekstr­ar­legs árang­urs eða notk­unar og við­horfs almenn­ings. Þjón­ustu­hlut­verk RÚV við allt sam­fé­lagið til fram­tíðar er hlut­verk sem við sem við nálg­umst af metnaði og auð­mýkt á degi hverj­um. Það eru spenn­andi tímar framund­an.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None