Slitastjórn Landsbanka Íslands (LBI) og endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) hafa náð samkomulagi um að mál sem slitastjórnin höfðaði gegn PwC, skuli falla niður.
Málið tengdist störfum PwC fyrir Landsbankann fyrir hrunið. Dómsmál var höfðað í árslok 2012 og var farið fram á 100 milljarða króna skaðabætur vegna meints tjóns sem fyrirtækið átti að hafa valdið með rangri ráðgjöf og óvandaðri vinnu, sem bitnaði á fyrirtækinu og kröfuhöfum þess.
Í tilkynningu frá slitastjórn Landsbankans segir að það sé mat LBI og PwC að sáttin sé ásættanleg fyrir báða aðila, en engar upphæðir eru nefndar í fréttatilkynningu vegna sáttarinnar.
PwC náði einnig sátt við slitastjórn Glitnis, en fyrirtækið sá um endurskoðun reikninga bankans fyrir hrunið.
Kjarninn greindi frá málinu 28. Nóvember 2013 að kom fram í umfjölluninni að PwC hefði greitt hundruð milljóna til slitabús Glitnis í tengslum við sátt sem fyrirtækið gerði. Fólst í sáttinni að fallið yrði frá málsókn slitabúsins á hendur endurskoðunarfyrirtækinu.