Fjármunir aflandskrónueigenda ekki lausir í dag

Krónan hefur veikst í morgun en gengi hennar er nú svipað og það var um miðjan febrúar. Áhrif fyrirhugaðs afnáms hafta á hlutabréfaverð hafa verið jákvæð.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynntu afnám hafta í gær ásamt Má Guuðmundssyni seðlabankastjóri.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynntu afnám hafta í gær ásamt Má Guuðmundssyni seðlabankastjóri.
Auglýsing

Íslenska krónan hefur veikst umtals­vert það sem af er degi. Ástæðan er til­kynn­ing um afnám hafta í gær, en nýjar reglur um gjald­eyr­is­mál munu taka gildi á þriðju­dags­morg­un. Eftir það verða heim­ili og fyr­ir­tæki ekki lengur bundin af tak­mörk­unum á gjald­eyr­is­við­skipt­um, fjár­fest­ingum erlend­is, áhættu­vörnum og lána­við­skiptum auk þess sem skila­skylda á erlendum gjald­eyri verður afnum­in. Höft á fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða erlendis verða líka afnumin en áfram verða í gildi reglur til að koma í veg fyrir vaxta­muna­við­skipti og spá­kaup­mennsku með afleið­ur.

Sam­hliða því að til­kynnt var um afnám hafta greindu stjórn­völd frá því að samið hefði verið við eig­endur aflandskróna um að selja þær á geng­inu 137,5 krónur fyrir hverja evru. Sömu eig­end­ur, að mestu banda­rískir vog­un­ar­sjóð­ir, höfðu neitað að taka þátt í aflandskrón­u­út­boðum Seðla­bank­ans sum­arið 2016 þegar þeim bauðst að borga 190 krónur fyrir hverja evru. Þegar hafa eig­endur 90 millj­arða króna tekið þessu til­boði og er ávinn­ingur þeirra af því að hafna þátt­töku í útboð­inu, en semja þess í stað nú, yfir 20 millj­arðar króna. Þeir fá 38 pró­sent fleiri evrur nú fyrir krón­urnar sínar en þeim bauðst sum­arið 2016. Enn á eftir að ná sam­komu­lagi við erlenda eig­endur 105 millj­arða króna.

Krónan veikt­ist við opnun markað í morg­un, og er það í takti við vænt­ingar stjórn­valda um að stöðva þá miklu styrk­ingu hennar sem átt hefur sér stað að und­an­förnu. Evra kostar nú um 119 krónur en kost­aði 115 krónur við lokun mark­aða á föstu­dag og gengi krónu gagn­vart henni hefur því veikst um 3,4 pró­sent. Það er sam­bæri­legt veik­ing og átt hefur sér stað gagn­vart öðrum helstu við­skipta­myntum Íslands. Vert er þó að taka fram að gengi krón­unnar er nú svipað og það var um miðjan febr­ú­ar­mán­uð. Því er ekki um að ræða kúvend­ingu á virði henn­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands er veik­ingin þó ekki vegna útflæðis á fjár­munum vog­un­ar­sjóð­anna sem samið hafa beint við bank­ann um að skipta krón­unum sínum í aðra gjald­miðla. Þau við­skipti munu ekki fara fram í gegnum gjald­eyr­is­markað inn­an­lands og þeir fjár­munir sem þar eru undir eru heldur ekki lausir í dag.

Hafta­los­unar­á­form höfðu jákvæð áhrif í Kaup­höll­inni í morg­un. Þar hækk­uðu flest félög. Mest hefur Icelandair Group, sem hefur hríð­fallið í virði á und­an­förnum mán­uð­um, hækk­að, eða um 3,6 pró­sent.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None