Fjármálaráðherra: 2017 er ekki nýtt 2007

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra flutti þinginu munnlega skýrslu um afnám fjármagnshafta. Hann sagði að árið 2017 væri ekki nýtt 2007, staðan væri allt önnur nú.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

„2017 er ekki nýtt 2007,“ sagði Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í munn­legri skýrslu sinni um afnám fjár­magns­hafta á Alþingi í dag. Hann fagn­aði afnámi fjár­magns­hafta og þakk­aði öllum þeim sem hefðu lagt hönd á plóg við afnámið. 

Bene­dikt sagði umsvif banka­kerf­is­ins mun minni nú en fyrir ára­tug, ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki hafi greitt niður skuld­ir, en á þeim tíma hafi þeir safnað skuld­um. Hag­fræð­ingar væru sam­mála um að efna­hagur þjóð­ar­innar standi nú mun betur en þá. „Ferða­þjón­usta, útvegur og fjöl­breytt nýsköpun hafa aukið útflutn­ing nú í stað hins hola banka­kerfis sem gein yfir öllu árið 2007. Fjár­mála­kerfið býr nú við ann­ars konar reglu­verk, þar sem áhætta er minni og gegn­sæi meira og við höldum áfram á þeirri braut.“ 

Í máli Bene­dikts kom einnig fram að hann og fleiri hefðu haldið fund með leið­togum stjórn­ar­and­stöð­unnar þremur dögum áður en fundur var hald­inn með full­trúum vog­un­ar­sjóða í New York á dög­un­um. Áður hefur komið fram í máli hans að það hafi verið full­trúar vog­un­ar­sjóð­anna sem ósk­uðu eftir fundi með íslenskum stjórn­völd­um. Hann sagði að hug­myndir vog­un­ar­sjóð­anna hefðu reynst óraun­hæfar og engir samn­ingar hefðu verið gerðir við þá. 

Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra sagði einnig að mögu­legt hefði verið að þurrka upp aflandskrónu­vand­ann í kringum útboðið sem Seðla­bank­inn hélt um mitt síð­asta ár, með því að lækka gengið aðeins. Það hafi ekki verið gert og nú sé hægt að sjá það glöggt að skyn­sam­legt hefði verið að gera það. „Í ráðu­neyt­inu heyri ég að lík­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­hengj­una svo­nefndu upp að metu leyti ef gengið hefði verið á milli 165 og 170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­sam­legt hefði verið að ljúka við­skipt­unum á því gengi.  Þá­ver­andi stjórn­völd ákváðu að gera það ekki. Kannski vegna þess sjón­ar­miðs að með því  hefði verið gert allt of vel við aflandskrónu­eig­end­ur.  Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­færi,“ sagði hann. 

Umræðan um afnám fjár­magns­hafta fer nú fram á Alþingi, og hægt er að fylgj­ast með henni hér.

Meira úr sama flokkiInnlent
None